Starfsmenn stefna Hval hf.

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta eru mál sem eru með nákvæmlega sama hætti og málið sem vannst fyrir Hæstarétti. Þau eru byggð á sama grunni; orðalagi í ráðningasamningum og vikulegum frídegi sem Hæstiréttur er búinn að staðfesta. Ég geri fastlega ráð fyrir því að við munum vinna þessi mál líka,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Alls níu fyrrverandi starfsmenn Hvals hf. hafa stefnt fyrirtækinu fyrir héraðsdóm.

Af málunum níu fer Verkalýðsfélag Akraness með sjö þeirra, en hin tvö í gegnum önnur stéttarfélög.

Vilhjálmur Birgisson.
Vilhjálmur Birgisson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hval hf. var gert að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum rúma hálfa milljón króna vegna brota á kjarasamningi í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 14. júní.

„Við fórum með þetta eina mál á sínum tíma sem prófmál og núna erum við að reyna að fara með þessi sjö mál sem munu þá endurspegla allan fjöldann. Hjá okkur eru þetta tæplega 100 manns. Fordæmisgildi þessa dóms getur numið allt að 250 til 300 milljónum króna,“ segir Vilhjálmur.

Málið höfðaði starfsmaðurinn vegna launa sem ekki voru í sam­ræmi við kjara­samn­ing Samtaka atvinnulífsins og Starfs­greina­sam­bands­ins, sem Verka­lýðsfé­lag Akra­ness á aðild að, en hann starfaði í hval­stöðinni sum­arið 2015.

Hæstirétt­ur komst að þeirri niður­stöðu í dómn­um að hvíld­ar­tími starfs­manns­ins hafði verið skert­ur og hon­um ekki tryggður einn viku­leg­ur frí­dag­ur. Þó að ekki sé gert ráð fyr­ir að slík­ur frí­dag­ur sé launaður beri vinnu­veit­anda að tryggja þessa lág­marks­hvíld. Þar sem Hval­ur hf. hafi ekki gert það beri að greiða dag­vinnu­laun vegna þeirra. Með öðrum orðum fái starfs­menn átt­unda dag­inn greidd­an vinni þeir sjö daga sam­fleytt.

Dómurinn fordæmi fyrir hundrað starfsmenn

Í kjölfar dómsins sagði Vilhjálmur að hátt í hundrað starfsmenn Hvals hf. á vertíðum 2013-2015 hefðu fengið sams konar samning og að eðlilegast væri að Hvalur hf. myndi endurreikna laun þeirra en að hann teldi líklegra að Hvalur myndi láta reyna á málin fyrir dómstólum.

Vilhjálmur segir málin sjö, sem tekin verða fyrir 4. september hjá Héraðsdómi Vesturlands, ná til allra þeirra félagsmanna sem hafa starfað undir ofangreindum kjarasamningum.

„Þetta nær til hundrað manns í heildina. Það eru 97 félagsmenn okkar sem heyra undir þessa kröfu og síðan förum við núna fyrir héraðsdóm með þessi sjö mál og það er gert með þessum hætti til að klára málið. Það er erfitt að flytja hundrað mál.“

Í kjölfar dómsins 14. júní fullyrti Vilhjálmur að starfsfólki Hvals hf. hafði verið meinað að vera í VLFA og sagði að um grófar hefndaraðgerðir væri að ræða.

Aðspurður segir Vilhjálmur að það mál verði tekið fyrir hjá félagsdómi 26. ágúst.

„Við stefndum því máli fyrir félagsdóm vegna þess að hann [Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals] meinaði starfsfólki sínu að vera hjá okkur. Það var gróft brot á lögum um stéttarfélög og það mál er fyrir félagsdómi en það virðist sem svo að hann sé að sjá að sér.

Okkur sýnist hann vera að bakka með það mál því það eru byrjuð að berast til okkar félagsgjöld og starfsmenn hafa mátt velja. Við erum að skoða þessi mál með okkar lögmanni og bíðum eftir greinargerð frá lögmönnum Hvals hf. Þeir hafa ekki óskað eftir því að við drögum málið til baka en það liggur fyrir að félagsgjöld tæplega fimmtíu manns eru farin að berast til okkar þannig við erum að reyna að ná utan um þetta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Reynt að minnka framúrkeyrslu í S-Mjódd

08:35 Heildarkostnaður við uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði ÍR í Suður-Mjódd er að óbreyttu áætlaður um 2.333 milljónir króna á verðlagi í október 2018. Er það hækkun kostnaðaráætlunar upp á 314 milljónir króna. Meira »

ÍAV lægstir í breikkun Suðurlandsvegar

07:57 Íslenskir aðalverktakar eiga lægsta tilboð í fyrsta áfanga breikkunar og lagningu nýs Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á 1.361 milljón kr. sem er 111 milljónum kr. yfir áætlun Vegagerðarinnar. Tilboðið var tæplega 9% yfir áætlun. Meira »

Guðni stefnir á flug milli lands og Eyja

07:37 Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur lagt til breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins til að hægt sé að koma upp flugbraut á bænum Guðnastöðum í Landeyjum. Tillaga þessi er í umsagnarferli fram að jólum. Meira »

Slydda og snjókoma á morgun

07:03 Spáð er austan- og norðaustangolu eða -kalda í dag. Víða verður dálítil rigning eða slydda en þurrt að kalla vestanlands. Hiti 0 til 5 stig. Meira »

Olli slysi í vímu

05:49 Ökumaður sem var undir áhrifum vímuefna ók yfir á rauðu ljósi á Höfðabakkabrú í nótt með þeim afleiðingum að hann lenti í árekstri við aðra bifreið. Báðir ökumennirnir voru fluttir á Landspítalann til aðhlynningar eftir slysið. Meira »

Byggingarréttargjald þungur baggi

05:30 „Mér finnst þetta í raun vera ákall til borgarinnar. Það er hins vegar ekki brugðist við því, gefið í skyn að þetta sé villandi og ég fæ ekki betur séð en að þessu bréfi sé enn ósvarað,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, við Morgunblaðið. Meira »

Franskur ferðarisi umsvifamikill í Leifsstöð

05:30 Lagardère Travel Retail er stærsti veitingastaður landsins á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki.  Meira »

Fleiri erlendir ríkisborgarar við vinnu

05:30 Atvinnulausum fjölgaði um 769 í október, miðað við sama mánuð á síðasta ári. Á sama tíma fjölgar atvinnuleyfum sem Vinnumálastofnun veitir erlendum ríkisborgurum. Meira »

Birta samninginn við Arion banka

05:30 Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur ákveðið að birta í heild sinni á vef sjóðsins samning við Arion banka um rekstur og eignastýringu. Meira »

Vissu ekki af kæru Seðlabankans í 3 ár

05:30 Eftir að hafa verið í rannsókn hjá Seðlabankanum kærði bankinn framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar og stjórn fyrirtækisins til embættis Ríkislögreglustjóra árið 2011. Fyrirtækið vissi hins vegar ekki af kærunni í þrjú ár. Meira »

Mikil fjölgun dauðsfalla ungra

05:30 „Það er erfitt að horfa upp á þessa aukningu,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en dauðsföllum hjá yngri sjúklingum hefur fjölgað mikið síðustu misseri. Meira »

Borga fyrst, borða svo

05:30 Jólahlaðborð byrja á veitingahúsunum VOX og Satt um næstu helgi og helgina þar á eftir koma jólamatseðlar á veitingahúsunum Geira Smart og Slippbarnum. Meira »

Vilja hafna þriðja orkupakka ESB

Í gær, 23:06 Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjavík telur að ástæða sé til að að hafna þriðja orkupakka ESB og að leita þurfi allra leiða til að verja íslenskan landbúnað fyrir hættum sem stafa af óheftum innflutningi. Meira »

Hringsólaði í klukkutíma

Í gær, 21:53 Farþegaþotu Icelandair sem var á leiðinni til San Francisco í Bandaríkjum var snúið við skömmu eftir að hún tók á loft frá Keflavíkurflugvelli síðdegis vegna bilunar í hreyfli. Meira »

Opna nýjan sjávarklasa í Seattle

Í gær, 21:45 Nýr systurklasi Sjávarklasans verður formlega stofnaður í húsakynnum Marel í Seattle á morgun. Í forsvari fyrir klasann verður Lára Hrönn Pétursdóttir sjávarútvegsfræðingur sem hefur meðal annars gegnt störfum skipstjóra, stýrimanns og háseta. Meira »

Milljónir séð auglýsingu fyrir au-pair

Í gær, 21:37 María og Jesper eru búsett á Eskifirði og eiga sex ára tvíbura. Þau hafa tvisvar verið með au-pair, en eftir að hafa auglýst eftir danskri au-pair á Facebook hefur þeim borist á sjöunda tug umsókna og hefur auglýsingunni verið deilt yfir 7.500 sinnum. Meira »

Fjórir skiptu með sér 45 milljónum

Í gær, 20:43 Fjórir heppnir miðaeigendur skiptu með sér 45 milljóna króna fyrsta vinningi í nóvemberútdrætti Happdrættis Háskólans en dregið var í kvöld. Meira »

20% fjölgun fólks á biðlistum

Í gær, 20:31 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst og í september biðu að meðaltali 411 einstaklingar eftir slíkum rýmum. Í september í fyrra biðu að meðaltali 342 og nemur fjölgunin á landsvísu 20%. Meira »

Orðlaus yfir tillögu fjárlaganefndar

Í gær, 20:22 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist vera orðlaus yfir tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að lækka framlög til öryrkja um 1.100 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...