Framkvæmdir á Álfsnesi að hefjast

Urðunarstöð Sorpu á Álfsnesi.
Urðunarstöð Sorpu á Álfsnesi. mbl.is/Styrmir Kári

Sorpa og Ístak undirrituðu nýverið samning um byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar á Álfsnesi.

Með framkvæmdinni verður endurnýting á lífrænum úrgangi tryggð en jarðgerðarstöðin mun geta tekið til vinnslu allt að 36.000 tonn af heimilisúrgangi á ári.

Reykjavíkurborg úthlutaði Sorpu lóðina á Álfsnesi sem er um 85.000 fermetrar að stærð. Ráðgert er að gólfflötur stöðvarbyggingarinnar verði um 12.000 fermetrar en samningur um byggingu stöðvarinnar er stærsti einstaki samningur sem Sorpa hefur gert um nýframkvæmdir frá stofnun byggðasamlagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert