Vildi hlaupa maraþon eftir hjartaáfall

Fjölskylda Sigmundar hvetur hann til dáða í Þýskalandi.
Fjölskylda Sigmundar hvetur hann til dáða í Þýskalandi. Ljósmynd/Aðsend

„Með því að hlaupa til styrktar Hjartaheillum vil ég vekja athygli á því að það er ýmislegt hægt þó að menn fái hjartaáfall. Það er hægt að lifa lífinu áfram eins og hver annar,“ segir Sigmundur Stefánsson, 65 ára maraþonhlaupari og járnkarl. Sigmundur hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi til styrktar Hjartaheillum, en sjálfur fékk hann hjartaáfall fyrir tæpum tuttugu árum.

„Ég lenti í því fyrir hartnær tuttugu árum að fá hjartaáfall. Frá þeim tímamótum hef ég verið að hlaupa. Mér var nú fyrst ráðlagt að það væri ekki hollt fyrir mig. Síðan þjálfaði ég mig í rólegheitum upp í það að hlaupa maraþon,“ segir Sigmundur.

Fyrsti járnkarlinn í Frankfurt, Þýskalandi.
Fyrsti járnkarlinn í Frankfurt, Þýskalandi. Ljósmynd/Aðsend

„Ég var einmitt að æfa fyrir fyrsta maraþonið þegar ég fékk hjartaáfallið 48 ára gamall. Þá einsetti ég mér það að ef ég næði sæmilegri heilsu skyldi ég hlaupa maraþon. Og gerði það svo tveimur árum síðar.“

Síðan þá hefur Sigmundur farið járnkarlinn þrisvar sinnum, hlaupið tuttugu og sex maraþon til viðbótar og á fjórða tug hálfmaraþon. „Ég held að þetta hafi bara tekist mjög vel,“ segir hann.

Áhugi Sigmundar á járnkarlinum kviknaði þegar hann tók þátt í maraþoni í Boston í Bandaríkjunum og hann varð var við kynningu á járnkarlinum.

„Þetta hafði nú blundað í mér lengi. Sem ungur maður var ég mikill sundmaður, keppnismaður í sundi. En þarna fór ég að hugsa með mér að þetta væri eitthvað sem ég gæti. Hljóp maraþon og var þokkalegur í sundi þótt ég þyrfti náttúrulega að þjálfa mig upp og svo kunnum við nú öll að hjóla. Þetta var grunnurinn sem ég lagði af stað með.“

Mikilvægt að fara róleg af stað 

Sigmundur segist alltaf hafa passað sig að fara rólega af stað í þau verkefni sem hann leggur fyrir sig.

„Það sem ég hef alltaf passað eftir að ég fæ þetta hjartaáfall er að fara aldrei í eitthvert rosalegt álag og sprengja mig. Ég hef alltaf verið öryggismegin.“

Það hefur þó ekki staðið í vegi fyrir Sigmundi og hefur hann náð að halda fínum hraða í hlaupum og öðrum þrekraunum.

„Í járnkarlinum komst ég í tvígang á verðlaunapall í mínum flokki. Bæði í Kalmar í Svíþjóð og í Kaupmannahöfn. Miðað við aldursflokk er ég svona með þeim hraðari á landinu og er meira að segja að reyna við Íslandsmetið í flokknum núna. Fyrst og fremst er þetta spurning um æfinguna og hugarfarið. Við getum þetta öll ef við ætlum okkur það.“

Mataræðið lykilþáttur 

Þá segir Sigmundur mataræði vera mikilvægan þátt í velgengni sinni.

Sigmundur hleypur maraþon á Kínamúrnum.
Sigmundur hleypur maraþon á Kínamúrnum. Ljósmynd/Aðsend

„Það er lykillinn að þessu. Upphaflega þegar ég byrja að hlaupa, fer ég af stað því ég greindist með B-týpu af sykursýki. Þá var ég yngri maður og fer að vinna á sykrinum sem maður gerir með stöðugri hreyfingu. Þetta hjálpaði geysilega mikið og heldur blóðsykrinum hjá mér í mjög góðu jafnvægi. Þetta er svona eins og gerist, þetta verður bara fíkn. Þetta er svo skemmtilegt.“

Sigmundur leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að fara rólega af stað og að láta veikindi ekki aftra sér svo framarlega sem maður ræður við það sem maður tekur sér fyrir hendur.

„Með þessu vil ég vekja athygli á því að við getum þetta öll þó að við lendum í því að fá hjartaáfall. Spurningin er bara að fara nógu hægt af stað og viljinn til að sigrast á þessu.

Þetta er ættarsaga hjá mér, að fá hjartaáfall. Ég var búinn að sjá þá sem stóðu mér nærri þar sem þeir voru eiginlega bara sjúklingar. Ég gat ekki hugsað mér það innan við fimmtugt að verða svoleiðis þannig ég ákvað bara að hlaupa þó að læknar hefðu ráðlagt mér að gera það ekki. Það eru hartnær tuttugu ár síðan þetta gerðist og það hefur ekki þurft að vera neitt inngrip síðan. Vonandi sleppur það og verður í góðum gír.“

mbl.is

Innlent »

Viljum halda við þjóðlegri matarhefð

08:18 „Við tökum lítið núna, bara rétt til að fá bragðið. Við höfum gaman af þessu og viljum reyna að halda við þjóðlegri matarhefð. Unga fólkið er svolítið tregt að borða þetta en finnst gott að smakka þegar það fær slátrið nýtt upp úr pottinum.“ Meira »

Slydda eða snjókoma fyrir norðan

08:13 Útlit er fyrir slyddu eða snjókomu norðanlands í dag, en rigningu eða slyddu á Austurlandi, en snjókomu á heiðum. Á Suðurlandi verður að mestu þurrt, en ekki eins bjart og í gær. Þetta er meðal þess sem kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings um veðurhorfur á landinu næstu daga. Meira »

Nýtt myndver RÚV kostar 184 milljónir

08:02 Sjónvarpsfréttir Ríkisútvarpsins verða sendar út í nýju fréttamyndveri og tekur það við af myndveri sem hefur verið í notkun síðustu átján ár. Áætlaður kostnaður við nýja myndverið er 184 milljónir. Meira »

Færir Guðna dagbækurnar

07:57 Margrét Þórhildur Danadrottning mun færa Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, prentaða útgáfu af dagbókum afa síns, Kristjáns X. Danakonungs, þegar hún heimsækir landið hinn 1. desember næstkomandi í tilefni af aldarafmæli fullveldisins. Meira »

Rými fært frá bílum aftur til fólksins

07:43 Fyrir tveimur árum var ákveðið að ráðast í nokkuð róttækar breytingar á skipulagi á hluta Eixample svæðisins í Barcelona og fékk verkefnið nafnið „superblocks“. Silvia Casorrán, ábyrgðarmaður hjólreiðamála í Barcelona segir verkefnið hafa bætt öryggi í hverfinu og þá hafi líf á götunum aukist mikið. Meira »

Leggur til átak gegn veggjakroti

07:37 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði til allsherjarátak í að hreinsa veggjakrot í borginni í umhverfisráði í vikunni. Meira »

Passaði hvergi inn

06:48 Son­ur þeirra framdi sjálfs­víg rúm­lega þrítug­ur eft­ir að hafa glímt við fíkn og geðræn veik­indi. Hann var eitt af þess­um börn­um sem hvergi pössuðu inn, hvorki í skóla né ann­ars staðar. Meira »

Mikið útstreymi CO2 ekki merki um gos

06:25 Mikið útstreymi koltvísýrings (CO2) úr Kötlu er ekki vísbending um yfirvofandi gos. Þetta kemur fram í færslu Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann segir nokkurs misskilnings hafa gætt í fréttaflutningi af miklu útstreymi koltvísýrings úr Kötlu í kjölfar greinar Evgeníu Ilyinskayu og samstarfsfólks í tímaritinu Geophysical Research Letters um útstreymi koltvísýrings. Meira »

Kettir nú leyfðir í bænum

05:30 Síðastliðinn miðvikudag var ákveðið að heimila lausagöngu katta í þéttbýli í Norðurþingi, en hún hefur frá árinu 2008 verið óheimil í sveitarfélaginu. Breytingin var samþykkt á sveitarstjórnarfundi með sex atkvæðum gegn þremur. Meira »

Stjórnvöld hugi að innviðum

05:30 Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka, segir í samtali við Vinnuvélablað Morgunblaðsins að byggingariðnaðurinn sé að taka við sér eftir að hafa farið illa út úr hruninu. Meira »

Er trú mínum stjórnarsáttmála

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segist engar athugasemdir gera við að tveir þingmenn VG geri athugasemdir við fyrirhugaðar heræfingar Atlantshafsbandalagsins (NATO) hér á landi í október og nóvember, en sé trú sínum stjórnarsáttmála. Meira »

Fyrsti vetrarsnjórinn í Esjunni

05:30 Íbúar höfuðborgarsvæðisins gátu séð í gærmorgun að snjóað hafði í Esjunni, og var þetta fyrsta vetrarfölið í fjallinu í haust. Meira »

Uppskeran þriðjungi minni

05:30 „Þetta er frekar dapurt. Vantar 30 til 35% upp á meðaluppskeru,“ segir Óskar Kristinsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ.   Meira »

Vatnið úr göngunum nýtt

05:30 Norðurorka hf. á Akureyri vinnur nú að því í samvinnu við Vaðlaheiðargöng hf. að beisla kalda vatnið sem sprettur fram úr misgengi inni í jarðgöngunum í gegnum Vaðlaheiði. Meira »

Sýn skortir í Alzheimer-málum

05:30 „Það má segja að þjónustan sé á margan hátt býsna góð, en það eru of margir sem njóta hennar ekki,“ segir Jón G. Snædal, yfirlæknir og sérfræðingur í öldrunarlækningum, um stöðuna í baráttunni gegn Alzheimer hér á landi, en alþjóðlegi Alzheimerdagurinn er í dag. Meira »

Landsliðstreyja Ed ekki hluti af samningi

Í gær, 23:45 Ísleifur B. Þórhallsson, eða Ísi hjá Sena LIVE, fór yfir stórfrétt dagsins um að einn vinsælasti tónlistarmaður samtímans, Ed Sheeran, haldi tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar. Meira »

Samið við risann í bransanum

Í gær, 23:40 Í fyrsta sinn fást nú íslenskar snyrtivörur í Sephora-verslununum, en það eru íslensku BioEffect-vörurnar, sem áður hétu EGF. Sephora er stórveldi á snyrtivörumarkaðinum en keðjan rekur 2.300 verslanir í 33 löndum um allan heim. Meira »

Valdið ekki hjá borginni

Í gær, 22:08 Hvorki borgarstjóri né fulltrúar hans hafa haft samband við utanríkisráðuneytið vegna flugs utanríkisráðherra og þingmanna frá Reykjavíkurflugvelli um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman í gær. Segir í svörum utanríkisráðuneytisins að borgin hafi ekki valdheimildir í þessum efnum. Meira »

Tveir aldnir á afréttinum

Í gær, 21:35 Olgeir Engilbertsson í Nefsholti er 82 ára og trússar fyrir gangnamenn á Weapon-jeppanum sínum sem er 65 ára. Segja má það þeir séu nánast orðnir hluti af landslaginu á Landmannaafrétti. Meira »
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
RENAULT TRAFIC III stuttur
RENAULT TRAFIC III stuttur Bíll sem er eins og nýr! Beinskiptur, Dísel, 2015 árg...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...