„Ég gerði mitt allra besta“

Birta Líf með Brynjari Ara sem keppti í drengjaflokki 14-15 ...
Birta Líf með Brynjari Ara sem keppti í drengjaflokki 14-15 ára á heimsleikunum í crossfit. Ljósmynd/Aðsend

„Íslensku dæturnar eru mínar helstu fyrirmyndir,“ segir Birta Líf Þórarinsdóttir, fimmtán ára crossfit-kappi sem keppti nú í ágúst á heimsleikunum í crossfit í aldurshópnum 14-15 ára. Alls kepptu þrjú íslensk ungmenni á leikunum en auk Birtu keppti Brynjar Ari Magnússon í hennar aldursflokki. Katla Björk Ketilsdóttir keppti svo í aldursflokknum fyrir ofan Brynjar og Birtu. 

Birta lenti í fjórtánda sæti í sínum flokki á leikunum og segist vera sátt með árangurinn þó að hún hafi vissulega viljað vera ofar á lista. Þó hefði hún ekki viljað gera neitt öðruvísi. „Ég gerði mitt allra besta og hefði ekki getað gert neitt betur. Þetta var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert.“

Birta segir að áhuginn á crossfit hafi kviknað fyrir um einu og hálfu ári þegar vinur föður hennar bauð henni á fyrstu crossfit-æfinguna. „Mér fannst þetta mjög gaman og ég byrjaði strax að æfa.“

Birta á leikunum.
Birta á leikunum. Ljósmynd/Aðsend

Birta tók þátt í eins konar forkeppni fyrir undankeppni leikanna sem voru haldnir á síðasta ári og munaði litlu að hún hefði komist áfram í undankeppnina. „Þá fattaði ég hversu mikið mig langaði að komast á leikana.“

Hún reyndi svo aftur við leikana í ár og var tuttugasta og sjötta í röðinni af tvö hundruð keppendum sem komust í undankeppnina í ár. Þar var hún svo sextánda af þeim tuttugu keppendum sem komust alla leið á leikana.

„Áður en ég vissi að ég væri að fara á leikana var ég að æfa í unglingatímum í Crossfit Reykjavík. Þegar það voru svo um tveir og hálfur mánuður til stefnu fékk ég að vita að ég hefði komist inn og byrjaði þá í æfingadagskrá sem heitir „The Training Plan“. Dagskráin var sniðin eftir veikleikum og styrkleikum hjá mér. Það byrjaði bara með einni æfingu á dag og svo fór það að aukast smátt og smátt,“ segir Birta um undirbúninginn fyrir leikana.

Birta á leikunum.
Birta á leikunum. Ljósmynd/Aðsend

Þá hafi hún einnig einsett sér að borða hollt og sleppa öllu sælgæti.

Birta segir að skólinn hennar hafi verið mjög jákvæður í garð íþróttarinnar og fékk hún til dæmis að sleppa íþróttakennslu. Birta útskrifaðist úr grunnskóla í vor og segist hún hafa verið á þönum allan daginn meðan á kennslu stóð í vetur.

„Ég mætti í skólann 8:30-14, fór heim til að skila skóladótinu, fá mér að borða og sótti æfingadótið. Síðan tók ég strætó á crossfit-æfingu og svo aftur strætó upp í Garðabæ til þess að fara á fimleikaæfingu sem var frá 19 til 21. Pabbi sótti mig síðan á æfingu og þá fékk ég mér kvöldmat, fór í sturtu og síðan að sofa,“ segir Birta aðspurð hvernig samspil náms og íþrótta hafi verið í vetur.

Markmið Birtu fyrir íþróttina í framtíðinni eru skýr og setur hún stefnuna hátt. „Markmiðið er að keppa á leikunum næstu tvö árin því það eru seinustu árin mín í unglingaflokki. Svo er það bara að komast eins fljótt og hægt er inn á Evrópuleikana,“ segir þessi unga og efnilega íþróttakona, en Evrópuleikarnir eru ein af sex svæðisbundnum undankeppnum fyrir heimsleikana þar sem aðeins þeir færustu komast áfram.

mbl.is

Innlent »

Verkfallið er hafið

00:04 Verkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra, sem stendur yfir í sólarhring, hófst núna á miðnætti.  Meira »

MAX í lykilhlutverki í ákvörðuninni

Í gær, 23:40 „Það að Icelandair séu tilbúnir að taka þráðinn upp að nýju er augljóslega keyrt áfram af óvissunni í kring um MAX-inn,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair, um viðræður Icelandair um aðkomu að rekstri WOW air sem hafnar eru að nýju. Meira »

Hugsað sem meira stuð

Í gær, 22:03 Fyrsta 4cross-hjólreiðamótið sem haldið hefur verið í Hlíðarfjalli fer fram á laugardag en Ágúst Örn Pálsson mótsstjóri segir að brautin sé stutt og að keppnisfyrirkomulag eigi að vera skemmtilegt, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Meira »

Freista þess að keyra flugfarþega

Í gær, 21:44 „Við erum búin að undirbúa okkur og gerum ráð fyrir að vinna eftir plani,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Hann segir vonbrigði að ekki hafi tekist að aflýsa verkföllunum. Meira »

Icelandair hefur viðræður við WOW air

Í gær, 21:22 Í kjölfar tilkynningar frá WOW air um slit viðræðna við Indigo Partners hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins. Meira »

Fá lóðir fyrir 153 íbúðir

Í gær, 20:53 Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar, og Búseti húsnæðissamvinnufélag fá lóðir fyrir 153 íbúðir í næsta áfanga í Bryggjuhverfinu. Bæði félögin eru óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Meira »

Fundi lokið og verkfall á miðnætti

Í gær, 20:35 Fundi verkalýðsfélaganna sex sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Sólarhringsverkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra er enn á dagskrá og hefst á miðnætti. Meira »

Minni tekjur hefðu áhrif á uppbyggingu

Í gær, 20:31 „Til að mögulegt sé að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli til þess að uppfylla þjónustumarkmið miðað við núverandi fjölda farþega og til að byggja upp til framtíðar er mikilvægt að núverandi nýting á innviðum Keflavíkurflugvallar minnki ekki.“ Meira »

Tapa 250 milljónum á dag

Í gær, 19:55 Ef allt fer á versta veg og Efling og VR halda verkföllum sínum til streitu tapast 250 milljónir á dag í ferðaþjónustu hér á landi þá daga sem verkföllin standa yfir. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Íslenskur heimsmeistari í íssundi

Í gær, 19:35 Það var 21 stigs frost þegar Birna Hrönn Sigurjónsdóttir steig út úr flugvélinni í Múrmansk til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í íssundi, sem þar fór fram. „Maður þarf náttúrulega að vera léttgeggjaður til að vera í þessu,“ segir Birna Hrönn sem fór með sigur af hólmi í sínum aldursflokki. Meira »

Lella í Léttsveitinni og Léttsveiflunum

Í gær, 19:33 Léttsveit Reykjavíkur, fjölmennasti kvennakór landsins með um 120 söngvara, heldur árlega vortónleika í Háskólabíói 9. maí nk. og að vanda verður boðið upp á þétta dagskrá, þar sem Sigga Beinteins, Jógvan Hansen og Guðrún Gunnarsdóttir koma fram sem gestasöngvarar. Meira »

Appelsínugul viðvörun vegna hvassviðris

Í gær, 19:25 Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og á Austurlandi að Glettingi vegna mikils hvassviðris sem er spáð. Meira »

Allt að smella í Mathöllinni

Í gær, 18:51 Nú er verið að leggja lokahönd á innréttingar og aðstöðu í Mathöll Höfða sem opnar á morgun. Mikil eftirvænting er fyrir opnuninni enda er mikið af fólki sem sækir vinnu á svæðinu. mbl.is fékk að kíkja á undirbúningin en unnendur bjórs, matar og pílukasts fá allir eitthvað fyrir sinn snúð á staðnum. Meira »

Ekki í boði að hunsa barnaníðsefni

Í gær, 18:47 Barnaníðsefni á netinu er vaxandi vandamál, en alþjóðlegt samstarf í þeim efnum skilar þó góðum árangri. Miklu máli skiptir að fólk sé vakandi fyrir barnaníðsefni á netinu og tilkynni það. Forseti alþjóðlegra regnhlífarsamtaka ábendingalína er á landinu og ræðir þessi mál í viðtali við mbl.is. Meira »

Enginn skólaakstur komi til verkfalls

Í gær, 18:38 Vegna boðaðs verkfalls hópbifreiðastjóra fellur skólaakstur, að óbreyttu, niður í Reykjavík á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði sem hefur verið sent á skólastjórnendur. Þetta þýðir m.a. að engar rútuferðir verða, að óbreyttu, í boði fyrir börn í Fossvogsskóla í Reykjavík á morgun. Meira »

Augnsýkingar sem oftast læknast mjög auðveldlega

Í gær, 18:34 Kvefi og öndunarfærasýkingum fylgir oft roði í augum eða auga og stundum verulegur gröftur sem lekur úr augunum. Þá getur verið þroti á augnlokum eða svokölluð hvarmabólga (Blepharit). Meira »

Gefa ekkert upp um orkupakkann

Í gær, 18:04 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi meðal annars um þriðja orkupakkann á fundi sínum í dag, en sex þingmenn flokksins hafa opinberlega lýst efasemdum vegna málsins. Samkvæmt heimildum mbl.is er búist við því að frumvörp vegna orkupakkans verði kynnt fljótlega, en ekki er ljóst nákvæmlega hvað í þeim felst. Meira »

Fundurinn dregst á langinn

Í gær, 17:28 Hlé hefur verið gert á vinnufundi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna sex sem vísað hafa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst kl. 10 í morgun og átti upphaflega aðeins að standa í klukkustund. Meira »

Öllum beiðnum um undanþágu hafnað

Í gær, 17:11 Öllum beiðnum sem hafa borist um undanþágu frá verkfalli Eflingar sem hefst á miðnætti í kvöld hefur verið hafnað.  Meira »