Enn beðið niðurstöðu Skipulagsstofnunar

Forsvarsmenn Hveradala og sveitarfélagið Ölfus hafa lengi beðið niðurstöðu Skipulagsstofnunar.
Forsvarsmenn Hveradala og sveitarfélagið Ölfus hafa lengi beðið niðurstöðu Skipulagsstofnunar. mbl.is/Árni Sæberg

Afgreiðsla Skipulagsstofnunar á nýju deiliskipulagi fyrir Hveradalasvæðið hefur dregist úr hömlu, þrátt fyrir að sveitarfélagið Ölfus, hafi fyrir sitt leyti samþykkt tillögur að nýju deiliskipulagi fyrir mörgum mánuðum.

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær, að óæskilegur dráttur, svo mánuðum skiptir, hefði orðið á afgreiðslu málsins hjá stofnuninni, en nú eftir sumarfrí yrði verkefnið í algjörum forgangi hjá stofnuninni og von á niðurstöðu á allra næstu vikum.

Það er félagið Hveradalir ehf., þar sem Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri Hveradala, er í forsvari, sem yrði framkvæmdaaðili að uppbyggingu baðlóns og hótels á landi Skíðaskálans í Hveradölum, ef nýtt deiliskipulag verður samþykkt, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »