„Ég gerði mitt allra besta“

Birta Líf með Brynjari Ara sem keppti í drengjaflokki 14-15 ...
Birta Líf með Brynjari Ara sem keppti í drengjaflokki 14-15 ára á heimsleikunum í crossfit. Ljósmynd/Aðsend

„Íslensku dæturnar eru mínar helstu fyrirmyndir,“ segir Birta Líf Þórarinsdóttir, fimmtán ára crossfit-kappi sem keppti nú í ágúst á heimsleikunum í crossfit í aldurshópnum 14-15 ára. Alls kepptu þrjú íslensk ungmenni á leikunum en auk Birtu keppti Brynjar Ari Magnússon í hennar aldursflokki. Katla Björk Ketilsdóttir keppti svo í aldursflokknum fyrir ofan Brynjar og Birtu. 

Birta lenti í fjórtánda sæti í sínum flokki á leikunum og segist vera sátt með árangurinn þó að hún hafi vissulega viljað vera ofar á lista. Þó hefði hún ekki viljað gera neitt öðruvísi. „Ég gerði mitt allra besta og hefði ekki getað gert neitt betur. Þetta var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert.“

Birta segir að áhuginn á crossfit hafi kviknað fyrir um einu og hálfu ári þegar vinur föður hennar bauð henni á fyrstu crossfit-æfinguna. „Mér fannst þetta mjög gaman og ég byrjaði strax að æfa.“

Birta á leikunum.
Birta á leikunum. Ljósmynd/Aðsend

Birta tók þátt í eins konar forkeppni fyrir undankeppni leikanna sem voru haldnir á síðasta ári og munaði litlu að hún hefði komist áfram í undankeppnina. „Þá fattaði ég hversu mikið mig langaði að komast á leikana.“

Hún reyndi svo aftur við leikana í ár og var tuttugasta og sjötta í röðinni af tvö hundruð keppendum sem komust í undankeppnina í ár. Þar var hún svo sextánda af þeim tuttugu keppendum sem komust alla leið á leikana.

„Áður en ég vissi að ég væri að fara á leikana var ég að æfa í unglingatímum í Crossfit Reykjavík. Þegar það voru svo um tveir og hálfur mánuður til stefnu fékk ég að vita að ég hefði komist inn og byrjaði þá í æfingadagskrá sem heitir „The Training Plan“. Dagskráin var sniðin eftir veikleikum og styrkleikum hjá mér. Það byrjaði bara með einni æfingu á dag og svo fór það að aukast smátt og smátt,“ segir Birta um undirbúninginn fyrir leikana.

Birta á leikunum.
Birta á leikunum. Ljósmynd/Aðsend

Þá hafi hún einnig einsett sér að borða hollt og sleppa öllu sælgæti.

Birta segir að skólinn hennar hafi verið mjög jákvæður í garð íþróttarinnar og fékk hún til dæmis að sleppa íþróttakennslu. Birta útskrifaðist úr grunnskóla í vor og segist hún hafa verið á þönum allan daginn meðan á kennslu stóð í vetur.

„Ég mætti í skólann 8:30-14, fór heim til að skila skóladótinu, fá mér að borða og sótti æfingadótið. Síðan tók ég strætó á crossfit-æfingu og svo aftur strætó upp í Garðabæ til þess að fara á fimleikaæfingu sem var frá 19 til 21. Pabbi sótti mig síðan á æfingu og þá fékk ég mér kvöldmat, fór í sturtu og síðan að sofa,“ segir Birta aðspurð hvernig samspil náms og íþrótta hafi verið í vetur.

Markmið Birtu fyrir íþróttina í framtíðinni eru skýr og setur hún stefnuna hátt. „Markmiðið er að keppa á leikunum næstu tvö árin því það eru seinustu árin mín í unglingaflokki. Svo er það bara að komast eins fljótt og hægt er inn á Evrópuleikana,“ segir þessi unga og efnilega íþróttakona, en Evrópuleikarnir eru ein af sex svæðisbundnum undankeppnum fyrir heimsleikana þar sem aðeins þeir færustu komast áfram.

mbl.is

Innlent »

Tilraunakennd kvikmyndagerð fyrir ungt fólk

20:36 Kaliforníumaðurinn Lee Lynch hefur verið búsettur á Íslandi í fimm ár ásamt íslenskri konu og syni. Lee er kvikmyndagerðarmaður og er að fara af stað með sitt sjötta námskeið í Hinu húsinu nú í lok september fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára en það hefst þann 25.september. Meira »

Bræla alla heimsiglinguna

20:18 „Makríllinn hefur stækkað eftir því sem liðið hefur á sumarið og fiskurinn í fyrsta holinu okkar var að jafnaði rúmlega 500 gramma þungur. Síðan lækkaði meðalvigtin örlítið og annar afli var fiskur rétt undir 500 grömmum að jafnaði.“ Meira »

Stjórnarfundur OR hafinn

20:16 Stjórnarfundur Orkuveitu Reykjavíkur í höfuðstöðvum fyrirtækisins er hafinn. Þar mun stjórnin fara yfir ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra um að stíga tímabundið til hliðar, en Bjarni situr sjálfur fundinn á meðan erindi hans er tekið fyrir. Meira »

Lögreglan leitar tveggja drengja

20:01 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að tveimur piltum, 7 og 8 ára, þeim Stefáni Sölva og Ísak Helga. Drengirnir fóru frá Háteigsskóla klukkan 15 í dag, en síðast er vitað af þeim þar. Meira »

Frímúrarar taka kjólfötin með

19:37 „Ísrael er upplifun. Sagan opnast svo auðvelt verður að skapa í huganum myndir af þeim atburðum sem gerðust fyrir um tvö þúsund árum og segir frá í Biblíunni. Fólkið sem ég fer með núna er búið að setja sig vel inn í málin; lesa og sækja fyrirlestra. Það er skemmtilegt að ferðast með slíku fólki.“ Meira »

Berst gegn framsali til Póllands

19:35 Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að framselja meintan höfuðpaur í hinu svokallaða Euro Market-máli til Póllands.  Meira »

Samkomulag ríkis og borgar brotið

19:19 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að samkomulag ríkis og borgar frá 2013 hafi verið brotið í dag þegar flogið var með utanríkisráðherra og nokkra þingmenn í utanríkismálanefnd um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman. Meira »

Allir þurfa að þekkja sín sköp

18:56 „Það þarf að fjarlægja leyndarhjúpinn sem umlykur kynhegðun. Staðgóð þekking á því hvernig líkaminn virkar auðveldar konum að taka ákvarðanir af öryggi og sjálfstrausti,“ segja höfundar bókarinnar Gleðin að neðan. Meira »

Komast ekki á legudeildir

18:01 „Álagið felst í því að það eru margir sjúklingar sem hafa lokið fyrstu meðferð á bráðamóttöku en komast ekki til innlagnar á sérhæfðum legudeildum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Meira »

Vogabyggð tekur á sig mynd

18:00 Mikill gangur er kominn á uppbyggingu í Vogabyggð þar sem fram fer umfangsmikil enduruppbygging, fyrsta húsið við Trilluvog er farið að rísa og áætluð verklok á því eru í júlí á næsta ári. Alls er áætlað að íbúðir á svæðinu verði á bilinu 1.100 til 1.300. Meira »

„Menn vinna svona rólega og af öryggi“

17:50 Bana­slys varð í gærmorgun þegar er­lend­ur karl­maður féll er á hann var á göngu á Kirkju­felli á Snæ­fellsnesi. Að sögn lög­regl­unn­ar á Vest­ur­landi komu ferðamenn auga á mann­inn þar sem hann lá um klukkan 10 og var þá haft sam­band við Neyðarlín­una. Meira »

Tóku fyrstu skóflustungurnar

17:31 Fyrstu skóflustungur að nýjum háskólagörðum HR voru teknar í dag við Nauthólsveg, gegnt Reykjavik Natura.  Meira »

Leiguverð hækkar en íbúðaverð lækkar

17:03 Vísitala leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,9% í ágúst, á sama tíma og íbúðaverð lækkaði um 0,1%. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands, en hækkun leiguverðs umfram hækkun íbúðaverðs hefur aldrei verið meiri á milli mánaða frá því að mælingar hófust. Meira »

Rannsóknarlögregla ríkisins snúi aftur

16:46 Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, lagði það til á Alþingi að embætti rannsóknarlögreglu ríkisins verði endurreist en það var lagt niður árið 1997 þegar embætti ríkislögreglustjóra var stofnað. Meira »

Tók konu hálstaki í bifreið

16:40 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir líkamsárásir með því að hafa 3. janúar 2017 veist með ofbeldi að konu. Annars vegar með því að taka hana hálstaki í kyrrstæðri bifreið, þar sem hún sat í ökumannssæti hennar en hann í aftursætinu, og hins vegar með því að kasta poka með tveimur vínflöskum úr gleri í konuna. Meira »

Umframkostnaður bragga óvenjulegt frávik

16:40 „Þessi frávik eru mjög óvenjuleg,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, um endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík í Reykjavík sem hefur farið langt fram úr kostnaðaráætlun, eða um 257 milljónir. Framkvæmdirnar hafa kostað 415 milljónir en verkefninu var úthlutað 158 milljónir. Meira »

Landsmenn vilja strangari flugeldareglur

16:39 Meirihluti landsmanna vill strangari reglur um notkun á flugeldum og fjórðungur vill banna almenna notkun þeirra með öllu. Hæsta klukkustundargildi fíns svifryks um síðustu áramót mældist µg/m3 í Dalsmára í Kópavogi, sem talið er vera Evrópumet í mengun. Meira »

Minntist á málþing um dánaraðstoð

16:14 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi um dánaraðstoð á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins.  Meira »

Forgangsraða á bráðamóttöku vegna álags

16:11 Vegna mikils fjölda sjúklinga sem hafa leitað til Landspítalans, einkum bráðamóttöku, er sjúklingum nú forgangsraðað eftir bráðleika á bráðamóttöku spítalans. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Mjög góður Runó Megane
Runó Mjög góður Runó til sölu. Bíllinn er mjög vel og lítið ekinn eða 162.000 k...