Þrjú hús við Lækjarfit rifin

Garðabær í flugsýn.
Garðabær í flugsýn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt útboð á niðurrifi þriggja húsa við Lækjarfit 3, 5 og 7. Það stendur hins vegar ekki til að fara í stórfelldar framkvæmdir á svæðinu milli Ásgarðs og Hafnarfjarðarvegar, að sögn Eysteins Haraldssonar, bæjarverkfræðings Garðabæjar.

Eysteinn segir í samtali við mbl.is að ekki hafi verið hannað það sem muni koma í stað húsanna þriggja, en líkur eru á að þarna komi lágreist byggð. „Þetta er ekki ákveðið, en það kæmi mér ekki á óvart ef þetta yrðu einhvers konar parhús eða raðhús. Enda er þetta kjörið svæði fyrir ungt fólk,“ segir Eysteinn.

Spurður hvort sé á teikniborðinu að koma fyrir byggð nær Hafnarfjarðarveg segir Eysteinn svo ekki vera. Hann segir að verið sé að vinna með Vegagerðinni að því að setja veginn í stokk og svo sé tekið frá svæði vegna mögulegra framkvæmda vegna borgarlínu.

Lækjarfit.
Lækjarfit. Kort/Map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert