Starfsmenn stefna Hval hf.

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta eru mál sem eru með nákvæmlega sama hætti og málið sem vannst fyrir Hæstarétti. Þau eru byggð á sama grunni; orðalagi í ráðningasamningum og vikulegum frídegi sem Hæstiréttur er búinn að staðfesta. Ég geri fastlega ráð fyrir því að við munum vinna þessi mál líka,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Alls níu fyrrverandi starfsmenn Hvals hf. hafa stefnt fyrirtækinu fyrir héraðsdóm.

Af málunum níu fer Verkalýðsfélag Akraness með sjö þeirra, en hin tvö í gegnum önnur stéttarfélög.

Vilhjálmur Birgisson.
Vilhjálmur Birgisson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hval hf. var gert að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum rúma hálfa milljón króna vegna brota á kjarasamningi í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 14. júní.

„Við fórum með þetta eina mál á sínum tíma sem prófmál og núna erum við að reyna að fara með þessi sjö mál sem munu þá endurspegla allan fjöldann. Hjá okkur eru þetta tæplega 100 manns. Fordæmisgildi þessa dóms getur numið allt að 250 til 300 milljónum króna,“ segir Vilhjálmur.

Málið höfðaði starfsmaðurinn vegna launa sem ekki voru í sam­ræmi við kjara­samn­ing Samtaka atvinnulífsins og Starfs­greina­sam­bands­ins, sem Verka­lýðsfé­lag Akra­ness á aðild að, en hann starfaði í hval­stöðinni sum­arið 2015.

Hæstirétt­ur komst að þeirri niður­stöðu í dómn­um að hvíld­ar­tími starfs­manns­ins hafði verið skert­ur og hon­um ekki tryggður einn viku­leg­ur frí­dag­ur. Þó að ekki sé gert ráð fyr­ir að slík­ur frí­dag­ur sé launaður beri vinnu­veit­anda að tryggja þessa lág­marks­hvíld. Þar sem Hval­ur hf. hafi ekki gert það beri að greiða dag­vinnu­laun vegna þeirra. Með öðrum orðum fái starfs­menn átt­unda dag­inn greidd­an vinni þeir sjö daga sam­fleytt.

Dómurinn fordæmi fyrir hundrað starfsmenn

Í kjölfar dómsins sagði Vilhjálmur að hátt í hundrað starfsmenn Hvals hf. á vertíðum 2013-2015 hefðu fengið sams konar samning og að eðlilegast væri að Hvalur hf. myndi endurreikna laun þeirra en að hann teldi líklegra að Hvalur myndi láta reyna á málin fyrir dómstólum.

Vilhjálmur segir málin sjö, sem tekin verða fyrir 4. september hjá Héraðsdómi Vesturlands, ná til allra þeirra félagsmanna sem hafa starfað undir ofangreindum kjarasamningum.

„Þetta nær til hundrað manns í heildina. Það eru 97 félagsmenn okkar sem heyra undir þessa kröfu og síðan förum við núna fyrir héraðsdóm með þessi sjö mál og það er gert með þessum hætti til að klára málið. Það er erfitt að flytja hundrað mál.“

Í kjölfar dómsins 14. júní fullyrti Vilhjálmur að starfsfólki Hvals hf. hafði verið meinað að vera í VLFA og sagði að um grófar hefndaraðgerðir væri að ræða.

Aðspurður segir Vilhjálmur að það mál verði tekið fyrir hjá félagsdómi 26. ágúst.

„Við stefndum því máli fyrir félagsdóm vegna þess að hann [Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals] meinaði starfsfólki sínu að vera hjá okkur. Það var gróft brot á lögum um stéttarfélög og það mál er fyrir félagsdómi en það virðist sem svo að hann sé að sjá að sér.

Okkur sýnist hann vera að bakka með það mál því það eru byrjuð að berast til okkar félagsgjöld og starfsmenn hafa mátt velja. Við erum að skoða þessi mál með okkar lögmanni og bíðum eftir greinargerð frá lögmönnum Hvals hf. Þeir hafa ekki óskað eftir því að við drögum málið til baka en það liggur fyrir að félagsgjöld tæplega fimmtíu manns eru farin að berast til okkar þannig við erum að reyna að ná utan um þetta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Útköll í heimahús vegna hávaða

08:10 Nokkuð var um útköll í heimahús vegna hávaða úr samkvæmum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Hægviðri víða með morgninum

07:09 Víða verður hægviðri með morgninum og skýjað að mestu. Hiti verður á bilinu 3 til 9 stig að deginum.  Meira »

Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

Í gær, 21:35 Við slökkvistarf í eldsvoðanum í Dalshrauni í dag lak mikið vatn niður í verslun Húsasmiðjunnar, sem er á neðri hæð hússins sem brann. Óvíst er um hvort hægt verði að opna verslunina á þriðjudaginn. Meira »

Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

Í gær, 21:13 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. Meira »

Sýnin breytti lífi mínu

Í gær, 20:30 Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigandi Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir andlegum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Meira »

Enginn liggur undir grun vegna bruna

Í gær, 20:25 Eldsupptökin í brunanum í fjölbýli í Dalshrauni í dag virðast hafa verið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri. Enginn liggur undir gruni og enginn er í haldi lögreglu. Meira »

Brosir og hlær sig í gegnum allt

Í gær, 20:19 Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Meira »

Vann tvær milljónir

Í gær, 19:39 Fyrsti vinningur gekk ekki út í lottoútdrætti kvöldsins og því verður potturinn tvöfaldur næst. Tveir skipta með sér bónusvinningnum og hljóta rúmlega 160 þúsund krónur í vinning. Meira »

Slökkviliðið að ljúka störfum

Í gær, 19:20 Slökkviliðið er nú að ljúka störfum á vettvangi eldsvoðans í Dalshrauni í Hafnarfirði sem varð fyrr í dag. Fjórum var þar bjargað af þaki logandi húss. Meira »

Láðist að kynna sér reglur um fiskveiðar

Í gær, 18:39 Um kl. 23 í gærkvöldi urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl. Meira »

Bjóða heimilislausum í páskamat

Í gær, 18:20 „Sonur minn, sem bjó á götunni, lést 15. október síðastliðinn. Ég hafði hitt hann tíu dögum áður og þá töluðum við að ég ætlaði að fara að snúa mér að því að vinna fyrir fólkið á götunni og nú er ég að því,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schram, móðir Þorbjörns Hauks Liljarssonar. Meira »

Spá versnandi færð fyrir austan

Í gær, 18:03 Það gengur í norðanátt með talsverðri rigningu á Austfjörðum annað kvöld, en snjóar á fjallvegum og því versnandi færð þar, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Búið að slökkva eldinn

Í gær, 17:50 Tekist hefur að ráða niðurlögum eldsins í Dalshrauni, sem kviknaði í íbúðarhúsnæði á efri hæð fyrr í dag. Fjórum var komið til bjargar á staðnum. Meira »

Eldsvoði í Dalshrauni

Í gær, 16:10 Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem logar í íbúð í Dalshrauni í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins var töluverður eldur þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn. Meira »

Klofningur innan SA „fjarstæðukenndur“

Í gær, 15:16 „Þetta er algerlega fjarstæðukennd túlkun. Björn er grandvar maður og ef rétt er haft eftir honum þá þykja mér þessi ummæli einkennileg,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um ummæli Björns Snæbjörnssonar, formanns Starfsgreinasambandsins. Meira »

Gæðabakstur hækkar verð um 6,2%

Í gær, 15:04 Verð á öllum vörum Gæðabaksturs, Ömmubaksturs og Kristjánsbakarís hækka um 6,2% frá og með 1. maí. Í tilkynningu frá framleiðendunum kemur fram að hækkunin sé meðal annars til komin vegna verðhækkunar á hráefnum, svo sem um 30% á hveiti vegna uppskerubrests. Meira »

Stjórnsýslan þurfi að vera fljótari

Í gær, 13:15 Skilvirkara ferli þarf fyrir leyfisveitingar til fiskeldis á Íslandi. Þetta segir Gunnar Davíðsson, sjávarútvegsfræðingur og deildarstjóri atvinnuþróunardeildar Troms-fylkis í Noregi. Löngu ferli fylgi mikill kostnaður, fyrir fyrirtæki en einnig fyrir stjórnsýsluna. Meira »

Framsetning verðhækkana „ósmekkleg“

Í gær, 13:15 „Mér finnst ósmekklegt að setja þetta fram með þessum hætti. Þegar ríki og sveitarfélög setja inn í samninga að þau ætli að halda aftur af sér í verðhækkunum er skrýtið að fyrirtæki á almenna markaðnum ætli að vaða á undan,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Segja heimildir og fordæmi til staðar

Í gær, 12:31 Isavia telur sig hafa fullnægjandi lagaheimildir til kyrrsetningar á flugvél Air Lease Corporation vegna skuldar umráðaaðilans WOW air og segir dómafordæmi í málinu. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa Isavia við fyrirspurn mbl.is. Meira »