Sérregla gildir um dómaraembætti

Skipun dómara er gagnsæ.
Skipun dómara er gagnsæ. mbl.is/Golli

Sérstök regla veldur því að umsögn nefndar sem fjallar um hæfi umsækjenda í dómaraembætti er birt opinberlega, að sögn Hafliða Helgasonar, upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins.

Morgunblaðinu var nýverið synjað um aðgang að álitsgerð nefndar heilbrigðisráðherra sem mat hæfni umsækjenda um Embætti landlæknis.

Í svari velferðarráðuneytisins, sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti síðan, sagði að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna næði ekki til gagna í málum sem vörðuðu umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssamband að öðru leyti. Því væri ráðuneytinu hvorki heimilt að veita aðgang að niðurstöðum hæfninefndarinnar né upplýsingar um hvernig umsækjendur röðuðust samkvæmt mati nefndarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert