Þurfa sjaldan að skerast í leikinn

Í um sex ár hefur Capt. „Irish“ starfað fyrir bandaríska ...
Í um sex ár hefur Capt. „Irish“ starfað fyrir bandaríska flugherinn. Hann segir vélina sína vera þá langbestu í flokknum og að vingjarnlegur metingur sé daglegt brauð. mbl.is/Árni Sæberg

Það var sannarlega tilkomumikil sjón að fylgjast með tíu F-15 orrustuþotum taka á loft á Keflavíkurflugvelli í vikunni. Þar var á ferðinni hluti af þeim bandarísku orrustuflugmönnum sem dvelja nú hérlendis við loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins en 274 liðsmenn bandaríska flughersins hafa dvalið á Íslandi í rúma viku.

Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins komu við og fengu leiðsögn um svæðið og spjölluðu við orrustuflugmenn og starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands um gang mála. 

„Bara æfingaskeyti“

Moggamenn hittu fyrir vingjarnlegan og brosmildan mann í einu af mörgum flugskýlum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þar sem hann stóð stoltur við hlið orrustuþotu sinnar.

Vegna reglna bandaríska flughersins gat hann ekki sagt til nafns en kallmerki hans er „Irish“. Hann hefur verið virkur orrustuflugmaður í bandaríska flughernum frá árinu 2012.

F-15 þotan fór fyrst á teikniborðið 1967 og eru vélar ...
F-15 þotan fór fyrst á teikniborðið 1967 og eru vélar frá árunum 1976 enn í notkun hjá Bandaríkjamönnum. mbl.is/Árni Sæberg

„Veðrið hefur ekki verið of mikið til trafala. Þetta er ekki ósvipað breskum haustdögum svo við erum nokkuð vanir þessu,“ sagði Irish um aðstæður til flugs á Íslandi meðan hann rölti kringum flugvélina. Flotadeildin hans, 493. leiðangurs- og bardagaflokkur, er alla jafna með heimastöð í Bretlandi.

Irish hafði farið í tvær eftirlitsflugferðir síðan hann kom til landsins en fékk á þriðjudaginn frí frá flugi og var þess í stað úthlutað það verkefni að spjalla við áhugasaman blaðamann Morgunblaðsins.

„Þetta hefur bara gengið mjög vel. Hún flýgur frábærlega,“ sagði Irish og bætti kíminn við að vélin sín væri sú besta í flokknum.

Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum eru orrustuþoturnar búnar öflugum vopnum en spurður um þau svaraði Irish: „Þetta eru nú bara æfingaskot. Þetta eru ekki alvöruflugskeyti.“

Hann sagði vélarnar að mestu vera notaðar í friðsamlega loftrýmisgæslu eins og þeir sinna núna hér við land og bætti við: „Það er t.d. þegar flugvélar villast af leið eða fara inn á svæði sem þær eiga ekki að vera á. Þá þurfum við að skerast í leikinn en vélin getur t.a.m. hafa misst samband við stjórnstöðina sína. Þá getum við aðstoðað hana við að komast örugglega aftur inn á rétta braut.“

Á meðan bandarísku þoturnar undirbjuggu flugtak lentu á vellinum margar ...
Á meðan bandarísku þoturnar undirbjuggu flugtak lentu á vellinum margar farþegavélar, til að mynda þessi vél frá Air Canada. mbl.is/Árni Sæberg

Hann sagði tilfelli þar sem hann og samverkamenn hans þurfi að skerast í leikinn vera sjaldgæf en benti á mikilvægi undirbúnings og æfinga. 

Mikilvægt að halda hópinn

Eins og áður segir eru bandarísku vélarnar sem nú eru staddar hérlendis þrettán talsins, sem þykir töluvert, en sem dæmi má nefna að flugsveit Dana hafði með sér fjórar F-16 orrustuþotur þegar hún sinnti loftrýmisgæslu hér í vor.

„Við höfum stundum verið sex og sex en það er miklu betra að skipta ekki upp deildinni,“ sagði Irish spurður um þetta og lýsti mikilvægi þess að flokkurinn stundaði æfingar sínar sem heild.

„Okkar aðalverkefni er að sjálfsögðu NATO-verkefnið,“ sagði Irish en bætti við að æfingar innan landa Atlantshafsbandalagsins væru einnig mikilvægar.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 9. ágúst.

Flugmaður og einn af mörgum kátum flugvirkjum á svæðinu undirbúa ...
Flugmaður og einn af mörgum kátum flugvirkjum á svæðinu undirbúa flugtak á þriðjudagsmorgun. mbl.is/Árni Sæberg

Innlent »

Lögreglan varar við hálku

07:44 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar vegfarendur við hálku sem er víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu. Hún getur verið sérstaklega varasöm víða á göngustígum og bifreiðastæðum. Meira »

Flestar tegundir úrkomu í boði

06:52 Veður næstu tveggja sólarhringja verður ansi breytilegt og búast má við að flestar úrkomutegundir sem í boði eru komi við sögu. Í dag er gert ráð fyrir éljum ansi víða en við suður- og suðvesturströndina verður úrkoman frekar skúrakennd, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Fimm lögreglumál á einni skemmtun

06:32 Fimm mál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt í tengslum við skemmtanahald í Árbænum. Um var að ræða líkamsárásir og ölvun. Öll atvikin áttu sér stað á sömu skemmtuninni. Meira »

Árið 2019 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

05:30 „Ég er sannfærður um að árið 2019 verður stærra en 2018 í komum ferðamanna til landsins. Reksturinn á eftir að ganga vel í ár,“ segir Þórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR Hótela. Meira »

Gróðurhvelfingar rísi í Elliðaárdal

05:30 Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst nýtt deiliskipulag fyrir þróunarsvæðið Stekkjarbakki Þ73. Hugmyndir eru um gróðurhvelfingar. Skilmálar eiga að tryggja að ljósmengun frá starfsemi á svæðinu verði innan marka. Meira »

Lítið um norðurljós í vetur

05:30 Ferðaþjónustufyrirtæki hafa orðið að fella niður fjölda norðurljósaferða í vetur eða þá að ferðir hafa reynst árangurslitlar þegar horft er til himins að kvöldlagi. Meira »

Borgin greiðir Ástráði 3 milljónir

05:30 Reykjavíkurborg og hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson hafa komist að samkomulagi um að Reykjavíkurborg greiði Ástráði þrjár milljónir króna eftir að borgin braut jafnréttislög við skipun borgarlögmanns. Meira »

Athugull gaffall og snjall diskur

Í gær, 22:49 Eldhúsið eins og við þekkjum það í dag verður hugsanlega safngripur eftir einhver ár. Það verður ekki lengur fyrst og fremst herbergið þar sem við eldum matinn, heldur stjórnstöð þar sem við gefum tækjum og áhöldum skipanir. Meira »

Forsætisráðherra heimsótti Hæstarétt

Í gær, 21:35 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra heimsótti Hæstarétt í dag og kynnti sér starfsemi réttarins. Er þetta í fyrsta skipti sem forsætisráðherra heimsækir réttinn í þessum tilgangi. Meira »

Fjölskyldur frændanna tengjast á ný

Í gær, 21:19 Ráðning Vilhelms Más Þorsteinssonar í starf forstjóra Eimskips, sem tilkynnt var um í gær, þýðir að fjölskyldur náfrændanna Þorsteins Más Baldvinssonar hjá Samherja og Þorsteins Vilhelmssonar, athafnamanns og föður nýs forstjóra, tengjast á ný á viðskiptasviðinu. Meira »

Þreyttir á bið eftir áhættumati

Í gær, 20:56 Hundaræktarfélag Íslands krefur Kristján Þór Júlíusson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, um svör vegna frestunar á birtingu nýs áhættumats á innflutningi gæludýra til Íslands. Upphaflega var gert ráð fyrir að áhættumatið yrði tilbúið í apríl 2018, en matið hefur enn ekki litið dagsins ljós. Meira »

Vilja lækka hámarkshraða við Hringbraut

Í gær, 20:44 Skoðað verður að lækka hámarkshraða við Hringbraut úr 50 km/klst. niður í 40 km/klst., bæta lýsingu við gangbrautir og bæta stýringu umferðarljósa. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar komu með á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

„Hefði getað farið illa“

Í gær, 20:19 Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fékk á þriðjudaginn útkall um að vélsleðamaður hefði fallið í gegnum vök. Nokkrum mínútum síðar var útkallið afturkallað eftir að maðurinn komst upp af sjálfsdáðum. Síðar um daginn tóku tíu liðsmenn sveitarinnar þátt í að draga vélsleðann upp. Meira »

Draumurinn að fylgja strákunum alla leið

Í gær, 20:19 „Þetta er æðislegt móment,“ sagði Benja­mín Hall­björns­son, betur þekktur sem Benni Bongó, syngjandi sæll og glaður þegar blaðamaður mbl.is náði tali af honum símleiðis eftir sigurinn gegn Makedóníu. „Þetta var geggjuð upplifun og frábær stemning og gaman að sjá liðið svona vel peppað.“ Meira »

Tveggja herbergja íbúðir á 14-16 milljónir

Í gær, 19:29 Fyrirtækið Pró hús ehf. ætlar að byggja 15 íbúða fjölbýlishús í Þorlákshöfn að Sambyggð 14a. Framkvæmdir hefjast í apríl og stefnt er á að afhenda íbúðirnar í júlí/ágúst 2019. Í fréttatilkynningu kemur fram að íbúðirnar verði ódýrar. Meira »

Þrjóskur með sterkan lífsvilja

Í gær, 19:20 Það hlýtur að vera sterkur lífsvilji, þrjóska eða þá að það er seigt í mér, ég veit það ekki,“ segir Tryggvi Ingólfsson, 69 ára gamall Rangæingur. Meira »

100 milljóna uppgröftur á eigin kostnað

Í gær, 18:52 Eigandi lóðar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ hefur krafist þess að bæjaryfirvöld og Minjastofnun Íslands hefji uppgröft eftir fornleifum á lóðinni hið fyrsta á þeirra kostnað. Einnig krefst hann þess að Mosfellsbær og Minjastofnun viðurkenni bótaskyldu vegna tjóns. Meira »

Álagningin lækkar á kjörtímabilinu

Í gær, 18:34 Ákvæði laga kveða skýrt á um heimild og fyrirkomulag álagningar fasteignaskatta og hvernig reikna skuli stofn álagningar fasteignagjalda, samkvæmt umsögn fjármálastjóra og borgarlögmanns Reykjavíkurborgar um erindi Félags atvinnurekenda (FA) til borgarinnar. Meira »

Veikburða og óskilvirkt eftirlit

Í gær, 18:25 „Á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem Ríkisendurskoðun aflaði er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla […] er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri,“ er meðal þess sem kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fiskistofu. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRING/VORÖNN: ...
Sjónvarpsskeinkur úr eik
Til sölu vel með farinn sjónvarpsskeinkur úr eik. L:240, D:58, H:53 Verð 20 þús....
Vantar Trampólín
Viltu lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill... upp. 8986033...
Eyjasol íbúðir og sumarhús.....
Fallegar 2- 3ja herb. íbúðir fyrir ferðafólk og íslendinga á faraldsfæti. Allt ...