Fundað með tannlæknum

Auka á framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja.
Auka á framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tannlæknafélag Íslands og Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) munu eiga sinn fyrsta samningafund kl. 17 í dag, en stefnt er að nýjum samningi um tannlækningar aldraðra og öryrkja sem á að taka gildi 1. september nk.

Síðasti samningur um tannlækningar aldraðra og öryrkja á grundvelli laga um sjúkratryggingar rann út árið 2004, skv. vef SÍ. Upphaflega stóð til að samningur um þjónustuna tæki gildi 1. júlí sl., en samningsgerðin hefur verið vandasöm og tekið lengri tíma en ætlað var.

Samhliða nýjum samningi um tannlækningar aldraðra og öryrkja áforma stjórnvöld að stórhækka árlegt framlag til málaflokksins og er áætlað að árleg fjárveiting til greiðsluþátttöku vegna þjónustunnar hækki úr tæpum 700 m.kr. í 1.700 m.kr. eða um rúm 140%, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert