Starfsmenn stefna Hval hf.

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta eru mál sem eru með nákvæmlega sama hætti og málið sem vannst fyrir Hæstarétti. Þau eru byggð á sama grunni; orðalagi í ráðningasamningum og vikulegum frídegi sem Hæstiréttur er búinn að staðfesta. Ég geri fastlega ráð fyrir því að við munum vinna þessi mál líka,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Alls níu fyrrverandi starfsmenn Hvals hf. hafa stefnt fyrirtækinu fyrir héraðsdóm.

Af málunum níu fer Verkalýðsfélag Akraness með sjö þeirra, en hin tvö í gegnum önnur stéttarfélög.

Vilhjálmur Birgisson.
Vilhjálmur Birgisson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hval hf. var gert að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum rúma hálfa milljón króna vegna brota á kjarasamningi í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 14. júní.

„Við fórum með þetta eina mál á sínum tíma sem prófmál og núna erum við að reyna að fara með þessi sjö mál sem munu þá endurspegla allan fjöldann. Hjá okkur eru þetta tæplega 100 manns. Fordæmisgildi þessa dóms getur numið allt að 250 til 300 milljónum króna,“ segir Vilhjálmur.

Málið höfðaði starfsmaðurinn vegna launa sem ekki voru í sam­ræmi við kjara­samn­ing Samtaka atvinnulífsins og Starfs­greina­sam­bands­ins, sem Verka­lýðsfé­lag Akra­ness á aðild að, en hann starfaði í hval­stöðinni sum­arið 2015.

Hæstirétt­ur komst að þeirri niður­stöðu í dómn­um að hvíld­ar­tími starfs­manns­ins hafði verið skert­ur og hon­um ekki tryggður einn viku­leg­ur frí­dag­ur. Þó að ekki sé gert ráð fyr­ir að slík­ur frí­dag­ur sé launaður beri vinnu­veit­anda að tryggja þessa lág­marks­hvíld. Þar sem Hval­ur hf. hafi ekki gert það beri að greiða dag­vinnu­laun vegna þeirra. Með öðrum orðum fái starfs­menn átt­unda dag­inn greidd­an vinni þeir sjö daga sam­fleytt.

Dómurinn fordæmi fyrir hundrað starfsmenn

Í kjölfar dómsins sagði Vilhjálmur að hátt í hundrað starfsmenn Hvals hf. á vertíðum 2013-2015 hefðu fengið sams konar samning og að eðlilegast væri að Hvalur hf. myndi endurreikna laun þeirra en að hann teldi líklegra að Hvalur myndi láta reyna á málin fyrir dómstólum.

Vilhjálmur segir málin sjö, sem tekin verða fyrir 4. september hjá Héraðsdómi Vesturlands, ná til allra þeirra félagsmanna sem hafa starfað undir ofangreindum kjarasamningum.

„Þetta nær til hundrað manns í heildina. Það eru 97 félagsmenn okkar sem heyra undir þessa kröfu og síðan förum við núna fyrir héraðsdóm með þessi sjö mál og það er gert með þessum hætti til að klára málið. Það er erfitt að flytja hundrað mál.“

Í kjölfar dómsins 14. júní fullyrti Vilhjálmur að starfsfólki Hvals hf. hafði verið meinað að vera í VLFA og sagði að um grófar hefndaraðgerðir væri að ræða.

Aðspurður segir Vilhjálmur að það mál verði tekið fyrir hjá félagsdómi 26. ágúst.

„Við stefndum því máli fyrir félagsdóm vegna þess að hann [Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals] meinaði starfsfólki sínu að vera hjá okkur. Það var gróft brot á lögum um stéttarfélög og það mál er fyrir félagsdómi en það virðist sem svo að hann sé að sjá að sér.

Okkur sýnist hann vera að bakka með það mál því það eru byrjuð að berast til okkar félagsgjöld og starfsmenn hafa mátt velja. Við erum að skoða þessi mál með okkar lögmanni og bíðum eftir greinargerð frá lögmönnum Hvals hf. Þeir hafa ekki óskað eftir því að við drögum málið til baka en það liggur fyrir að félagsgjöld tæplega fimmtíu manns eru farin að berast til okkar þannig við erum að reyna að ná utan um þetta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

KSÍ mun fara vel með „Húh!-ið“

13:18 „Það er ánægjulegt að við séum komin með réttinn á „Húh!-ið“. Þetta hefur verið samnefnari fyrir okkar stuðningsmenn og liðið og víkingaklappið er orðið þekkt um allan heim,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Meira »

Rólegt en kólnandi veður um helgina

13:04 Á morgun verður heiðskírt á höfuðborgarsvæðinu en þó kólnandi veður. Á sunnudag fer að hvessa og talsverð rigning verður á mánudag, þriðjudag og miðvikudag, ásamt hvassviðri. Meira »

Líður að lokum makrílvertíðar

13:01 Makrílaflinn á vertíðinni er kominn yfir 110 þúsund tonn en heildarkvóti ársins er 146 þúsund tonn. Farið er að síga á seinni hluta vertíðar og flestar útgerðir uppsjávarskipa nálgast þau mörk að mega flytja það sem er óveitt af aflaheimildum yfir á næsta ár en heimilt er að flytja 10% á milli ára. Meira »

Flugfreyjufélagið fundar í Kópavogi

12:10 Opinn fundur Flugfreyjufélags Íslands með félagsmönnum sínum er hafinn í húsnæði félagsins í Hlíðasmára í Kópavogi.  Meira »

Vilja byggja þyrlupall á Heimaey

12:00 Fimm þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verði falið að gera ráðstafanir til að Isavia geti hannað og staðsett þyrlupall á Heimaey til að „auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.“ Meira »

Ætlar að hitta Áslaugu Thelmu

11:45 Helga Jónsdóttir, sem kemur til starfa sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á mánudaginn, ætlar að hitta Áslaugu Thelmu Einarsdóttur í næstu viku. Þetta staðfestir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar í samtali við mbl.is. Meira »

Fréttir oftast sóttar á fréttavefi

11:41 Helmingur landsmanna sækir helst fréttir af vefsíðum fréttamiðla. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR sem var framkvæmd 3. til 10. ágúst. Meira »

Leita að liðsafla í stærstu björgunarsveitina

11:25 Söfnunarþáttur fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg verður sýndur á Stöð 2 í opinni dagskrá annað kvöld, klukkan 19.25. Þar verður leitast við að tryggja félaginu sem flesta bakverði sem styrkja félagið með mánaðarlegum framlögum. Meira »

Meintur svikahrappur í gæsluvarðhald

11:18 Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni erlendan karlmann sem grunaður er um að hafa ferðast á flugmiða sem svikinn var út á stolið greiðslukort eða kortaupplýsingar. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. september. Meira »

Tímaþjófar í haldi

11:00 Lögreglan á Suðurnesjum handtók í fyrradag þrjá karlmenn vegna rannsóknar á máli er kom upp þegar úri að verðmæti 370 þúsund krónur var stolið úr úra- og skartgripaverslun í umdæminu. Meira »

Athugasemdir við hæfniskröfur

10:55 Stjórn Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ) hefur sent skriflegar athugasemdir til stjórnar Veitna ofh. vegna auglýsingar um lausar stöður forstöðumanna hjá Veitum. VFÍ telur menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til starfanna ekki nægilega miklar og óskar eftir skýringum á því af hverju sérfræðiþekkingu og háskólamenntun á sviði verkfræði sé gert svo lágt undir höfði. Meira »

Ráðherra fékk leiðsögn frá lögreglu

10:50 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kom hjólandi á fund ríkisstjórnarinnar sem fram fór í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun. Tilefnið er evrópsk samgönguvika sem nú stendur yfir. Meira »

Ölvaður með sveppapoka í bílnum

10:36 Ökumaður sem lögreglumenn á Suðurnesjum stöðvuðu í gær vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna viðurkenndi að vera einnig ölvaður. Í hólfi undir farþegasæti í bifreið hans fannst poki með sveppum og viðurkenndi hann eign sína á þeim. Meira »

Krefst gagna frá Isavia

10:15 Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur óskað eftir því að Isavia láti nefndinni í té „trúnaðargögn“ um mánaðarlegan farþegafjölda og sætanýtingu hvers flugrekanda sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2017 vegna kæru vefmiðilsins Túrista til úrskurðarnefndarinnar. Meira »

Eldur í bíl við Helguvík

10:09 Eldur kom upp í kyrrstæðri og mannlausri bifreið í nágrenni Helguvíkur í gær. Brunavarnir Suðurnesja slökktu eldinn en bifreiðin er gjörónýt. Bifreiðin hafði bilað og var því skilin eftir í vegkantinum. Meira »

Eldislax hefði náð að hrygna í haust

09:24 Eldislax sem veiddist í Eyjafjarðará í byrjun mánaðarins var að því kominn að hrygna og hefði líklega náð því í haust. Þetta kemur fram í máli Guðna Bergssonar, sviðsstjóra og sérfræðings ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun, í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Bein aðför að smábátaútgerð

08:48 Formenn þriggja svæðisfélaga Landssambands smábátaeigenda hafa harðlega gagnrýnt tillögur um að banna handfæraveiðar á tilteknum svæðum í Faxaflóa og Breiðafirði. Meira »

Nýjar íbúðir kosta 51 milljón að meðaltali

08:36 Fjórtán prósent allra íbúðaviðskipta á almennum markaði fyrstu sjö mánuði ársins voru vegna nýbygginga, samanborið við þrjú prósent árið 2010. Þegar síðasta uppsveifla náði hámarki árið 2007 var hlutfallið 18 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs (ÍLS) um markað með nýjar íbúðir. Meira »

Viljum halda við þjóðlegri matarhefð

08:18 „Við tökum lítið núna, bara rétt til að fá bragðið. Við höfum gaman af þessu og viljum reyna að halda við þjóðlegri matarhefð. Unga fólkið er svolítið tregt að borða þetta en finnst gott að smakka þegar það fær slátrið nýtt upp úr pottinum.“ Meira »