Strekkingsvindur síðdegis

Sólríkt verður á Norðausturlandi um hádegisbil í dag.
Sólríkt verður á Norðausturlandi um hádegisbil í dag. Skjáskot/Veðustofa Íslands

Skil nálgast landið úr vestri og mun hvessa smám saman úr suðaustri suðvestan til á landinu með strekkingsvindi síðdegis í dag og jafnvel rigningu við suðvesturströndina í kvöld og hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi. Hins vegar verður rólegra veður annars staðar og bjart með köflum en líkur á síðdegisskúrum norðaustan til. Hiti víða 10 til 18 stig.

Veðurvefur mbl.is

Svipað veður verður á morgun en lægir við Snæfellsnes þegar kemur fram á morgundaginn en úrkomumeira suðvestan- og sunnanlands annað kvöld.

Austlægari á sunnudag og mánudag og rigning suðaustanlands, en annars úrkomulítið, milt og bjart með köflum fyrir norðan.

„Síðan er útlit fyrir vætusamt veður um land allt því allvíðáttumikil lægð ætlar að ganga yfir landið um miðja næstu viku og fylgir henni nokkuð svalara loft,“ skrifar veðurfræðingur Veðurstofunnar í hugleiðingum sínum í morgun.

Eftirfarandi viðvörun er að finna á vef Veðurstofunnar: 

Suðaustan 13-20 m/s og hviður allt að 30 m/s á norðanverðu Snæfellsnesi í kvöld og fram eftir morgni á morgun. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert