Ekið á barn á Selfossi

Ekið var á níu ára gamalt barn í hádeginu.
Ekið var á níu ára gamalt barn í hádeginu. mbl.is/Hjörtur

Níu ára gamalt barn var flutt á bráðamóttöku Landspítalans eftir að ekið var á það til móts við Mjólkursamsöluna á Selfossi í hádeginu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi var sjúkraflutningafólk og lögregla kallað á vettvang í hádeginu eftir að ekið hafði verið á gangandi vegfaranda.

Barnið er með áverka í andliti en ekkert er vitað um líðan þess að öðru leyti.

mbl.is