Þetta er búið að vera mikið ævintýri

Anna Hulda Júlíusdóttir í verslun sinni í hjarta Siglufjarðar. Þarna ...
Anna Hulda Júlíusdóttir í verslun sinni í hjarta Siglufjarðar. Þarna er m.a. á boðstólum garn auk handverks rúmlega 40 einstaklinga úr Fjallabyggð. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson

Anna Hulda Júlíusdóttir á og rekur verslunina Hjarta bæjarins á Siglufirði, ásamt tvíburasonum sínum. Þar er á boðstólum íslensk hönnun, garn, handverk og gjafavara.

Eitt af því sem vakið hefur sérstaka athygli þeirra sem leið eiga þar um, er að ýmislegt þar inni tengist hinni sögufrægu Mjallhvíti og þar á meðal kjóll í fullri stærð í einum sýningarglugganna, auk þess sem Anna Hulda hefur látið útbúa fyrir sig drykkjarkönnur úr leir með eigin teikningu af stúlkunni hugljúfu.

Mjallhvít er þjóðsagnapersóna sem þekkt er úr ævintýrum frá Mið-Evrópu. Sagan er til í mörgum og ólíkum útgáfum; þýskar innihalda t.a.m. dvergana sjö og spegil drottningar, albönsk útgáfa hefur fjörutíu dreka í stað dverganna og enn aðrar útgáfur hafa ræningja í þeirra stað. Kristín Sölvadóttir, sem fæddist í torfbæ á Siglufirði árið 1912, er sögð vera fyrirmyndin að þeirri sjónrænu útgáfu sem birtist í verkum Walt Disney á fjórða áratug 20. aldar. Teiknarinn var einnig Íslendingur, Karl Stefánsson, sem tekið hafði upp nafnið Charles Thorson; hann var fæddur í Winnipeg í Kanada, en foreldrar hans voru úr Biskupstungum. Kristín var fjögur ár í Vesturheimi, fór utan 18 ára.

Kveikjan var risastór fáni

„Fyrir um sex árum, þegar ég var stödd á Siglufirði um verslunarmannahelgi, rak ég upp stór augu þegar ég sá risavaxinn fána af Mjallhvíti, sem Valgeir Sigurðsson athafnamaður hér þá flaggaði, og síðar þessa sömu helgi hitti ég Jónas Ragnarsson sem sagði mér frá þessari skemmtilegu tengingu á milli Siglufjarðar og þessarar yndislegu persónu,“ segir Anna Hulda, þegar hún er spurð um aðdragandann að þessari áherslu á Mjallhvíti. „Frásögn hans heillaði mig og hefur ekki látið mig í friði síðan. Sjálf er ég Siglfirðingur í föðurætt og flutti hingað alkomin fyrir rúmum tveimur árum og hef mikið hugsað út í það af hverju við erum ekki að vekja athygli á þessu og af hverju við nýtum okkur ekki þetta sem aðdráttarafl eða segul fyrir ferðamenn, að eyrnamerkja Siglufjörð sem fæðingarbæ Mjallhvítar.

Eftir miklar vangaveltur og hugmyndavinnu, sem að mestu var búin að fara fram í höfðinu á mér, ákvað ég að fara með þetta lengra, vinna og útfæra hugmyndir mínar. Sú vinna er búin að vera einstaklega skemmtileg og á sama tíma krefjandi. Ég sótti um styrk hjá Uppbyggingarsjóði Eyþings og í fyrra fékk ég einn veglegan frá þeim, sem var mér mikil hvatning og án hans er ekkert víst að ég hafi haldið áfram og vinna með þessa fallegu sögu. Ég hef sótt brautargengisnámskeið hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem var mér hreint út sagt nauðsynlegt – að koma hugmynd í framkvæmd tekur á og í mörg horn að líta og því mikilvægt að geta sótt sér stuðning og ráðgjöf hjá fagfólki. Sérstaklega þegar hausinn á manni er stútfullur af frábærum hugmyndum, að manni finnst, þá verður maður að ná tökum á að skipuleggja sig og ná heildarsýn á það sem maður er að gera.“

Allt þetta ferli er búið að vera mikið ævintýri, segir Anna Hulda, en það sem hafi komið sér hvað mest á óvart sé hve fáir virðist hafa heyrt þessa íslensku sögu. „Eftir að hafa grennslast fyrir fann ég viðtal við Önnu Sigríði Garðarsdóttur, dóttur Kristínar Sölvadóttur, viðtalið tók Sindri Sindrason fyrir þáttinn Heimsókn. Ég setti mig í samband við Önnu Sigríði og er henni og hennar fólki ævinlega þakklát fyrir hlýjar og góðar móttökur.“

Við þetta má bæta að Jónas Ragnarsson rakti ítarlega þessi tengsl hinnar siglfirsku Kristínar og Walt Disney í Fréttablaði Siglfirðingafélagsins í október 2012 og Skapti Hallgrímsson aftur í Morgunblaðinu í janúar 2013.

Kjóllinn og garnið

„Það er mikilvægt að komast yfir þá spéhræðslu sem getur fylgt því að opinbera hugsanir og hugmyndir sínar en ég ákvað að taka þetta alla leið,“ segir Anna Hulda. Hún pantaði sér vandaðan kjól sem hún kveðst munu klæðast þegar hún komi fram og segi þessa sögu, og það gerði hún reyndar í sumar í Orlofsbúðum eldri borgara á Löngumýri í Skagafirði og á Norrænu strandmenningarhátíðinni sem haldin var á Siglufirði í byrjun júlí og vakti mikla lukku.

„Já, viðtökurnar hafa verið einstaklega góðar og framar öllum væntingum. Ég hef mjög gaman af því að segja söguna gestum og gangandi sem koma í búðina mína og það veitir mér mikla ánægju að sjá hvað allir hafa gaman af því að hlusta og fara vonandi aðeins fróðari frá Siglufirði en þeir komu. Við eigum að vera óhræddari við að leika okkur með skemmtilegar sögur eins og þessa. Hver hefur ekki gaman af góðri sögu sem tengir okkar litla Ísland við stærri heimsmynd?“

Anna Hulda er umboðsaðili á Íslandi fyrir garn frá svissneska framleiðandanum LANG YARNS. Vegna mikillar eftirspurnar ákvað hún að mæta þörfum viðskiptavina sinna með opnun vefverslunar, www.hjartabaejarins.is. Einnig er hún í leit að söluaðilum um allt land og gengur vel og allt stefnir í að fyrir áramót ættu prjónarar að geta nálgast garnið frá LANG í öllum landsfjórðungunum.

Hjarta bæjarins var stofnað í desember árið 2016. Hönnunar- og handverksvörurnar eru unnar af einstaklingum sem eiga rætur í Fjallabyggð og er Önnu sönn ánægja að segja frá því að yfir 40 einstaklingar eiga þar vörur. Með tíð og tíma munu þær einnig fást í vefversluninni.

Verslunin er við hliðina á bakaríinu við Aðalgötuna.

Innlent »

Jóladúkkur og 400 álfar á Dragavegi

08:18 „Mér finnst svo yndislegt að gleðja aðra og mér hlýnar um hjartarætur að sjá bros á vör og blik í augum barna og eldra fólks sem sumt hvert verður aftur börn þegar þau koma í álfa- og jólagarðinn minn. Þegar börnin ganga brosandi garðinn, tala við álfana og gera athugasemdir ef þeir eru ekki á sama stað og í fyrra þá er tilganginum náð.“ Meira »

Spá talsverðri úrkomu fyrir austan

08:13 Talsverðri rigningu er spáð á Suðausturlandi og Austfjörðum um helgina og vatnavöxtum í ám á svæðinu að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Jólamatur með DHL um allan heim

07:57 „Þegar pantanir um jólamat berast með tölvupósti erlendis frá og frá ættingjum á Íslandi þá veit ég að jólin eru að koma,“ segir Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Nóatúns. Meira »

Andlát: Þorsteinn Hjaltested bóndi á Vatnsenda

05:30 Þorsteinn Hjaltested, bóndi og fjárfestir á Vatnsenda við Elliðavatn, lést á heimili sínu aðfaranótt 12. desember síðastliðinn. Hann varð 58 gamall. Meira »

WOW air áfram íslenskt

05:30 WOW air mun áfram starfa á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis, að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur upplýsingafulltrúa félagsins. Á meðan svo er er ljóst að bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners getur aldrei orðið meirihlutaeigandi að félaginu. Meira »

SGS undirbýr aðgerðir

05:30 Kjaramálin voru helsta umræðuefni reglulegs formannafundar Starfsgreinasambandsins (SGS) í gær, að sögn Björns Snæbjörnssonar, formanns. Meira »

Líkaði við færslu Ágústs Ólafs

05:30 Guðrún Ögmundsdóttir, formaður trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar, líkaði við Facebook-færslu Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, þar sem hann greindi frá því að hann hefði ákveðið að taka sér launalaust leyfi eftir að hafa verið áminntur af trúnaðarnefndinni, með því að setja við hana hjarta. Meira »

Mynd af Árna amtmanni

05:30 Fulltrúar Minja og sögu sem er vinafélag Þjóðminjasafns Íslands munu í dag afhenda safninu að gjöf blýantsmynd af Árni Thorsteinssyni (1828-1907) landfógeta. Meira »

Jólaverslun fyrr á ferðinni

05:30 „Almennt er mjög gott hljóð í fólki enda gengur vel í verslun þegar kaupmáttur er sterkur. Ég get hins vegar ekki svarað því hvernig ástandið er í hverri verslun fyrir sig,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Meira »

Verslunarrýmið mun stóraukast

05:30 Tugir nýrra þjónustu- og veitingarýma munu koma á markað í Reykjavík á næstu árum. Hátt hlutfall þeirra verður á þéttingarreitum sem eru misjafnlega langt komnir í byggingu á Hverfisgötu, á Hafnartorgi, við Austurhöfn, við Höfðatorg og á Hlíðarendasvæðinu. Meira »

Báturinn fundinn og skipstjórinn handtekinn

00:11 Báturinn sem leitað var að á norðanverðum Vestfjörðum fyrr í kvöld er fundinn og kominn til hafnar. Ekkert amaði að þeim sem voru um borð, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni, sem aðstoðaði við leitina. Meira »

Tvær tilkynningar um eld nánast samtímis

Í gær, 23:48 Um hálftólfleytið bárust slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tvær tilkynningar um eld, annars vegar á Álfhólsvegi í Kópavogi og hins vegar í Veghúsum í Grafarvogi. Meira »

Leitað að báti á Vestfjörðum

Í gær, 22:44 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar a norðanverðum Vestfjörðum hafa verið kallaðar út til leitar að báti.  Meira »

Einn sannleikur gildir ekki fyrir alla

Í gær, 21:41 Nú gerir fólk meiri kröfur en áður um að náið samband veiti ákveðna hamingju og dýpt á tilfinningasviðinu. Því getur verið gott að fræðast sem mest um málið. Í nýútkominni bók, Það sem karlar vilja vita, geta karlar og konur fræðst um leyndarmál um samskipti kynjanna, sem bandarísku höfundarnir hafa kynnst á áratuga langri reynslu sinni sem sálfræðingar. Meira »

„Er bara svona snúningur á öllu“

Í gær, 21:06 Ökumaðurinn trylltur á vettvangi og réðist á þann sem hann ók á og sakaði hann um að vera að þvælast fyrir. Þetta er eitt þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í tísti um í kvöld. „Þetta er alveg eitthvað sem við höfum séð áður en þetta er ekki daglegt brauð,“ segir lögreglufulltrúi. Meira »

Brjálaðist við vegabréfaskoðun

Í gær, 20:26 Ölvaður karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld en hann hafði brjálast við vegabréfaskoðun. Hann veitti mótspyrnu þegar lögregla hafði afskipti af honum og var því handtekinn og færður á varðstofu. Meira »

Náði að kæla bílinn með snjó

Í gær, 20:10 Tilkynnt var um eld í bifreið fyrir utan verslun á Akureyri fyrir skömmu og fóru bæði lögregla og slökkvilið á staðinn. Búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang en ökumaður bílsins hafði orðið var við reyk í bílnum og náði að kæla niður með snjó áður en verr fór. Meira »

Syngjandi heimilislæknir

Í gær, 19:37 Jólatónleikar Kammerkórs Reykjavíkur, „Kátt er um jólin“, verða í Laugarneskirkju á sunnudag og verður Anna Kristín Þórhallsdóttir, sópran og sérfræðingur í heimilislækningum, gestasöngvari. Meira »

Vilja fá að veiða hvali við Noreg

Í gær, 18:56 Samtök útgerðarmanna í Norður-Noregi hafa farið þess á leit við stjórnvöld að leyfðar verði takmarkaðar vísindaveiðar á stórhvelum. Meira »
Múrverk
Múrverk...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRING/VORÖNN: ...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...