Loka Ölfusárbrú vegna framkvæmda

Brúin yfir Ölfusá.
Brúin yfir Ölfusá. mbl.is/Sigurður Bogi

Framkvæmdir við brúna yfir Ölfusá við Selfoss hefjast í nótt. Brúnni verður lokað kl. 24 í kvöld en opnuð aftur fyrir umferð kl. 6 í fyrramálið. 

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar segir enn fremur, að frá og með mánudagskvöldinu verði hún lokuð í allt að viku. Umferð verður beint um Óseyrarbrú (34). Gangandi vegfarendur komast þó um Ölfusárbrú. Sjá nánar hér. 

Á morgun verða báðar akreinar til austurs malbikaðar milli vegamóta við Hellisheiðarvirkjun og Skíðaskála. Akreinunum verður lokað á meðan og umferð til austurs beint um Þrengslaveg. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 7 til miðnættis.

Þá verða báðar akreinar malbikaðar til vesturs á Suðurlandsvegi, milli Litlu kaffistofunnar og vegamóta við Bolöldu, á morgun. Einni akrein verður lokað í einu og þrengt að umferð. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 9 til kl. 20.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert