Laxnesssetur í farvatninu

Blómlegt menningarlíf er á Gljúfrasteini allt árið um kring. Þar …
Blómlegt menningarlíf er á Gljúfrasteini allt árið um kring. Þar hélt hljómsveitin Pollapönk stofutónleika um helgina og um mánaðamót var opnuð Auðarsýning, um Auði Laxness, eiginkonu Halldórs Laxness. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkisstjórnin samþykkti á ríkisstjórnarfundi á föstudag að hefja mætti viðræður við eigendur Jónstóttar, vestan Gljúfrasteins og Kaldárkvíslar, með það að markmiði að þar verði í framtíðinni byggt upp Laxnesssetur.

Lögðu forsætis-, fjármála- og efnahags og mennta- og menningarmálaráðherra fram sameiginlegt minnisblað um málið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Starfshópur sem skipaður var í árslok 2016 og fylgdi eftir ályktun Alþingis um byggingu Laxnessseturs frá 2. júní 2016, taldi heppilegast að byggja setrið á grunni Jónstóttar, þ.e.a.s. í áföngum með endurbótum og endurbyggingu á því húsnæði, í samræmi við þarfir Laxnessseturs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert