Vann 2,5 milljónir í HHÍ

Miðaeigandinn fékk 500 þúsund krónur á trompmiða.
Miðaeigandinn fékk 500 þúsund krónur á trompmiða. mbl.is/Golli

Einn heppinn miðaeigandi fékk 2,5 milljónir króna í sinn hlut í útdrætti kvöldsins hjá Happdrætti Háskóla Íslands.

Miðaeigandinn fékk 500 þúsund krónur á trompmiða og fær því 2,5 milljónir í sinn hlut, að því er segir í tilkynningu.

Fimm miðaeigendur fengu eina milljón króna hver og tólf miðaeigendur hálfa milljón króna.

Alls fengu 3.333 miðaeigendur vinning í útdrætti kvöldsins og skipta þeir rúmum 95 milljónum króna á milli sín.

Milljónaveltan, sem var 60 milljónir króna í ágúst, gekk ekki út og verður því 70 milljónir króna í næsta mánuði sem getur komið í hlut eins heppins miðaeiganda.

mbl.is