Lækka um 88 milljarða á einu ári

Hagur ríkissjóðs hefur batnað mikið síðustu ár.
Hagur ríkissjóðs hefur batnað mikið síðustu ár. mbl.is/Ómar Óskarsson

Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um rúma 88 milljarða á síðustu 12 mánuðum. Skuldirnar hafa því lækkað um rúmar 240 milljónir á dag, eða um 10 milljónir á klukkustund.

Í umfjöllun um skuldalækkunina í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, muna verulega um þessar niðurgreiðslur.

„Þetta skýrist að langstærstu leyti af sölu á hlut ríkisins í Arion banka og inngreiðslu á skuldabréf ríkisins vegna Arion banka. Þessum fjármunum höfum við ráðstafað til uppgreiðslu á skuldum, auk þess að ganga lítillega á inneign ríkisins hjá Seðlabankanum. Við gátum gengið aðeins á lausafjárstöðuna. Þannig að við erum að nýta, eins og lagt var upp með, upphaflegu fjárfestinguna í Arion banka, söluna á hlutabréfum í bankanum og síðan stöðugleikaframlagið til uppgreiðslu á skuldum. Það munar verulega um þetta.“

Seðlabanki Íslands f.h. ríkissjóðs hefur undanfarna 12 mánuði keypt til baka skuldabréfaflokk sem gefinn var út 2008 til að endurfjármagna bankana eftir hrunið. Hann hefur lækkað um 122 milljarða á ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert