Opna forgangsakrein á Ölfusárbrú

Byggt hefur verið við gangstétt á brúnni og þannig gerð …
Byggt hefur verið við gangstétt á brúnni og þannig gerð forgangsakrein sem nýtist í neyð á meðan framkvæmdir standa yfir á Ölfusárbrú. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Framkvæmdir við Ölfusárbrú ganga samkvæmt áætlun. Sérstök forgangsakrein var opnuð í dag sem tryggir aðkomu lögreglu- og sjúkrabíla í neyð. Ekki hefur reynt á akreinina það sem af er kvöldi samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Halli Sigurðssyni, brúarsmiði og verkstjóra framkvæmdanna.

Ölfusár­brú var lokað í gær en reiknað er með að hún verði lokuð í viku. Hjá­leið er um Þrengsli og Óseyr­ar­brú.

Verst að þurfa að loka brúnni

„Þetta hefur allt verið rólegt og gott og gengið vel,“ segir Sigurður. Steypuvinna hélt áfram við brúna í dag en sérhönnuð steypa er notuð í verkið. Sigurður segir að framkvæmdin sem slík sé ekki stór. „En það er svo ofboðsleg umferð á brúnni og það er það sem er það versta, að þurfa að loka henni. En þetta er algjörlega nauðsynleg aðgerð og það hefði ekki verið hægt að bíða mikið lengur með hana,“ segir Sigurður.

Sigurður Hallur Sigurðsson, brúarsmiður og verkstjóri framkvæmda sem nú standa …
Sigurður Hallur Sigurðsson, brúarsmiður og verkstjóri framkvæmda sem nú standa yfir á Ölfusárbrú. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Björgunarsveitarmenn standa vaktina við brúna og hafa þurft að vísa þó nokkrum frá brúnni, aðallega erlendum ferðamönnum. Vinnufriði starfsmanna við brúna hefur hins vegar ekki verið raskað. „Það hafa allir verið almennilegir við okkur og það er allt í góðu. Auðvitað koma alltaf einhverjir pirraðir ökumenn en það er bara þannig,“ segir Sigurður.

Fylgst er vel með gangi mála við framkvæmdirnar á Ölfusárbrú.
Fylgst er vel með gangi mála við framkvæmdirnar á Ölfusárbrú. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert