„Ég gerði mitt allra besta“

Birta Líf með Brynjari Ara sem keppti í drengjaflokki 14-15 ...
Birta Líf með Brynjari Ara sem keppti í drengjaflokki 14-15 ára á heimsleikunum í crossfit. Ljósmynd/Aðsend

„Íslensku dæturnar eru mínar helstu fyrirmyndir,“ segir Birta Líf Þórarinsdóttir, fimmtán ára crossfit-kappi sem keppti nú í ágúst á heimsleikunum í crossfit í aldurshópnum 14-15 ára. Alls kepptu þrjú íslensk ungmenni á leikunum en auk Birtu keppti Brynjar Ari Magnússon í hennar aldursflokki. Katla Björk Ketilsdóttir keppti svo í aldursflokknum fyrir ofan Brynjar og Birtu. 

Birta lenti í fjórtánda sæti í sínum flokki á leikunum og segist vera sátt með árangurinn þó að hún hafi vissulega viljað vera ofar á lista. Þó hefði hún ekki viljað gera neitt öðruvísi. „Ég gerði mitt allra besta og hefði ekki getað gert neitt betur. Þetta var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert.“

Birta segir að áhuginn á crossfit hafi kviknað fyrir um einu og hálfu ári þegar vinur föður hennar bauð henni á fyrstu crossfit-æfinguna. „Mér fannst þetta mjög gaman og ég byrjaði strax að æfa.“

Birta á leikunum.
Birta á leikunum. Ljósmynd/Aðsend

Birta tók þátt í eins konar forkeppni fyrir undankeppni leikanna sem voru haldnir á síðasta ári og munaði litlu að hún hefði komist áfram í undankeppnina. „Þá fattaði ég hversu mikið mig langaði að komast á leikana.“

Hún reyndi svo aftur við leikana í ár og var tuttugasta og sjötta í röðinni af tvö hundruð keppendum sem komust í undankeppnina í ár. Þar var hún svo sextánda af þeim tuttugu keppendum sem komust alla leið á leikana.

„Áður en ég vissi að ég væri að fara á leikana var ég að æfa í unglingatímum í Crossfit Reykjavík. Þegar það voru svo um tveir og hálfur mánuður til stefnu fékk ég að vita að ég hefði komist inn og byrjaði þá í æfingadagskrá sem heitir „The Training Plan“. Dagskráin var sniðin eftir veikleikum og styrkleikum hjá mér. Það byrjaði bara með einni æfingu á dag og svo fór það að aukast smátt og smátt,“ segir Birta um undirbúninginn fyrir leikana.

Birta á leikunum.
Birta á leikunum. Ljósmynd/Aðsend

Þá hafi hún einnig einsett sér að borða hollt og sleppa öllu sælgæti.

Birta segir að skólinn hennar hafi verið mjög jákvæður í garð íþróttarinnar og fékk hún til dæmis að sleppa íþróttakennslu. Birta útskrifaðist úr grunnskóla í vor og segist hún hafa verið á þönum allan daginn meðan á kennslu stóð í vetur.

„Ég mætti í skólann 8:30-14, fór heim til að skila skóladótinu, fá mér að borða og sótti æfingadótið. Síðan tók ég strætó á crossfit-æfingu og svo aftur strætó upp í Garðabæ til þess að fara á fimleikaæfingu sem var frá 19 til 21. Pabbi sótti mig síðan á æfingu og þá fékk ég mér kvöldmat, fór í sturtu og síðan að sofa,“ segir Birta aðspurð hvernig samspil náms og íþrótta hafi verið í vetur.

Markmið Birtu fyrir íþróttina í framtíðinni eru skýr og setur hún stefnuna hátt. „Markmiðið er að keppa á leikunum næstu tvö árin því það eru seinustu árin mín í unglingaflokki. Svo er það bara að komast eins fljótt og hægt er inn á Evrópuleikana,“ segir þessi unga og efnilega íþróttakona, en Evrópuleikarnir eru ein af sex svæðisbundnum undankeppnum fyrir heimsleikana þar sem aðeins þeir færustu komast áfram.

mbl.is

Innlent »

Vara við brennisteinslykt við Sólheimajökul

12:16 Veðurstofa Íslands varar við mikilli brennisteinslykt við Sólheimajökul og Jökulsá á Sólheimasandi. Er fólki ráðlagt að halda sig frá lægðum í landslagi og að vera ekki nálægt jökulsánni. Meira »

Kálmál til skoðunar hjá MAST

11:49 Matvælastofnun hefur til skoðunar innflutning og dreifingu á romaine-káli hér á landi vegna upplýsinga um E.coli-bakteríusmit í slíku salati í Bandaríkjunum. Þar hafa heilbrigðisyfirvöld varað neytendur við neyslu romaine-salats í kjölfar þess að 32 manneskjur veiktust. Meira »

Tæplega helmingur enn útistandandi

11:42 Verulegur stígandi hefur verið í fjölda veglykla og ónotaðra miða í Hvalfjarðargöngin sem búið er að skila, en afgreiðslustöðum Spalar verður lokað um næstu mánaðamót. „Það er búið að vera þó nokkuð margt fólk að koma og skila,“ segir Anna Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Spalar ehf. Meira »

„Spörkuðu ítrekað í son minn“

11:38 „„Pabbi….Strákarnir voru að sparka í mig og ég veit ekki af hverju ... Þeir sögðu eitthvað „ginger“ og það hlógu allir af mér og ég skil ekki af hverju?““ Þannig hefst Facebook-færsla Hákons Helga Leifssonar en rauðhærður sonur hans varð fyrir aðkasti í gær. Meira »

Vildu ekki stokka upp sætaröðun

11:13 Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar hafnaði í síðustu viku tillögu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að dregið verði í sæti í borgarstjórn. Meira »

Geymd í læstri skjalatösku milli kosninga

11:01 Víða eru gerðarbækur geymdar í skjalageymslum eða á skrifstofum sveitarfélaganna milli kosninga. Óvenjulegri geymslustaðir finnast þó. Þannig er kjörstjóri Strandabyggðar með gerðabókina í læstri skjalatösku og í Svalbarðshrepps og Hörgársveit eru þær geymdar í atkvæðakassa hreppsins. Meira »

Leggja frekar til lækkun hámarkshraða

10:26 Vegagerðin telur að frekar ætti að lækka leyfðan ökuhraða almennrar umferðar á þjóðvegum landsins heldur en að hækka leyfðan ökuhraða vörubifreiða og annarra ökutækja sem nú er bundinn við 80 kílómetra hámarkshraða á klukkustund á bundnu slitlagi. Meira »

„Ég upplifi mig sem tannhjól atvinnulífsins“

10:11 Gunnar Sigurðarson, sem oftast hefur verið nefndur Gunnar samloka eða Gunnar á Völlum, hefur verið ráðinn viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins. Hulda og Logi slóu á þráðinn til að forvitnast um starfið. Meira »

Jólabjalla setur svip á Bankastræti

08:18 Rúmur mánuður er til jóla en þau eru samt farin að minna á sig. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru í gær að setja upp jólaskreytingar í miðborginni. Meira »

Veggjöld fjármagni vegagerðina

07:57 Viðræðuhópur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og ríkisins hefur skilað niðurstöðu varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. fjallað um áform um borgarlínu. Fulltrúar ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu munu nú yfirfara tillögurnar. Meira »

Minni olía notuð til að ná í betra hráefni

07:37 Nýr Cleopatra-bátur, Indriði Kristins BA 751, sem Þórsberg ehf. á Tálknafirði hefur keypt frá Trefjum gerir útgerðinni kleift að minnka olíukostnað. Áhöfnin getur lagt tvær lagnir í hverjum róðri og þannig minnkað stímið um helming. Meira »

Allt að tíu stiga frost í nótt

06:55 Spáð er allt að tíu stiga frosti í innsveitum á Norðausturlandi í nótt en gert er ráð fyrir að þar verði heiðskírt. Ekki er spáð frosti með suðurströndinni. Meira »

Þjófnaður á bókasafninu

06:09 Kona varð fyrir því óláni að stolið var frá henni munum þar sem hún var á bókasafninu í miðborginni síðdegis í gær. Meðal annars var síma hennar stolið, greiðslukorti og lyfjum. Meira »

Vill kaupa 8 milljarða hlut í lóninu

05:30 Eignarhaldsfélagið Kólfur ehf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé framtakssjóðsins Horns II í Bláa lóninu. Hlutur sjóðsins í fyrirtækinu er tæplega 20% og er metinn í bókum hans á ríflega 8 milljarða króna. Meira »

Borgarlínan meðal verkefna í pípunum

05:30 Fulltrúar ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið niðurstöður starfshóps varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. fjallað um áform um borgarlínu. Meira »

Hönnun Landsbankans að ljúka

05:30 Gerð aðaluppdrátta nýrra höfuðstöðva Landsbankans eru á lokastigi. Áætlað er að í desember verði þeir sendir til byggingarfulltrúa Reykjavíkur. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa bankans. Meira »

Tíminn er að hlaupa frá okkur

05:30 „Tíminn er að hlaupa frá okkur. Margir bændur bíða með ákvörðun um það hvort þeir treysta sér til að halda áfram eftir því hvort og þá hver aðkoma ríkisins verður.“ Meira »

Isavia vill fá að sekta fyrir stöðubrot

05:30 Isavia, sem annast rekstur Keflavíkurflugvallar, telur æskilegt að félagið fái sjálfstæða lagaheimild í umferðarlögum til að leggja á og innheimta gjöld eða sektir af ökumönnum. Meira »

100 manns í megrunaraðgerðir

05:30 „Mér fannst fáránlegt að horfa upp á þessa biðlista og sjálfsagt að bjóða upp á þennan valkost. Þetta er frábært sjúkrahús með læknum sem menntaðir eru í London og víðar á Vesturlöndum,“ segir Guðjón Ólafur Sigurbjartsson, hjá Hei Medical Travel sem býður upp á heilbrigðisþjónustu í Lettlandi. Meira »
isl-stáleldhúskollar ódýrir
er með nokkra ódýra eldhús-kolla á 5,500 kr STYKKIÐ sími 869-2798...
GRUNDIG túbusjónvarp
Grundig TB 800. Til sölu kr. 2500.- Br:80cm.. Hæð:57cm. uppl: 8691204...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 1750 & ...