Starfsmenn stefna Hval hf.

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta eru mál sem eru með nákvæmlega sama hætti og málið sem vannst fyrir Hæstarétti. Þau eru byggð á sama grunni; orðalagi í ráðningasamningum og vikulegum frídegi sem Hæstiréttur er búinn að staðfesta. Ég geri fastlega ráð fyrir því að við munum vinna þessi mál líka,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Alls níu fyrrverandi starfsmenn Hvals hf. hafa stefnt fyrirtækinu fyrir héraðsdóm.

Af málunum níu fer Verkalýðsfélag Akraness með sjö þeirra, en hin tvö í gegnum önnur stéttarfélög.

Vilhjálmur Birgisson.
Vilhjálmur Birgisson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hval hf. var gert að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum rúma hálfa milljón króna vegna brota á kjarasamningi í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 14. júní.

„Við fórum með þetta eina mál á sínum tíma sem prófmál og núna erum við að reyna að fara með þessi sjö mál sem munu þá endurspegla allan fjöldann. Hjá okkur eru þetta tæplega 100 manns. Fordæmisgildi þessa dóms getur numið allt að 250 til 300 milljónum króna,“ segir Vilhjálmur.

Málið höfðaði starfsmaðurinn vegna launa sem ekki voru í sam­ræmi við kjara­samn­ing Samtaka atvinnulífsins og Starfs­greina­sam­bands­ins, sem Verka­lýðsfé­lag Akra­ness á aðild að, en hann starfaði í hval­stöðinni sum­arið 2015.

Hæstirétt­ur komst að þeirri niður­stöðu í dómn­um að hvíld­ar­tími starfs­manns­ins hafði verið skert­ur og hon­um ekki tryggður einn viku­leg­ur frí­dag­ur. Þó að ekki sé gert ráð fyr­ir að slík­ur frí­dag­ur sé launaður beri vinnu­veit­anda að tryggja þessa lág­marks­hvíld. Þar sem Hval­ur hf. hafi ekki gert það beri að greiða dag­vinnu­laun vegna þeirra. Með öðrum orðum fái starfs­menn átt­unda dag­inn greidd­an vinni þeir sjö daga sam­fleytt.

Dómurinn fordæmi fyrir hundrað starfsmenn

Í kjölfar dómsins sagði Vilhjálmur að hátt í hundrað starfsmenn Hvals hf. á vertíðum 2013-2015 hefðu fengið sams konar samning og að eðlilegast væri að Hvalur hf. myndi endurreikna laun þeirra en að hann teldi líklegra að Hvalur myndi láta reyna á málin fyrir dómstólum.

Vilhjálmur segir málin sjö, sem tekin verða fyrir 4. september hjá Héraðsdómi Vesturlands, ná til allra þeirra félagsmanna sem hafa starfað undir ofangreindum kjarasamningum.

„Þetta nær til hundrað manns í heildina. Það eru 97 félagsmenn okkar sem heyra undir þessa kröfu og síðan förum við núna fyrir héraðsdóm með þessi sjö mál og það er gert með þessum hætti til að klára málið. Það er erfitt að flytja hundrað mál.“

Í kjölfar dómsins 14. júní fullyrti Vilhjálmur að starfsfólki Hvals hf. hafði verið meinað að vera í VLFA og sagði að um grófar hefndaraðgerðir væri að ræða.

Aðspurður segir Vilhjálmur að það mál verði tekið fyrir hjá félagsdómi 26. ágúst.

„Við stefndum því máli fyrir félagsdóm vegna þess að hann [Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals] meinaði starfsfólki sínu að vera hjá okkur. Það var gróft brot á lögum um stéttarfélög og það mál er fyrir félagsdómi en það virðist sem svo að hann sé að sjá að sér.

Okkur sýnist hann vera að bakka með það mál því það eru byrjuð að berast til okkar félagsgjöld og starfsmenn hafa mátt velja. Við erum að skoða þessi mál með okkar lögmanni og bíðum eftir greinargerð frá lögmönnum Hvals hf. Þeir hafa ekki óskað eftir því að við drögum málið til baka en það liggur fyrir að félagsgjöld tæplega fimmtíu manns eru farin að berast til okkar þannig við erum að reyna að ná utan um þetta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kynna tillögur í húsnæðismálum á morgun

15:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hóf almennar stjórnmálaumræður á Alþingi þegar þingið kom aftur saman eftir jólafrí. Forystumenn stjórnamálaflokkanna taka þátt í umræðunum. Katrín fjallaði í ræðu sinni um stöðuna á vinnumarkaði og endurskoðun stjórnarskrár. Meira »

Blöskrar fjarlæging málverksins

15:39 Ákveðið var að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal úr bankanum þar sem það fór fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. „Það er álíka fráleitt að fjarlægja listaverk eins stórkostlegasta málara 20. aldarinnar, Gunnlaugs Blöndal, af vegg í opinberri stofnun eins og að brenna bækur eða fjargviðrast út af fyrirlesara á frjálsum markaði.” Meira »

Ólafur og Karl fengu ekki ræðutíma

15:36 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, óháðir þingmenn sem vikið var úr þingflokki Flokks fólksins í kjölfar Klausturmálsins, gagnrýndu forseta Alþingis við upphaf þingfundar í dag. Allir forystumenn flokka taka þátt í almennum stjórnmálaumræðum en óháðu þingmennirnir tveir fá ekki að taka þátt. Meira »

Flokka plast og pappa í verslunum

15:11 Flestir vilja minnka notkun og umstangið sem fylgir umbúðunum sem flestar vörur eru innpakkaðar í. Í tveimur verslunum Krónunnar er viðskiptavinum nú gefið færi á því að skilja plast og pappa eftir í verslununum sem sjá um að koma ruslinu í endurvinnslu. Meira »

Kæra útgáfu bráðabirgðaleyfisins

13:54 Útgáfa bráðabirgðarekstrarleyfis til fiskeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm hefur verið kærð, en leyfið var gefið út í nóvember eftir að samþykkt voru á Alþingi lög til að koma í veg fyrir að starfsemi fyrirtækisins legðist af. Meira »

Meirihluti lækna vill Landspítalann á nýjan stað

13:01 Meirihluti lækna á Íslandi telur staðsetningu Landspítala við Hringbraut í Reykjavík óheppilega og að þörf sé á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala samkvæmt niðurstöðum viðamikillar skoðanakönnunar, sem unnin var fyrir Læknafélag Íslands, eða rúmlega 60%. Meira »

Dró vélarvana skip til Hafnarfjarðar

12:12 Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá fiskiskipinu Kristínu GK síðdegis í gær, en skipið var þá vélarvana um 30 sjómílur vest-norðvestur af Garðskaga. Varðskipið Týr var þá úti fyrir Keflavík og hélt þegar í átt að fiskiskipinu. Meira »

Nægur snjór í Bláfjöllum eftir helgina

12:05 „Þetta er allt að koma,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, en þar er stefnt að opnun skíðasvæða á miðvikudag eða fimmtudag. Meira »

Græn viðvörun á Suðurlandi

11:58 Veðurstofa Íslands hefur gefið út græna viðvörun fyrir Suðurland en þar er spáð suðvestanhríð. Þar sem spáin er óstöðug er um grænt ástand að ræða sem gildir til klukkan 16. Vegagerðin hefur afturkallað spá um hríð og skafrenning suðvestan- og og sunnanlands. Meira »

Mikil óvissa um afrán hvala

11:48 Ekki er hægt að fullyrða að verulega þurfi að auka veiðar á hvölum til að þær hafi áhrif á afrakstur annarra nytjastofna sjávar til lengri tíma litið. Meira »

Meðalhraði mældur í stað punkthraða

11:47 Hraðamyndavélar af nýrri kynslóð hafa verið settar upp við Norðfjarðargöng, en í stað þess að mæla hraða bifreiða á ákveðnum tímapunkti, svokallaðan punkthraða, líkt og hefðbundnar hraðamyndavélar reikna þær út meðalhraða á tiltekinni vegalengd. Meira »

„Undarleg tímaskekkja puritanisma“

10:52 Bandalag íslenskra listmanna furðar sig á þeirri ákvörðun Seðlabanka Íslands að fjarlægja verk Gunnlaugs Blöndal úr almenningsrými og koma því fyrir í geymslum bankans og segir það undarlega tímaskekkju „puritanisma“ að ritskoða list með þessum hætti. Meira »

Þýðir ekki að opna fyrr en það er öruggt

10:47 Vegagerðin gefur lítið fyrir þá gagnrýni að hún sé of lengi að kanna aðstæður eftir að vegum er lokað. Löng röð myndaðist við vegalokun á Þjóðvegi 1 við gatnamót Þingvallavegar í gær þegar veginum um Kjalarnes var lokað en tvær rútur fóru þar út af um kvöldmatarleytið. Meira »

Vilja hvalaskýrslu dregna til baka

10:44 Stjórn Landverndar skorar á Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að draga til baka skýrslu sína um þjóðhags­leg áhrif hval­veiða sem unn­in var fyr­ir at­vinnu­vegaráðuneytið. Telur Landvernd rétt að vinna skýrsluna upp á nýtt í samráði við vistfræðinga. Meira »

Snjókomubakki með allhvössum vindi

09:38 Snjókomubakki með allhvössum vindi, skafrenningi og blindu nálgast suðvestanvert landið um klukkan 10 til 12. Veðrið lagast svo um tíma en skellur aftur á eftir klukkan 14. Meira »

„Taka því rólega og gefa sér tíma“

09:14 Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í morgun hefur gengið hægt en vel. Fólk hefur tekið mið af aðstæðum en éljagangur hefur verið af og til. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn ráðleggur fólki að fara ekki á göturnar á sumardekkjum eða að aka um á slæmum hjólbörðum. Meira »

Dæmdur fyrir ítrekuð umferðarlagabrot

08:33 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi og svipt hann ökurétti í fimm ár vegna umferðarlagabrota. Ákæran er í þrettán liðum. Meira »

Lengja beinar útsendingar úr Eldey

08:18 Vinnu við að endurnýja búnað „súluvarpsins“ úr Eldey er lokið. Útsendingar lágu niðri frá því um miðjan desember vegna skemmda á sólarrafhlöðum en þær komast í samt lag einhvern næstu daga. Stefnt er að því að lengja beinar útsendingar úr Eldey. Meira »

Heyin skutu þeim á toppinn

07:57 Afburðagóð hey sem bændurnir á Hóli í Svarfaðardal öfluðu sumrin 2017 og 2018 skjóta þeim á topp listans yfir afurðamestu kúabúin á nýliðnu ári. „Ég held að við höfum aldrei verið með jafngóð hey og þessi tvö sumur. Nytin er ekki að aukast vegna kjarnfóðurgjafar því við höfum heldur minnkað hana.“ Meira »