Kyrrstæð lægð stjórnar veðrinu næstu daga

Búast má við dálítilli vætu af og til sunnanlands, en …
Búast má við dálítilli vætu af og til sunnanlands, en bætir í úrkomu á þriðjudag. mbl.is/Eggert

Kyrrstæð lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu hjá okkur næstu daga, en fyrir austan land er 1.017 mb hæð sem heldur á móti og hindrar að lægðin færist nær.

Suðaustlægur vindur verður á landinu, 8-13 m/s við suðvesturströndina, en annars hægari vindur, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

Búast má við dálítilli vætu af og til sunnanlands, en bætir í úrkomu á þriðjudag. Skýjað með köflum eða bjartviðri að deginum fyrir norðan og yfirleitt þurrt, en víða þokubakkar að næturlagi. Fremur hlýtt í veðri, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert