Gleðin við völd

Fjölmenni hefur safnast í miðborg Reykjavíkur þar sem árleg gleðiganga Hinsegin daga fer fram. Eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum hafa, venju samkvæmt, litirnir tekið öll völd sem og góða skapið.

Gangan lagði af stað frá Sæbraut við Hörpu klukkan tvö og er förinni heitið í Hljómskálagarð þar sem útitónleikar taka við. 

Gleðiganga Hinsegin daga 2018.
Gleðiganga Hinsegin daga 2018. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vegna göngunnar var nærliggjandi göt­um lokað kl. 10 og verður lokað til 18.00.

Gunn­laug­ur Bragi Björns­son, formaður Hinseg­in daga, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að það væri mik­ill metnaður í fólki og nokkr­ir stór­ir hóp­ar sem væru að taka þátt sam­an og fjöld­inn er svipaður og hef­ur verið.

„Hóp­arn­ir eru eitt­hvað ríf­lega 30 núna sem eru með form­lega þátt­töku í göng­unni en síðan eru auðvitað all­ir vel­komn­ir að koma og fylgj­ast með og slást í hóp­inn í lok göngu og þramma með okk­ur í Hljóm­skálag­arðinn,“ sagði Gunn­laug­ur. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is