Elti drauminn til Spánar

Reynir Hauksson og Jade Alejandra æfa atriði fyrir flamenco-sýningarnar í …
Reynir Hauksson og Jade Alejandra æfa atriði fyrir flamenco-sýningarnar í næstu viku. Tveir félagar þeirra eru væntanlegir frá Spáni. Þau æfa í Kramhúsinu þar sem Alejandra kennir flamenco-dans. mbl.is/​Hari

„Ég féll svo illa fyrir flamenco að ekki var annað að gera en að flytja til Spánar. Í þessari tónlist kristallast allt sem ég hef verið að læra og gera í tónlist hingað til.“

Þetta segir Reynir Hauksson gítarleikari sem stendur ásamt félögum sínum fyrir nokkrum flamenco-sýningum hér á landi.

Reynir lærði klassískan gítarleik í tónlistarskóla FÍH og einnig á rafgítar. Hann komst í kynni við flamenco í Noregi, af öllum stöðum! Hann fór að leggja flamenco fyrir sig fyrir tveimur árum og flutti til Granada í Andalúsíuhéraði þar sem hjarta flamenco-tónlistarinnar slær. „Mér leið eins og mér hafi alltaf líkað við flamenco þótt ég hafi ekki þekkt tónlistina og fannst eins og öll mín tónlistarástundun hafi leitt mig þangað,“ segir Reynir í Morgunblaðinu í dag.

Sjá viðtal við Reyni Hauksson í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert