Samdráttur í ferðaþjónustu finnst víða um land

Bandaríkjamönnum fjölgaði um 27% í júlí frá sama mánuði í …
Bandaríkjamönnum fjölgaði um 27% í júlí frá sama mánuði í fyrra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Merki eru um samdrátt hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni, segir ferðamálastjóri. Heildarfjölgun ferðamanna sem fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll í júlí var 2,5%, en fjölgunin virðist ekki skila sér út á land. Því lengra sem farið er frá höfuðborgarsvæðinu, því meiri er samdrátturinn, að því er virðist.

„Menn eru að tala um lélegan maí. Auðvitað er það mismunandi eftir svæðum og fyrirtækjum en menn búast við að í sumar verði ferðamenn jafnmargir eða færri en í fyrra. Það er svona tónninn,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Menn leita í ódýrari gistingu. Síðan eru menn bara að versla frekar í matvörubúðum en á veitingastöðum,“ segir hún og bætir við: „Skýringin er sú að ferðamenn stoppa skemur á landinu og þá fara þeir síður út á land.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert