Vara við lífshættulegu fitubrennsluefni

Breska matvælaeftirlitsstofnunin hefur varað við neyslu DNP.
Breska matvælaeftirlitsstofnunin hefur varað við neyslu DNP. Sverrir Vilhelmsson

Matvælastofnun varar við notkun á lífshættulega efninu 2,4-dínítrófenól, sem er selt sem fitubrennsluefni í megrunartilgangi.

Efnið hefur valdið að minnsta kosti 13 dauðsföllum í Bretlandi síðan 2015 og einu í Þýskalandi. Bresk yfirvöld upplýstu nýlega að efnið væri í aukinni umferð á netinu. Það er áhyggjuefni, segir í tilkynningunni frá MAST. 

Efnið 2,4-dínítrófenól, DNP, er mjög eitrað. Það örvar efnaskiptin í líkamanum og veldur því að hann brennir fitu. Það gerist hins vegar svo hratt að varminn sem framleiddur er getur dregið einstaklinga til dauða. Í upplýsingum frá MAST segir að enginn skammtur sé öruggur.

Það er óheimilt að flytja inn og markaðssetja efnið á Íslandi en ekki loku fyrir það skotið að íslenskir neytendur hafi keypt vörur sem innihalda það, enda til sölu á netinu.

Matvælastofnun beinir því til neytenda að forðast efnið og hafi fólk tekið það inn, að leita beint til læknis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert