Aukin sala snjallúra

Snjallúr.
Snjallúr.

Vöxtur í sölu snjall- og heilsuúra hefur verið mikill undanfarin ár, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt bráðabirgðaáliti Tollstjóra, voru flutt inn 6.503 snjall- og heilsuúr til landsins á fyrri helmingi ársins, það nemur um 220% aukningu frá árinu 2016.

Ríkarður Sigmundsson, framkvæmdastjóri Garmin-búðarinnar, segir mikla sprengingu í sölu tækjanna undanfarin ár og í fyrra hafi hann séð merki um að sala dýrari úra væri að aukast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert