Tvær flugur í einu höggi

Ólafur með nokkrum úr skólahljómsveitinni Alto. Frá vinstri: Sveinn Guðjónsson, …
Ólafur með nokkrum úr skólahljómsveitinni Alto. Frá vinstri: Sveinn Guðjónsson, Atli V. Jónsson, Ari E. Jónsson, Ólafur Jóhannsson, Jakob Magnússon og Gunnar Guðjónsson. Jón Pétur Jónsson bassaleikari og Pétur Hjaltested hljómborðsleikari spila með þessum köppum á Hagaskólaballinu. mbl.is/Valgarður Gíslason

Ólafur Jóhannsson er einn þessara gleðigjafa sem sjá stöðugt ný og ný tækifæri til að létta fólki lund.

Nú er hann ásamt öðrum að undirbúa Hagaskólaball, sem verður í Súlnasal Hótels Sögu (Radisson Blu Saga Hotel) 15. september nk., fyrir nemendur skólans frá upphafi. Hann tekur fram að aðrir séu einnig velkomnir og að sjálfsögðu makar, þótt þeir hafi ekki verið í skólanum.

Fyrsta Hagaskólaballið, sem Ólafur kom að í samvinnu við marga aðra, var í félagsheimili Seltjarnarness daginn fyrir uppstigningardag 2007. „Við skipulögðum það fyrir þá sem voru í skólanum 1950-1965, en fleiri komu,“ rifjar hann upp. Næstu þrjú böll voru á Hótel Sögu í byrjun febrúar 2010, 2011 og 2012. Böllin féllu niður næstu tvö árin en síðan var þráðurinn tekinn upp á ný með sumarfagnaði í safnaðarsal Háteigskirkju síðasta vetrardag 2015. Boðið var upp á bítlaball á Borginni í apríl 2016 og nú er aftur komið að fögnuði á Sögu. „Þetta er því í sjöunda sinn sem við ýtum Hagaskólaballi úr vör og þar sem mjög gaman hefur verið á þeim til þessa er ég sannfærður um að gleðin verður ekki síðri nú,“ segir Ólafur.

Sjá samtal við Ólaf um skemmtanahald þetta í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert