Þurfa sjaldan að skerast í leikinn

Í um sex ár hefur Capt. „Irish“ starfað fyrir bandaríska ...
Í um sex ár hefur Capt. „Irish“ starfað fyrir bandaríska flugherinn. Hann segir vélina sína vera þá langbestu í flokknum og að vingjarnlegur metingur sé daglegt brauð. mbl.is/Árni Sæberg

Það var sannarlega tilkomumikil sjón að fylgjast með tíu F-15 orrustuþotum taka á loft á Keflavíkurflugvelli í vikunni. Þar var á ferðinni hluti af þeim bandarísku orrustuflugmönnum sem dvelja nú hérlendis við loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins en 274 liðsmenn bandaríska flughersins hafa dvalið á Íslandi í rúma viku.

Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins komu við og fengu leiðsögn um svæðið og spjölluðu við orrustuflugmenn og starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands um gang mála. 

„Bara æfingaskeyti“

Moggamenn hittu fyrir vingjarnlegan og brosmildan mann í einu af mörgum flugskýlum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þar sem hann stóð stoltur við hlið orrustuþotu sinnar.

Vegna reglna bandaríska flughersins gat hann ekki sagt til nafns en kallmerki hans er „Irish“. Hann hefur verið virkur orrustuflugmaður í bandaríska flughernum frá árinu 2012.

F-15 þotan fór fyrst á teikniborðið 1967 og eru vélar ...
F-15 þotan fór fyrst á teikniborðið 1967 og eru vélar frá árunum 1976 enn í notkun hjá Bandaríkjamönnum. mbl.is/Árni Sæberg

„Veðrið hefur ekki verið of mikið til trafala. Þetta er ekki ósvipað breskum haustdögum svo við erum nokkuð vanir þessu,“ sagði Irish um aðstæður til flugs á Íslandi meðan hann rölti kringum flugvélina. Flotadeildin hans, 493. leiðangurs- og bardagaflokkur, er alla jafna með heimastöð í Bretlandi.

Irish hafði farið í tvær eftirlitsflugferðir síðan hann kom til landsins en fékk á þriðjudaginn frí frá flugi og var þess í stað úthlutað það verkefni að spjalla við áhugasaman blaðamann Morgunblaðsins.

„Þetta hefur bara gengið mjög vel. Hún flýgur frábærlega,“ sagði Irish og bætti kíminn við að vélin sín væri sú besta í flokknum.

Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum eru orrustuþoturnar búnar öflugum vopnum en spurður um þau svaraði Irish: „Þetta eru nú bara æfingaskot. Þetta eru ekki alvöruflugskeyti.“

Hann sagði vélarnar að mestu vera notaðar í friðsamlega loftrýmisgæslu eins og þeir sinna núna hér við land og bætti við: „Það er t.d. þegar flugvélar villast af leið eða fara inn á svæði sem þær eiga ekki að vera á. Þá þurfum við að skerast í leikinn en vélin getur t.a.m. hafa misst samband við stjórnstöðina sína. Þá getum við aðstoðað hana við að komast örugglega aftur inn á rétta braut.“

Á meðan bandarísku þoturnar undirbjuggu flugtak lentu á vellinum margar ...
Á meðan bandarísku þoturnar undirbjuggu flugtak lentu á vellinum margar farþegavélar, til að mynda þessi vél frá Air Canada. mbl.is/Árni Sæberg

Hann sagði tilfelli þar sem hann og samverkamenn hans þurfi að skerast í leikinn vera sjaldgæf en benti á mikilvægi undirbúnings og æfinga. 

Mikilvægt að halda hópinn

Eins og áður segir eru bandarísku vélarnar sem nú eru staddar hérlendis þrettán talsins, sem þykir töluvert, en sem dæmi má nefna að flugsveit Dana hafði með sér fjórar F-16 orrustuþotur þegar hún sinnti loftrýmisgæslu hér í vor.

„Við höfum stundum verið sex og sex en það er miklu betra að skipta ekki upp deildinni,“ sagði Irish spurður um þetta og lýsti mikilvægi þess að flokkurinn stundaði æfingar sínar sem heild.

„Okkar aðalverkefni er að sjálfsögðu NATO-verkefnið,“ sagði Irish en bætti við að æfingar innan landa Atlantshafsbandalagsins væru einnig mikilvægar.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 9. ágúst.

Flugmaður og einn af mörgum kátum flugvirkjum á svæðinu undirbúa ...
Flugmaður og einn af mörgum kátum flugvirkjum á svæðinu undirbúa flugtak á þriðjudagsmorgun. mbl.is/Árni Sæberg

Innlent »

Gagnrýnir Skipulagsstofnun fyrir tafir

05:30 Elliði Vignisson, nýr sveitarstjóri Ölfuss, segir sveitarfélagið vera afar ósátt við þá töf sem orðið hefur á afgreiðslu Skipulagsstofnunar á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hveradalasvæðið. Meira »

Ágætis veðri spáð á Menningarnótt

05:30 Útlit er fyrir ágætis veður á Menningarnótt í Reykjavík á laugardaginn, að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Spáir nú færri nýjum störfum í ár

05:30 Vinnumálastofnun áætlar nú að 2.000 til 2.500 ný störf verði til í ár. Til samanburðar spáðu sérfræðingar stofnunarinnar í ársbyrjun að 2.500 til 3.000 ný störf yrðu til í ár. Meira »

Mannekla á frístundaheimilum

05:30 Einstæð móðir sem Morgunblaðið ræddi við er í miklum vandræðum vegna þess að sonur hennar fær ekki fulla vistun á frístundaheimili í Reykjavík í vetur. Meira »

Starf þjóðgarðsvarðar auglýst

05:30 Starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum hefur verið auglýst laust til umsóknar.  Meira »

Fjallahringurinn er fullkominn

Í gær, 22:30 Hjólafólk af ýmsu þjóðerni fór umhverfis Langjökul í WOW Glacier 360°. Stórbrotin náttúra og vinsæl keppni sem var haldin í þriðja sinn nú um helgina. Meira »

Eldsvoði á Flúðum

Í gær, 21:55 Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning rétt fyrir klukkan níu í kvöld um eldsvoða rétt við Flúðir en það kviknaði í pökkunarhúsi að Reykjaflöt á Flúðum. Meira »

Stefna á viðbyggingu með 20 golfhermum

Í gær, 21:50 Bæjarráð Garðabæjar tekur jákvætt í að veita Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) heimild til að hefja vinnu við viðbyggingu á golfsvæðinu við Vífilsstaði. Áætlað er að byggja viðbyggingu við núverandi íþróttamiðstöð GKG með 20 Trackman golfhermum, en áætluð stærð viðbyggingar er um 600-700 fermetrar. Meira »

Vildi hlaupa maraþon eftir hjartaáfall

Í gær, 21:25 „Með því að hlaupa til styrktar Hjartaheillum vil ég vekja athygli á að ýmislegt er hægt þó að menn fái hjartaáfall,“ segir Sigmundur Stefánsson. Hann hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Hjartaheilum, en sjálfur fékk hann hjartaáfall fyrir um 20 árum. Meira »

Hundrað nýir Landvættir í ár

Í gær, 20:55 „Það voru sjötíu manns sem bættust við eftir Jökulsárhlaupið. Aukningin var sérstaklega mikil í ár og svo var hún drjúg í fyrra líka,“ segir formaður Landvætta, Ingvar Þóroddsson. Til þess að verða Landvættur þarf viðkomandi að ljúka ólíkum þrekraunum í öllum fjórum landshlutum. Meira »

Segja frumvarp banna strætó á Kjalarnes

Í gær, 20:11 Fjölmargar umsagnir hafa borist á samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps til nýrra umferðarlaga. Meðal annars er lagt til að gangandi vegfarendur haldi sig til hægri á göngustígum og óttast Strætó að ef frumvarpið verði samþykkt verði ekki hægt að fara með hefðbundnum strætisvögnum á Kjalarnes. Meira »

Opna forgangsakrein á Ölfusárbrú

Í gær, 20:05 Framkvæmdir við Ölfusárbrú ganga samkvæmt áætlun. Sérstök forgangsakrein var opnuð í dag sem tryggir aðkomu lögreglu- og sjúkrabíla í neyð. Ekki hefur reynt á akreinina það sem af er kvöldi samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Halli Sigurðssyni, brúarsmiði og verkstjóra framkvæmdanna. Meira »

Ekkert vöfflukaffi hjá Degi í ár

Í gær, 19:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar ekki að halda vöfflukaffi fyrir gesti og gangandi á Menningarnótt í ár, eins og hann hefur gert síðastliðin tíu ár. Þennan tiltekna dag hefur fjölskyldan opnað heimili sitt fyrir almenningi og borgarstjórinn sjálfur staðið sveittur við vöfflujárnið, ásamt fleirum. Meira »

Tvær flugur í einu höggi

Í gær, 19:00 Ólafur Jóhannsson er einn þessara gleðigjafa sem sjá stöðugt ný og ný tækifæri til að létta fólki lund.  Meira »

Fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“

Í gær, 18:43 Framtíðarskipulag miðbæjarsvæðisins á Selfossi er í höndum íbúa Árborgar þegar þeir ganga til íbúakosninga á laugardaginn. Forseti bæjarstjórnar í Árborg segir að kosningarnar séu fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“ hér á landi þar sem niðurstaðan verður bindandi. Meira »

Þrjú hús við Lækjarfit rifin

Í gær, 17:40 Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt útboð á niðurrifi þriggja húsa við Lækjarfit 3, 5 og 7. Það stendur hins vegar ekki til að fara í stórfelldar framkvæmdir á svæðinu milli Ásgarðs og Hafnarfjarðarvegar, að sögn Eysteins Haraldssonar, bæjarverkfræðings Garðabæjar. Meira »

Innkalla sólþurrkaða tómata frá Coop

Í gær, 17:21 Samkaup, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, hefur innkallað sólþurrkaða tómata í krukku frá vörumerkinu Coop. Matvælastofnun (MAST) bárust upplýsingar frá neytanda um aðskotahlut, trúlega glerbrot, í krukku af sólþurrkuðum tómötum. Meira »

Uppgjör lúðrasveitanna nálgast

Í gær, 16:22 Litlu mátti muna að upp úr syði í Hljómskálagarðinum í dag þar sem þrjár lúðrasveitir voru mættar til að kynna sögulegt uppgjör á milli þeirra á laugardag. Sveitirnar þrjár eiga sér áratugalanga sögu og er ætlunin að útkljá ríginn þeirra á milli í eitt skipti fyrir öll. Meira »

Svamla um Kolgrafafjörð (myndband)

Í gær, 16:02 Sigurður Helgason tók drónamyndbönd af grindhvalatorfunni, sem var innlyksa í Kolgrafafirði um helgina, þar sem hún svamlar um fjörðinn og nær loks út á Breiðafjörð. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Ukulele
...
Vandað Skrifborð Til Sölu
Flott, vel með farið skrifborð. Keypt í Línunni 2007, sést ekkert á því. -Hillu...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...