Fann fyrir miklum samstarfsvilja

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. mbl.is/Arnþór

„Ég er mjög ánægð með fundinn. Það var virkilega vel mætt og umræðurnar voru mjög hreinskiptar og gagnlegar,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.

Aukafundur velferðarráðs var haldinn í dag þar sem ræddur var sá vandi sem blasir við í málefnum heimilislausra í borginni.

Hún segir að stærsta og mikilvægasta útkoma fundarins hafi verið samtalið sem átti sér stað.

Tvær tillögur meirihlutans samþykktar. Annars vegar að kaupa gistiheimili væri hægt að útbúa sem einstaklingsíbúðir, allt að 25 talsins, og hins vegar að koma á fót öðru neyðargistiskýli fyrir unga karlmenn.

„Ég fann fyrir miklum samstarfsvilja, bæði á meðal ríkisins og þeirra hagsmunaaðila sem eru að veita þessu fólki þjónustu,“ bætir hún við.

„Þetta var gott start á stefnumótum að fá öll sjónarmið upp á borðið.“

Hópur var mótaður til að móta framtíðarstefnu borgarinnar í þessum málaflokki og hefur hann störf í næstu viku.

Heiða Björg Hilmisdóttir.
Heiða Björg Hilmisdóttir. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert