Þetta er búið að vera mikið ævintýri

Anna Hulda Júlíusdóttir í verslun sinni í hjarta Siglufjarðar. Þarna ...
Anna Hulda Júlíusdóttir í verslun sinni í hjarta Siglufjarðar. Þarna er m.a. á boðstólum garn auk handverks rúmlega 40 einstaklinga úr Fjallabyggð. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson

Anna Hulda Júlíusdóttir á og rekur verslunina Hjarta bæjarins á Siglufirði, ásamt tvíburasonum sínum. Þar er á boðstólum íslensk hönnun, garn, handverk og gjafavara.

Eitt af því sem vakið hefur sérstaka athygli þeirra sem leið eiga þar um, er að ýmislegt þar inni tengist hinni sögufrægu Mjallhvíti og þar á meðal kjóll í fullri stærð í einum sýningarglugganna, auk þess sem Anna Hulda hefur látið útbúa fyrir sig drykkjarkönnur úr leir með eigin teikningu af stúlkunni hugljúfu.

Mjallhvít er þjóðsagnapersóna sem þekkt er úr ævintýrum frá Mið-Evrópu. Sagan er til í mörgum og ólíkum útgáfum; þýskar innihalda t.a.m. dvergana sjö og spegil drottningar, albönsk útgáfa hefur fjörutíu dreka í stað dverganna og enn aðrar útgáfur hafa ræningja í þeirra stað. Kristín Sölvadóttir, sem fæddist í torfbæ á Siglufirði árið 1912, er sögð vera fyrirmyndin að þeirri sjónrænu útgáfu sem birtist í verkum Walt Disney á fjórða áratug 20. aldar. Teiknarinn var einnig Íslendingur, Karl Stefánsson, sem tekið hafði upp nafnið Charles Thorson; hann var fæddur í Winnipeg í Kanada, en foreldrar hans voru úr Biskupstungum. Kristín var fjögur ár í Vesturheimi, fór utan 18 ára.

Kveikjan var risastór fáni

„Fyrir um sex árum, þegar ég var stödd á Siglufirði um verslunarmannahelgi, rak ég upp stór augu þegar ég sá risavaxinn fána af Mjallhvíti, sem Valgeir Sigurðsson athafnamaður hér þá flaggaði, og síðar þessa sömu helgi hitti ég Jónas Ragnarsson sem sagði mér frá þessari skemmtilegu tengingu á milli Siglufjarðar og þessarar yndislegu persónu,“ segir Anna Hulda, þegar hún er spurð um aðdragandann að þessari áherslu á Mjallhvíti. „Frásögn hans heillaði mig og hefur ekki látið mig í friði síðan. Sjálf er ég Siglfirðingur í föðurætt og flutti hingað alkomin fyrir rúmum tveimur árum og hef mikið hugsað út í það af hverju við erum ekki að vekja athygli á þessu og af hverju við nýtum okkur ekki þetta sem aðdráttarafl eða segul fyrir ferðamenn, að eyrnamerkja Siglufjörð sem fæðingarbæ Mjallhvítar.

Eftir miklar vangaveltur og hugmyndavinnu, sem að mestu var búin að fara fram í höfðinu á mér, ákvað ég að fara með þetta lengra, vinna og útfæra hugmyndir mínar. Sú vinna er búin að vera einstaklega skemmtileg og á sama tíma krefjandi. Ég sótti um styrk hjá Uppbyggingarsjóði Eyþings og í fyrra fékk ég einn veglegan frá þeim, sem var mér mikil hvatning og án hans er ekkert víst að ég hafi haldið áfram og vinna með þessa fallegu sögu. Ég hef sótt brautargengisnámskeið hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem var mér hreint út sagt nauðsynlegt – að koma hugmynd í framkvæmd tekur á og í mörg horn að líta og því mikilvægt að geta sótt sér stuðning og ráðgjöf hjá fagfólki. Sérstaklega þegar hausinn á manni er stútfullur af frábærum hugmyndum, að manni finnst, þá verður maður að ná tökum á að skipuleggja sig og ná heildarsýn á það sem maður er að gera.“

Allt þetta ferli er búið að vera mikið ævintýri, segir Anna Hulda, en það sem hafi komið sér hvað mest á óvart sé hve fáir virðist hafa heyrt þessa íslensku sögu. „Eftir að hafa grennslast fyrir fann ég viðtal við Önnu Sigríði Garðarsdóttur, dóttur Kristínar Sölvadóttur, viðtalið tók Sindri Sindrason fyrir þáttinn Heimsókn. Ég setti mig í samband við Önnu Sigríði og er henni og hennar fólki ævinlega þakklát fyrir hlýjar og góðar móttökur.“

Við þetta má bæta að Jónas Ragnarsson rakti ítarlega þessi tengsl hinnar siglfirsku Kristínar og Walt Disney í Fréttablaði Siglfirðingafélagsins í október 2012 og Skapti Hallgrímsson aftur í Morgunblaðinu í janúar 2013.

Kjóllinn og garnið

„Það er mikilvægt að komast yfir þá spéhræðslu sem getur fylgt því að opinbera hugsanir og hugmyndir sínar en ég ákvað að taka þetta alla leið,“ segir Anna Hulda. Hún pantaði sér vandaðan kjól sem hún kveðst munu klæðast þegar hún komi fram og segi þessa sögu, og það gerði hún reyndar í sumar í Orlofsbúðum eldri borgara á Löngumýri í Skagafirði og á Norrænu strandmenningarhátíðinni sem haldin var á Siglufirði í byrjun júlí og vakti mikla lukku.

„Já, viðtökurnar hafa verið einstaklega góðar og framar öllum væntingum. Ég hef mjög gaman af því að segja söguna gestum og gangandi sem koma í búðina mína og það veitir mér mikla ánægju að sjá hvað allir hafa gaman af því að hlusta og fara vonandi aðeins fróðari frá Siglufirði en þeir komu. Við eigum að vera óhræddari við að leika okkur með skemmtilegar sögur eins og þessa. Hver hefur ekki gaman af góðri sögu sem tengir okkar litla Ísland við stærri heimsmynd?“

Anna Hulda er umboðsaðili á Íslandi fyrir garn frá svissneska framleiðandanum LANG YARNS. Vegna mikillar eftirspurnar ákvað hún að mæta þörfum viðskiptavina sinna með opnun vefverslunar, www.hjartabaejarins.is. Einnig er hún í leit að söluaðilum um allt land og gengur vel og allt stefnir í að fyrir áramót ættu prjónarar að geta nálgast garnið frá LANG í öllum landsfjórðungunum.

Hjarta bæjarins var stofnað í desember árið 2016. Hönnunar- og handverksvörurnar eru unnar af einstaklingum sem eiga rætur í Fjallabyggð og er Önnu sönn ánægja að segja frá því að yfir 40 einstaklingar eiga þar vörur. Með tíð og tíma munu þær einnig fást í vefversluninni.

Verslunin er við hliðina á bakaríinu við Aðalgötuna.

Innlent »

Kólnandi veður í kortunum

06:36 Útlit er fyrir kólnandi veður á föstudag en í dag verður hlýjast suðvestan til. Hlýtt verður í veðri sunnanlands á morgun í norðanátt og er talið að hitinn nái allt að átján gráðum þar sem hlýjast verður. Meira »

Gagnrýnir Skipulagsstofnun fyrir tafir

05:30 Elliði Vignisson, nýr sveitarstjóri Ölfuss, segir sveitarfélagið vera afar ósátt við þá töf sem orðið hefur á afgreiðslu Skipulagsstofnunar á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hveradalasvæðið. Meira »

Ágætis veðri spáð á Menningarnótt

05:30 Útlit er fyrir ágætis veður á Menningarnótt í Reykjavík á laugardaginn, að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Spáir nú færri nýjum störfum í ár

05:30 Vinnumálastofnun áætlar nú að 2.000 til 2.500 ný störf verði til í ár. Til samanburðar spáðu sérfræðingar stofnunarinnar í ársbyrjun að 2.500 til 3.000 ný störf yrðu til í ár. Meira »

Mannekla á frístundaheimilum

05:30 Einstæð móðir sem Morgunblaðið ræddi við er í miklum vandræðum vegna þess að sonur hennar fær ekki fulla vistun á frístundaheimili í Reykjavík í vetur. Meira »

Starf þjóðgarðsvarðar auglýst

05:30 Starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum hefur verið auglýst laust til umsóknar.  Meira »

Fjallahringurinn er fullkominn

Í gær, 22:30 Hjólafólk af ýmsu þjóðerni fór umhverfis Langjökul í WOW Glacier 360°. Stórbrotin náttúra og vinsæl keppni sem var haldin í þriðja sinn nú um helgina. Meira »

Eldsvoði á Flúðum

Í gær, 21:55 Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning rétt fyrir klukkan níu í kvöld um eldsvoða rétt við Flúðir en það kviknaði í pökkunarhúsi að Reykjaflöt á Flúðum. Meira »

Stefna á viðbyggingu með 20 golfhermum

Í gær, 21:50 Bæjarráð Garðabæjar tekur jákvætt í að veita Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) heimild til að hefja vinnu við viðbyggingu á golfsvæðinu við Vífilsstaði. Áætlað er að byggja viðbyggingu við núverandi íþróttamiðstöð GKG með 20 Trackman golfhermum, en áætluð stærð viðbyggingar er um 600-700 fermetrar. Meira »

Vildi hlaupa maraþon eftir hjartaáfall

Í gær, 21:25 „Með því að hlaupa til styrktar Hjartaheillum vil ég vekja athygli á að ýmislegt er hægt þó að menn fái hjartaáfall,“ segir Sigmundur Stefánsson. Hann hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Hjartaheilum, en sjálfur fékk hann hjartaáfall fyrir um 20 árum. Meira »

Hundrað nýir Landvættir í ár

Í gær, 20:55 „Það voru sjötíu manns sem bættust við eftir Jökulsárhlaupið. Aukningin var sérstaklega mikil í ár og svo var hún drjúg í fyrra líka,“ segir formaður Landvætta, Ingvar Þóroddsson. Til þess að verða Landvættur þarf viðkomandi að ljúka ólíkum þrekraunum í öllum fjórum landshlutum. Meira »

Segja frumvarp banna strætó á Kjalarnes

Í gær, 20:11 Fjölmargar umsagnir hafa borist á samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps til nýrra umferðarlaga. Meðal annars er lagt til að gangandi vegfarendur haldi sig til hægri á göngustígum og óttast Strætó að ef frumvarpið verði samþykkt verði ekki hægt að fara með hefðbundnum strætisvögnum á Kjalarnes. Meira »

Opna forgangsakrein á Ölfusárbrú

Í gær, 20:05 Framkvæmdir við Ölfusárbrú ganga samkvæmt áætlun. Sérstök forgangsakrein var opnuð í dag sem tryggir aðkomu lögreglu- og sjúkrabíla í neyð. Ekki hefur reynt á akreinina það sem af er kvöldi samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Halli Sigurðssyni, brúarsmiði og verkstjóra framkvæmdanna. Meira »

Ekkert vöfflukaffi hjá Degi í ár

Í gær, 19:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar ekki að halda vöfflukaffi fyrir gesti og gangandi á Menningarnótt í ár, eins og hann hefur gert síðastliðin tíu ár. Þennan tiltekna dag hefur fjölskyldan opnað heimili sitt fyrir almenningi og borgarstjórinn sjálfur staðið sveittur við vöfflujárnið, ásamt fleirum. Meira »

Tvær flugur í einu höggi

Í gær, 19:00 Ólafur Jóhannsson er einn þessara gleðigjafa sem sjá stöðugt ný og ný tækifæri til að létta fólki lund.  Meira »

Fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“

Í gær, 18:43 Framtíðarskipulag miðbæjarsvæðisins á Selfossi er í höndum íbúa Árborgar þegar þeir ganga til íbúakosninga á laugardaginn. Forseti bæjarstjórnar í Árborg segir að kosningarnar séu fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“ hér á landi þar sem niðurstaðan verður bindandi. Meira »

Þrjú hús við Lækjarfit rifin

Í gær, 17:40 Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt útboð á niðurrifi þriggja húsa við Lækjarfit 3, 5 og 7. Það stendur hins vegar ekki til að fara í stórfelldar framkvæmdir á svæðinu milli Ásgarðs og Hafnarfjarðarvegar, að sögn Eysteins Haraldssonar, bæjarverkfræðings Garðabæjar. Meira »

Innkalla sólþurrkaða tómata frá Coop

Í gær, 17:21 Samkaup, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, hefur innkallað sólþurrkaða tómata í krukku frá vörumerkinu Coop. Matvælastofnun (MAST) bárust upplýsingar frá neytanda um aðskotahlut, trúlega glerbrot, í krukku af sólþurrkuðum tómötum. Meira »

Uppgjör lúðrasveitanna nálgast

Í gær, 16:22 Litlu mátti muna að upp úr syði í Hljómskálagarðinum í dag þar sem þrjár lúðrasveitir voru mættar til að kynna sögulegt uppgjör á milli þeirra á laugardag. Sveitirnar þrjár eiga sér áratugalanga sögu og er ætlunin að útkljá ríginn þeirra á milli í eitt skipti fyrir öll. Meira »
Skápur til sölu.
Furuskápur hæð,2.m breidd 0,71meter. 9500.kr. uppl.8691204....
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...