Segja frumvarp banna strætó á Kjalarnes

Strætó er meðal fjölmargra aðila sem gera athugasemdir við frumvarp ...
Strætó er meðal fjölmargra aðila sem gera athugasemdir við frumvarp til nýrra umferðarlaga. mbl.is

Fjölmargar umsagnir hafa borist á samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps til nýrra umferðarlaga. Meðal annars er lagt til að gangandi vegfarendur haldi sig til hægri á göngustígum og óttast Strætó að ef frumvarpið verði samþykkt óbreytt verði ekki hægt að fara með hefðbundnum strætisvögnum á Kjalarnes.

Þá eru einnig ýmsar umsagnir frá einstaklingum sem varða hin ýmsu mál. Einn nefnir lækkun hámarksmagns vínanda í blóði úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Annar vill herða ákvæði er varðar notkun öryggisbúnaðar barna í ökutækjum. Í heild hefur 22 umsögnum verið skilað inn um frumvarpið.

Enginn strætó til Kjalarness?

Strætó hefur skilað umsögn, en í henni segir fyrirtækið að það hafi áhyggjur af því að 75. grein geri ráð fyrir að óheimilt verði að aka almenningsvögnum þar sem heimilt er að aka á 80 km hraða eða meira. Með þessu verður ekki hægt að tengja Kjalarnes við almenningssamgöngukerfið með hefðbundnu gulu vögnum fyrirtækisins, að því er fram kemur í umsögninni.

Fyrirtækið leggur til að breytingar verði gerðar á lögunum svo að heimilt verði í lögum að hafa reiðhjólafestingar framan á strætisvögnum fyrirtækisins. Strætó segir þetta leið til þess að tengja saman umhverfisvæna samgöngumáta, en nú er takmarkað pláss í vögnum Strætó til þess að flytja reiðhjól.

Landssamband hjólreiðarmanna leggur fram talsverðan fjölda ábendinga í sinni umsögn um frumvarpið. Meðal þeirra er tillaga sambandsins um að gangandi vegfarendum á göngustígum verði gert að halda sig til hægri á göngustígum. Samkvæmt frumvarpinu myndi þó ekki vera viðurlög við brotum á þessu ákvæði.

Sjálfkeyrandi ökutæki við Hörpu í vor.
Sjálfkeyrandi ökutæki við Hörpu í vor. Valgarður Gíslason

Ekkert um sjálfkeyrandi bíla

Í umsögn Viðskiptaráðs Íslands er meðal annars lýst áhyggjum yfir því að ekki er tekið tillit til tækniframfara sem hafa þegar orðið á sviði ökuþjarka eða sjálfkeyrandi bíla, og segir að hvergi í umræddu frumvarpi sé gert ráð fyrir slíkum farartækjum.

„Þetta veldur Viðskiptaráði nokkrum áhyggjum þar sem samanburðarlönd Íslands eru í óða önn að búa sig undir innreið sjálfkeyrandi bíla meðan hornsteinn íslenskrar umferðarlöggjafar til næstu áratuga er hljóður um þessi mál,“ segir í umsögninni.

Þá vísar Viðskiptaráð til þess að gildandi löggjöf tók gildi 1988 og leysti hún af hólmi löggjöf frá 1968. Endurskoðun gildandi laga hófst 2007 og í ljósi þessa megi gera ráð fyrir því að ný lög muni gilda í langan tíma og af þeim sökum telur ráðið mikilvægt að horft verði til breytinga sem verða í framtíðinni.

Löggjöf um ökuréttindi hert án skýringa

Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu hafa sent frá sér sameiginlega umsögn og er þar sett út á ýmis ákvæði frumvarpsins. Telja samtökin meðal annars að í frumvarpinu séu ýmis ný skilyrði fyrir að öðlast ökuréttindi og að verið sé að þrengja löggjöfina án þess að færa fyrir því rök.

Þá segja samtökin að „við lögfestingu nýrra reglna og innleiðingu Evrópulöggjafar verði að velja þá leið sem er minnst íþyngjandi sem völ er á nema sterk rök standi til annars. Engar athugasemdir eru í frumvarpsdrögunum með röksemdafærslu fyrir því hvers vegna þurfa að herða skilyrðin.“

Frumvarpið miðar að því að stytta gildistíma ökuskírteina og telja samtökin að skortur sé á rökstuðningi fyrir þessu. Einnig er bent á að óljóst er hvaða áhrif þetta nýja ákvæði hafi á þau skírteini sem þegar hafa verið gefin út.

mbl.is

Innlent »

Spyr um kostnað við Landsréttarmálið

08:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi þar sem hún spyr um kostnað vegna skipunar dómara við Landsrétt. Meira »

Fall WOW air yrði mikið högg

08:32 Stjórnendur Íslenskra fjallaleiðsögumanna unnu í gær að viðbragðsáætlun vegna mögulegs brotthvarfs WOW air af markaði.  Meira »

Leggst gegn þjóðgarði á miðhálendi

08:18 „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst alfarið gegn áformum um stofnun miðhálendisþjóðgarðs sem kynnt hafa verið sveitarfélögum á umliðnum vikum,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar frá 21. mars. Meira »

1.700 hús tengjast ljósleiðara

07:57 Fjarskiptasjóður styrkir tengingu 1.702 lögbýla og fyrirtækja í sveitum landsins við ljósleiðara á næstu þremur árum. Búast má við að mun fleiri tengist í þessum verkefnum, meðal annars sumarhús og önnur híbýli sem ekki njóta ríkisstyrks. Meira »

Pappírsnotkun þingsins minnkað

07:37 Pappírsnotkun Alþingis hefur minnkað jafnt og þétt á undanförnum árum, samkvæmt skriflegu svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Meira »

Hélstu að veturinn væri búinn?

06:50 Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands segir ljóst að veturinn sé ekki tilbúinn til að sleppa af okkur takinu enn þá ef marka má veðurhorfur á landinu næstu daga. Slydda og stormur eru meðal þess sem bíður handan við hornið. Meira »

Þrjú útköll á Akureyri

06:19 Lögreglan á Akureyri þurfti í þrígang að aðstoða fólk innanbæjar í nótt vegna foks á lausamunum. Um fimm í morgun mældust 29 metrar á sekúndu í hviðum þar. 9 stiga hiti var á Akureyri undir morgun. Meira »

Klæðalítill með hávaða og læti

06:12 Lögreglan var kölluð út um miðnætti vegna ofurölvaðs gests á hóteli í hverfi 105. Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, klæðalítill á stigagangi með hávaða og læti. Meira »

Flug WOW á áætlun

05:51 Flugvél WOW air sem var að koma frá Montreal í Kanada lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 4:13 í nótt en vélin átti að koma hingað til lands sólarhring fyrr. Alls komu sex vélar WOW frá Norður-Ameríku í morgun. Meira »

Sókn eftir sæbjúgum mögulega of stíf

05:30 Í nýrri ráðgjöf um veiðar á sæbjúgum á skilgreindum svæðum frá 1. apríl til loka fiskveiðiárs er miðað við að afli samtals fari ekki yfir 883 tonn. Það sem af er fiskveiðiári er búið að landa 2.300 tonnum. Meira »

Hvalaafurðir fluttar út fyrir 940 milljónir

05:30 Alls voru 1.469 tonn af hvalaafurðum flutt út á síðasta ári. Árið 2017 voru flutt úr 1.407 tonn og 1529 tonn árið 2016, en tvö síðartöldu árin voru veiðar á stórhvelum ekki stundaðar við landið. Meira »

Sameinast um úrvinnslu veðurgagna

05:30 Ársfundur Veðurstofu Íslands er haldinn í dag undir yfirskriftinni: Nýjar áskoranir - nýjar leiðir. Honum verður streymt á netinu og fást nánari upplýsingar á vefnum vedur.is eða Facebooksíðu Veðurstofu Íslands. Meira »

Eldi á ófrjóum laxi hefst á Austfjörðum

05:30 Fiskeldi Austfjarða hefur fengið rekstrar- og starfsleyfi til stækkunar fiskeldis síns í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Gefur það fyrirtækinu möguleika á að auka laxeldi sitt. Meira »

Munnhirða unglingsstráka slæm

05:30 Strákar í tíunda bekk drekka meira gos og bursta sjaldnar tennurnar en stelpur á sama aldri. Þetta kemur fram í rannsóknarverkefni Dönu Rúnar Heimisdóttur tannlæknis sem fjallar um neyslu- og tannhirðuvenjur unglinga. Meira »

Vilja umbreyta skuldum

05:30 Kröfuhafar og skuldabréfaeigendur WOW air funduðu í þriðja sinn í gærkvöldi. Markmiðið var að afla nægilega margra undirskrifta vegna áætlunar um að umbreyta skuldum í 49% hlutafjár. Söfnunin var sögð hafa gengið vel. Þó hafði ekki tekist að afla tilskilins fjölda þegar Morgunblaðið fór í prentun. Meira »

Auknar líkur á ofanflóðum

Í gær, 23:55 Veðurstofan varar við auknum líkum á ofanflóðum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum í nótt og fyrramálið. Talsvert mikið rigndi á þessum slóðum í dag samfara leysingu í hlýindum. Meira »

Alþingi heldur sig frá samfélagsmiðlum

Í gær, 22:36 Engin áform eru uppi um að birta auglýsingar frá Alþingi á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, YouTube og Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Meira »

Óvænt í rekstur í Wales

Í gær, 22:20 Röð tilviljana leiddi til þess að Sveinbjörn Stefán Einarsson, tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur, varð meðeigandi að bókabúðinni Bookends í bænum Cardigan í Wales. Meira »

Utanríkisráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Í gær, 21:45 Utanríkisráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Meira »
Frá Kattholti
Munið að með því að gerast félagar í Kattavinafélagi Íslands styðið þið við star...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...