Nýr þjónustukjarni fyrir fatlaða byggður á Selfossi

Selfoss þenst út og íbúum fjölgar stöðugt. Það kallar á …
Selfoss þenst út og íbúum fjölgar stöðugt. Það kallar á aukna þjónustu á öllum sviðum. mbl.is/Árni Sæberg

Stefnt er að byggingu sjö íbúða þjónustukjarna fyrir fatlaða á Selfossi. Yrði það fimmti þjónustukjarninn á þjónustusvæði byggðasamlagsins Bergrisa sem nær frá Ölfusi og austur að Lómagnúp.

Auk þess falla fjögur sjálfstæð heimili fyrir fatlaða undir starfsemi byggðasamlagsins. Liðlega 20 fatlaðir einstaklingar eiga heima á fjórum þjónustukjörnum á Suðurlandi en tveir þeirra eru á Selfossi, einn í Hveragerði og einn í Þorlákshöfn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, segir að brýn þörf sé á fjölgun. Nefnir hún að íbúum hafi fjölgað mjög á svæðinu, ekki síst á Selfossi. Meðal íbúa séu fatlaðir og aldraðir og það kalli á fjölgun rýma en langt síðan bætt var við búsetukostum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert