Eldsvoði á Flúðum

Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning um eldinn klukkan 20.51.
Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning um eldinn klukkan 20.51. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning rétt fyrir klukkan níu í kvöld um eldsvoða rétt við Flúðir en þar kviknaði í pökkunarhúsi að Reykjaflöt á Flúðum.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að um sé að ræða garðyrkjustöð og kviknað hafi í pökkunarhúsi sem er áfast gróðurhúsi. 

„Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldinum og eru að klára að slökkva þetta þótt það verði talsverð vinna við að slökkva í glæðunum,“ segir Pétur.

Hann bætir því við að íbúabyggð hafi ekki verið í hættu út af eldinum og auk þess hafi vindátt verið slökkviliðsmönnum hagstæð.

Uppfært klukkan 6:30 

Slökkvistarfi lauk klukkan 00:30 í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert