Slasaðist norðan við Skaftafell

Björgunarsveitin var kölluð á vettvang.
Björgunarsveitin var kölluð á vettvang. mbl.is/Ómar

Hópur á hálendisvakt í Skaftafelli fór fyrr í kvöld ásamt björgunarsveitinni í Öræfum til aðstoðar slösuðum manni.

Hann var staddur rúma þrjá kílómetra norðan við Skaftafell.

Maðurinn hafði dottið og slasast og gat ekki haldið áfram af sjálfsdáðum, að því er segir í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Hann hringdi í Neyðarlínuna sem sendi viðbragðshópinn frá Skaftafelli á vettvang sem hlúði að manninum og flutti björgunarsveitafólkið hann að sjúkrabíl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert