Metfjöldi á Fiskideginum í ár

Aldrei hafa fleiri verið á fiskideginum mikla á Dalvík en …
Aldrei hafa fleiri verið á fiskideginum mikla á Dalvík en í ár. Ljósmynd/Atli Rúnar

Aldrei hafa fleiri verið á Fiskideginum mikla á Dalvík en um síðustu helgi sé tekið mið af talningu á ökutækjum, segir í frétt á vef Vegagerðarinnar.

Um helgina fóru um 27.500 bílar um talningarstaði Vegagerðarinnar og er þannig reiknað með að um 36 þúsund manns hafi heimsótt Dalvík um liðna helgi, að því er kemur fram í frétt Vegagerðarinnar.

Það eru um þrjú þúsund fleiri en í fyrra, eða 6,5% aukning, og 11 þúsund fleiri en árið 2008 en það ár hóf Vegagerðin fyrst að mæla fjölda þeirra bíla sem aka til og frá Dalvík um fiskidagshelgina. Umferðin er mæld frá föstudegi til sunnudags, segir á vef Vegagerðarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert