Þurfa sjaldan að skerast í leikinn

Í um sex ár hefur Capt. „Irish“ starfað fyrir bandaríska ...
Í um sex ár hefur Capt. „Irish“ starfað fyrir bandaríska flugherinn. Hann segir vélina sína vera þá langbestu í flokknum og að vingjarnlegur metingur sé daglegt brauð. mbl.is/Árni Sæberg

Það var sannarlega tilkomumikil sjón að fylgjast með tíu F-15 orrustuþotum taka á loft á Keflavíkurflugvelli í vikunni. Þar var á ferðinni hluti af þeim bandarísku orrustuflugmönnum sem dvelja nú hérlendis við loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins en 274 liðsmenn bandaríska flughersins hafa dvalið á Íslandi í rúma viku.

Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins komu við og fengu leiðsögn um svæðið og spjölluðu við orrustuflugmenn og starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands um gang mála. 

„Bara æfingaskeyti“

Moggamenn hittu fyrir vingjarnlegan og brosmildan mann í einu af mörgum flugskýlum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þar sem hann stóð stoltur við hlið orrustuþotu sinnar.

Vegna reglna bandaríska flughersins gat hann ekki sagt til nafns en kallmerki hans er „Irish“. Hann hefur verið virkur orrustuflugmaður í bandaríska flughernum frá árinu 2012.

F-15 þotan fór fyrst á teikniborðið 1967 og eru vélar ...
F-15 þotan fór fyrst á teikniborðið 1967 og eru vélar frá árunum 1976 enn í notkun hjá Bandaríkjamönnum. mbl.is/Árni Sæberg

„Veðrið hefur ekki verið of mikið til trafala. Þetta er ekki ósvipað breskum haustdögum svo við erum nokkuð vanir þessu,“ sagði Irish um aðstæður til flugs á Íslandi meðan hann rölti kringum flugvélina. Flotadeildin hans, 493. leiðangurs- og bardagaflokkur, er alla jafna með heimastöð í Bretlandi.

Irish hafði farið í tvær eftirlitsflugferðir síðan hann kom til landsins en fékk á þriðjudaginn frí frá flugi og var þess í stað úthlutað það verkefni að spjalla við áhugasaman blaðamann Morgunblaðsins.

„Þetta hefur bara gengið mjög vel. Hún flýgur frábærlega,“ sagði Irish og bætti kíminn við að vélin sín væri sú besta í flokknum.

Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum eru orrustuþoturnar búnar öflugum vopnum en spurður um þau svaraði Irish: „Þetta eru nú bara æfingaskot. Þetta eru ekki alvöruflugskeyti.“

Hann sagði vélarnar að mestu vera notaðar í friðsamlega loftrýmisgæslu eins og þeir sinna núna hér við land og bætti við: „Það er t.d. þegar flugvélar villast af leið eða fara inn á svæði sem þær eiga ekki að vera á. Þá þurfum við að skerast í leikinn en vélin getur t.a.m. hafa misst samband við stjórnstöðina sína. Þá getum við aðstoðað hana við að komast örugglega aftur inn á rétta braut.“

Á meðan bandarísku þoturnar undirbjuggu flugtak lentu á vellinum margar ...
Á meðan bandarísku þoturnar undirbjuggu flugtak lentu á vellinum margar farþegavélar, til að mynda þessi vél frá Air Canada. mbl.is/Árni Sæberg

Hann sagði tilfelli þar sem hann og samverkamenn hans þurfi að skerast í leikinn vera sjaldgæf en benti á mikilvægi undirbúnings og æfinga. 

Mikilvægt að halda hópinn

Eins og áður segir eru bandarísku vélarnar sem nú eru staddar hérlendis þrettán talsins, sem þykir töluvert, en sem dæmi má nefna að flugsveit Dana hafði með sér fjórar F-16 orrustuþotur þegar hún sinnti loftrýmisgæslu hér í vor.

„Við höfum stundum verið sex og sex en það er miklu betra að skipta ekki upp deildinni,“ sagði Irish spurður um þetta og lýsti mikilvægi þess að flokkurinn stundaði æfingar sínar sem heild.

„Okkar aðalverkefni er að sjálfsögðu NATO-verkefnið,“ sagði Irish en bætti við að æfingar innan landa Atlantshafsbandalagsins væru einnig mikilvægar.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 9. ágúst.

Flugmaður og einn af mörgum kátum flugvirkjum á svæðinu undirbúa ...
Flugmaður og einn af mörgum kátum flugvirkjum á svæðinu undirbúa flugtak á þriðjudagsmorgun. mbl.is/Árni Sæberg

Innlent »

Tveggja herbergja íbúðir á 14-16 milljónir

19:29 Fyrirtækið Pró hús ehf. ætlar að byggja 15 íbúða fjölbýlishús í Þorlákshöfn að Sambyggð 14a. Framkvæmdir hefjast í apríl og stefnt er á að afhenda íbúðirnar í júlí/ágúst 2019. Í fréttatilkynningu kemur fram að íbúðirnar verði ódýrar. Meira »

Þrjóskur með sterkan lífsvilja

19:20 Það hlýtur að vera sterkur lífsvilji, þrjóska eða þá að það er seigt í mér, ég veit það ekki,“ segir Tryggvi Ingólfsson, 69 ára gamall Rangæingur. Meira »

100 milljóna uppgröftur á eigin kostnað

18:52 Eigandi lóðar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ hefur krafist þess að bæjaryfirvöld og Minjastofnun Íslands hefji uppgröft eftir fornleifum á lóðinni hið fyrsta á þeirra kostnað. Einnig krefst hann þess að Mosfellsbær og Minjastofnun viðurkenni bótaskyldu vegna tjóns. Meira »

Álagningin lækkar á kjörtímabilinu

18:34 Ákvæði laga kveða skýrt á um heimild og fyrirkomulag álagningar fasteignaskatta og hvernig reikna skuli stofn álagningar fasteignagjalda, samkvæmt umsögn fjármálastjóra og borgarlögmanns Reykjavíkurborgar um erindi Félags atvinnurekenda (FA) til borgarinnar. Meira »

Veikburða og óskilvirkt eftirlit

18:25 „Á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem Ríkisendurskoðun aflaði er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla […] er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri,“ er meðal þess sem kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fiskistofu. Meira »

Fá sömu móttöku við komuna til landsins

17:58 Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, þess efnis að ekki skipti lengur máli hvort flóttafólk komi hingað til lands sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða í boði stjórnvalda. Móttökur yfirvalda verða þær sömu. Meira »

Sindri skipulagði innbrotin frá A-Ö

17:35 Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í gagnaversmálinu er sú að Sindri Þór Stefánsson hafi verið höfuðpaurinn og skipulagt öll innbrotin. Hann hafi fengið aðra ákærða til liðs við sig vegna málsins en ákæruvaldið telur að skýringar Sindra, þess efnis að einhver erlendur fjárfestir sem hann óttist hafi lagt á ráðin með honum um „að ræna þetta lið“, sé fjarstæða og uppspuni. Meira »

Tölvupóstum vegna braggamálsins var eytt

17:13 Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar staðfestir að tölvupóstum í tengslum við braggamálið hafi verið eytt en að það beri að varast að túlka það svo að tölvupóstum hafi verið eytt í annarlegum tilgangi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, sem dagsett er í dag. Meira »

Tæpri 61 milljón úthlutað í styrki

16:51 Úthlutun styrkja menningar, íþrótta- og tómstundaráðs og útnefning Listhóps Reykjavíkur 2019 fór fram í Iðnó í dag. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hafði 60.888.000 kr. til úthlutunar til styrkja á sviði menningarmála árið 2019 og veitti vilyrði fyrir 75 styrkjum og samstarfssamningum fyrir þá upphæð. En fyrir eru 23 hópar með eldri samninga í gildi. Meira »

Ekki vitað hve margir fá endurgreitt

16:39 Enn er ekki ljóst hversu margir gætu átt rétt á leiðréttingu greiðslna frá Tryggingastofnun vegna ágalla í útreikningi örorkulífeyris þeirra sem hafa búið hluta ævinnar erlendis. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, segir í samtali við mbl.is þetta meðal þess sem kom fram á fundi nefndarinnar. Meira »

Málskotsbeiðni lögreglumanns hafnað

16:19 Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni lögreglumannsins Jens Gunnarssonar, sem var dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Landsrétti í lok nóvember. Landsréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl 2017. Meira »

Lögreglan lýsir eftir Toyota Corolla

15:53 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir rauðri Toyota Corolla með skráningarnúmerið NN568, árgerð 2003, sem var stolið á Rauðarárstíg í Reykjavík síðdegis í gær. Meira »

Innbrotum á heimili fjölgar

15:21 Brotist var inn á 67 heimili í desember sem er talsverð fjölgun ef miðað er við fjölda síðustu sex og tólf mánaða. Þá hefur innbrotatilkynningum fjölgað en alls bárust 123 tilkynningar vegna innbrota. Þetta er meðal þess sem kemur fram í afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir desembermánuð 2018. Meira »

Mega nú styrkja flokka um 550 þúsund

15:20 Ríkisendurskoðun hefur gefið út leiðbeiningar vegna breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka, frambjóðenda og upplýsingaskyldu þeirra sem samþykkt voru 21. desember síðastliðinn og tóku gildi um áramótin. Meira »

Segja frá áreitni á vinnustöðum

15:02 „Hvað þarf að gerast svo hér ríki vinnufriður?“ Þetta er spurning sem félagið Ungar athafnakonur (UAK) ætlar að leita svara við á samstöðufundi í kvöld þar sem rætt verður um afleiðingar og eftirfylgni vegna áreitis á vinnustað. Meira »

Sindri Þór í 4 og hálfs árs fangelsi

14:51 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sindra Þór Stefánsson í fjögurra og hálfs árs fangelsi í gagnaversmálinu svokallaða.  Meira »

Vegagerðin kynni hugmyndir um Hringbraut

14:42 Umferðaröryggi Hringbrautar í Reykjavík verður til umræðu á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í dag klukkan fjögur. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir í samtali við mbl.is að hún hafi beðið um fundinn vegna bílslyss þar sem ekið var á barn fyrir nokkrum dögum. Meira »

Bílaleigubílum fjölgaði um 196%

14:17 Skráðum bílaleigubílum í umferð heldur áfram að fjölga, en hægir verulega á fjölgun þeirra milli ára samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Þá fjölgaði slíkum bifreiðum úr 7.280 í janúar 2013 í 21.544 í janúar 2019 og hefur verið meiri hlutfallsleg fjölgun yfir vetrartímann. Meira »

Að segja „ég er nóg“ dugi ekki

13:44 „Heilbrigðisstarfsmönnum ber siðferðisleg skylda til að benda á það þegar opinber umræða er á villigötum, þegar hætta er á að umræða um heilsu fólks sé líklegri til að skaða en hjálpa,“ segir í færslu á Facebook-síðu Sálfræðingafélags Íslands. Meira »
Til leigu
Herbergi, stofa og svefniherbergi ásamt snyrtingu til leigu í Austurbæ Kópavogs....
Baðtæki til sölu
Til sölu nýleg baðtæki, lítið notuð. Baðskápur með handlaug og blöndunartæki 10....
4ra herbergja íbúð til leigu á Dunhaga
4ra herbergja íbúð til leigu á Dunhaga 17 við Háskólabíó. Upplýsingar í síma 892...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...