Reiddist og sló til lögreglumanns

mbl.is/Þórður

Laust eftir miðnætti barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kvörtun vegna hávaða í heimahúsi í Kópavogi. Þegar lögreglumenn mættu á vettvang var þó ekkert að heyra en rætt var við þann sem kvörtunin beindist að og honum bent á að vera ekki með læti á þessum tíma sólarhringsins. 

Skömmu síðar kom maðurinn fram á stigaganginn og óskaði eftir því að leggja fram kvörtun til lögreglunnar vegna nágranna sinna. Þegar ekki var orðið við því þá reiddist hann og sló til lögreglumanns.

Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni fundust eggvopn, skotvopn og skotfæri í íbúðinni sem lagt var hald á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert