Segja frumvarp banna strætó á Kjalarnes

Strætó er meðal fjölmargra aðila sem gera athugasemdir við frumvarp ...
Strætó er meðal fjölmargra aðila sem gera athugasemdir við frumvarp til nýrra umferðarlaga. mbl.is

Fjölmargar umsagnir hafa borist á samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps til nýrra umferðarlaga. Meðal annars er lagt til að gangandi vegfarendur haldi sig til hægri á göngustígum og óttast Strætó að ef frumvarpið verði samþykkt óbreytt verði ekki hægt að fara með hefðbundnum strætisvögnum á Kjalarnes.

Þá eru einnig ýmsar umsagnir frá einstaklingum sem varða hin ýmsu mál. Einn nefnir lækkun hámarksmagns vínanda í blóði úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Annar vill herða ákvæði er varðar notkun öryggisbúnaðar barna í ökutækjum. Í heild hefur 22 umsögnum verið skilað inn um frumvarpið.

Enginn strætó til Kjalarness?

Strætó hefur skilað umsögn, en í henni segir fyrirtækið að það hafi áhyggjur af því að 75. grein geri ráð fyrir að óheimilt verði að aka almenningsvögnum þar sem heimilt er að aka á 80 km hraða eða meira. Með þessu verður ekki hægt að tengja Kjalarnes við almenningssamgöngukerfið með hefðbundnu gulu vögnum fyrirtækisins, að því er fram kemur í umsögninni.

Fyrirtækið leggur til að breytingar verði gerðar á lögunum svo að heimilt verði í lögum að hafa reiðhjólafestingar framan á strætisvögnum fyrirtækisins. Strætó segir þetta leið til þess að tengja saman umhverfisvæna samgöngumáta, en nú er takmarkað pláss í vögnum Strætó til þess að flytja reiðhjól.

Landssamband hjólreiðarmanna leggur fram talsverðan fjölda ábendinga í sinni umsögn um frumvarpið. Meðal þeirra er tillaga sambandsins um að gangandi vegfarendum á göngustígum verði gert að halda sig til hægri á göngustígum. Samkvæmt frumvarpinu myndi þó ekki vera viðurlög við brotum á þessu ákvæði.

Sjálfkeyrandi ökutæki við Hörpu í vor.
Sjálfkeyrandi ökutæki við Hörpu í vor. Valgarður Gíslason

Ekkert um sjálfkeyrandi bíla

Í umsögn Viðskiptaráðs Íslands er meðal annars lýst áhyggjum yfir því að ekki er tekið tillit til tækniframfara sem hafa þegar orðið á sviði ökuþjarka eða sjálfkeyrandi bíla, og segir að hvergi í umræddu frumvarpi sé gert ráð fyrir slíkum farartækjum.

„Þetta veldur Viðskiptaráði nokkrum áhyggjum þar sem samanburðarlönd Íslands eru í óða önn að búa sig undir innreið sjálfkeyrandi bíla meðan hornsteinn íslenskrar umferðarlöggjafar til næstu áratuga er hljóður um þessi mál,“ segir í umsögninni.

Þá vísar Viðskiptaráð til þess að gildandi löggjöf tók gildi 1988 og leysti hún af hólmi löggjöf frá 1968. Endurskoðun gildandi laga hófst 2007 og í ljósi þessa megi gera ráð fyrir því að ný lög muni gilda í langan tíma og af þeim sökum telur ráðið mikilvægt að horft verði til breytinga sem verða í framtíðinni.

Löggjöf um ökuréttindi hert án skýringa

Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu hafa sent frá sér sameiginlega umsögn og er þar sett út á ýmis ákvæði frumvarpsins. Telja samtökin meðal annars að í frumvarpinu séu ýmis ný skilyrði fyrir að öðlast ökuréttindi og að verið sé að þrengja löggjöfina án þess að færa fyrir því rök.

Þá segja samtökin að „við lögfestingu nýrra reglna og innleiðingu Evrópulöggjafar verði að velja þá leið sem er minnst íþyngjandi sem völ er á nema sterk rök standi til annars. Engar athugasemdir eru í frumvarpsdrögunum með röksemdafærslu fyrir því hvers vegna þurfa að herða skilyrðin.“

Frumvarpið miðar að því að stytta gildistíma ökuskírteina og telja samtökin að skortur sé á rökstuðningi fyrir þessu. Einnig er bent á að óljóst er hvaða áhrif þetta nýja ákvæði hafi á þau skírteini sem þegar hafa verið gefin út.

mbl.is

Innlent »

Var fastur undir bílnum

16:14 Maðurinn sem var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús eftir bílveltu á Víðinesvegi var fastur undir bíl þegar komið var að. Meira »

„Betra að vinna með fólki en á móti því“

16:13 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að þar á bæ ríki mikil ánægja með kaup FISK-Seafood ehf. á öllum hlut Brims hf. í Vinnslustöðinni. Meira »

„Fáum þetta allt upp á borðið“

16:08 „Fáum þetta allt upp á borðið. Kannski er þetta allt saman í himna lagi og hið besta mál. Nema náttúrlega það að misreikna sig svona svakalega í kostnaði. Það þarf alla vega að laga eitthvað þar,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Meira »

Göngumanni bjargað í Leirufirði

16:05 Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA kom göngumanni til bargar fyrr í dag eftir að boð höfðu borist frá neyðarsendi innst í botni Leirufjarðar. Meira »

Esjunni lokað í fyrramálið

15:57 Gönguleiðum upp Esjuna verður lokað í fyrramálið þegar nokkrum björgum verður rúllað niður fjallið nærri toppi Þverfellshorns. Verkfræðingar og starfsfólk Skógræktarfélags Reykjavíkur munu tryggja að fólk fari ekki upp fjallið á meðan á þessu stendur. Meira »

„Þú getur ekki skoðað sjálfan þig“

15:55 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, telur að fréttir af starfsmannamálum OR og ON megi tengja við önnur mál innan ráðhússins. „Starfsmenn borgarinnar átta sig á því að nú er komið fólk í ráðhúsið sem lætur ekki stjórnkerfið vaða yfir almenna starfsmenn,“ segir Vigdís. Meira »

Vill ekki svarta kassa í miðborgina

15:49 „Hægt er að endurskoða þessi áform með þeim hætti að þau verði til þess fallin að bæta ásýnd Alþingis og miðbæjarins um leið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag þar sem hann gagnrýndi ýmsar byggingaframkvæmdir í miðborg Reykjavíkur. Meira »

Gerði athugasemdir við allar síðurnar

15:29 Neytendastofa tók þátt í samræmdri skoðun ESB á vefsíðum fjarskiptafyrirtækja. Könnunin sneri m.a. að því hvort fram kæmu með nægilega skýrum hætti upplýsingar um þjónustuveitanda, vörur og þjónustu. Neytendastofa skoðaði vefsíður hjá Vodafone, Símanum, Hringdu, Hringiðunni og Nova, og gerði athugasemdir við allar síðurnar. Meira »

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

15:27 Lögregla og sjúkralið var kallað til á þriðja tímanum í dag eftir bílveltu á Víðinesvegi á Álfsnesi. Einn einstaklingur var í bílnum. Er hann alvarlega slasaður og var fluttur með neyðarflutningi á sjúkrahús. Meira »

„Ég hef framið stjórnmálalega synd“

15:16 „Ég hef framið stjórnmálalega synd, ég hef skipt um skoðun,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Vísaði hann þar til verðtryggingarinnar sem hann hefði til þessa talið illa nauðsyn og einu leiðina til þess að gera fjárhagslegar langtímaskuldbindingar mögulegar meðfram íslenskri krónu án himinhárra vaxta. Meira »

„Þetta var rán­dýr ferð“

15:08 „Ég var að koma úr minni fyrstu utanlandsferð á vegum þingsins, af velferðarnefndarfundi Norðurlandaráðs í Nuuk í Grænlandi. Ég spyr mig eftir þessa ferð hverju hún skilar og í hvaða tilgangi hún hafi verið farin,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

Kaupa hlut Brims fyrir 9,4 milljarða

14:54 FISK-Seafood ehf. á Sauðárkróki hefur gengið frá samningi um kaup á öllum eignarhlut Brims hf. í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Um er að ræða þriðjungshlut alls hlutafjár í Vinnslustöðinni og nemur kaupverðið 9.400.000.000 krónum. Meira »

Banaslys við Kirkjufell

14:33 Banaslys varð þegar erlendur karlmaður féll er á hann var á göngu á Kirkjufelli á Snæfellsnesi í morgun.   Meira »

Sérfræðilæknir lagði ríkið

13:57 Íslenska ríkið tapaði í dag máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem sérfræðilæknirinn Alma Gunnarsdóttir höfðaði vegna ákvörðunar Sjúkratrygginga Íslands um að synja henni um aðild að rammasamningi. Meira »

Þyrlan kölluð út vegna slyss á Snæfellsnesi

12:18 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir hádegi vegna slyss sem varð við Kirkjufell á Snæfellsnesi nú í morgun er maður féll í fjallinu. Sérhæfðir fjallabjörgunarmenn komu með þyrlunni frá Reykjavík og þá hafa björgunarsveitir á Snæfellsnesi verið að fylgja samferðafólki hins slasaða niður. Meira »

Ekki framsækin sáttatillaga

11:47 Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala, segir að tillaga Eyþórs Arnalds, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sé ekki framsækin sáttatillaga, eins og Eyþór sjálfur lýsir henni í frétt Morgunblaðsins í dag. Meira »

Ósk Bjarna tekin fyrir annað kvöld

11:36 Tveir starfsmannafundir hafa verið haldnir hjá Orkuveitu Reykjavíkur frá því að tilkynnt var um uppsögn Bjarna Más Júlíussonar, fram­kvæmda­stjóra Orku náttúrunnar, vegna óviðeig­andi fram­komu gagn­vart starfs­fólki. Meira »

Sigmundur spyr um ráðgjafastörf

11:33 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til allra ráðherra ríkisstjórnarinnar þar sem þeir eru inntir svara vegna starfa sérfræðinga og annarra ráðgjafa á vegum ráðuneyta þeirra. Meira »

Líklega bara toppurinn á ísjakanum

11:15 „Ég skynja mjög mikinn kraft í atvinnulífinu en ég held því miður að þetta geti verið bara toppurinn á ísjakanum,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, stjórnarkona FKA, félags kvenna í atvinnulífinu. Meira »
Járnsmiðja - vantar mann
Vantar vandvirkan og góðan járnsmið sem getur unnið sjálfstætt. Íslenskumælandi....
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...