Setja upp nýja göngupalla við Dettifoss

Gálgar halda göngupöllunum uppi uns varanlegar undirstöður koma.
Gálgar halda göngupöllunum uppi uns varanlegar undirstöður koma. Ljósmynd/Guðmundur Ögmundsson

Í sumar hefur verið unnið við að setja upp göngupalla og tröppur við Dettifoss vestanverðan. Með því batnar aðgengi að fossinum, en þar eru þegar komnir tveir stórir útsýnispallar sem nú verða tengdir betur við aðalgönguleiðina.

Pallasmíðin er mikið verk, en í vetur voru einingar forsmíðaðar hjá vélaverkstæðinu Grími á Húsavík og þær svo fluttar á staðinn í vor. Þyrla var notuð til að selflytja stærstu einingarnar frá bílastæði að áfangastað, en smærri einingar fluttar á sexhjóli, eins langt og hægt var að koma því. Lokametrana voru þær svo bornar á höndum. Gálgar halda göngubrautinni uppi meðan á smíði stendur en verða teknir burt þegar varanlegar undirstöður sem eru sniðnar til á staðnum eru tilbúnar.

„Með þessari framkvæmd eru komnir minnst þrír góðir útsýnisstaðir við fossinn vestanverðan,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert