Vildi hlaupa maraþon eftir hjartaáfall

Fjölskylda Sigmundar hvetur hann til dáða í Þýskalandi.
Fjölskylda Sigmundar hvetur hann til dáða í Þýskalandi. Ljósmynd/Aðsend

„Með því að hlaupa til styrktar Hjartaheillum vil ég vekja athygli á því að það er ýmislegt hægt þó að menn fái hjartaáfall. Það er hægt að lifa lífinu áfram eins og hver annar,“ segir Sigmundur Stefánsson, 65 ára maraþonhlaupari og járnkarl. Sigmundur hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi til styrktar Hjartaheillum, en sjálfur fékk hann hjartaáfall fyrir tæpum tuttugu árum.

„Ég lenti í því fyrir hartnær tuttugu árum að fá hjartaáfall. Frá þeim tímamótum hef ég verið að hlaupa. Mér var nú fyrst ráðlagt að það væri ekki hollt fyrir mig. Síðan þjálfaði ég mig í rólegheitum upp í það að hlaupa maraþon,“ segir Sigmundur.

Fyrsti járnkarlinn í Frankfurt, Þýskalandi.
Fyrsti járnkarlinn í Frankfurt, Þýskalandi. Ljósmynd/Aðsend

„Ég var einmitt að æfa fyrir fyrsta maraþonið þegar ég fékk hjartaáfallið 48 ára gamall. Þá einsetti ég mér það að ef ég næði sæmilegri heilsu skyldi ég hlaupa maraþon. Og gerði það svo tveimur árum síðar.“

Síðan þá hefur Sigmundur farið járnkarlinn þrisvar sinnum, hlaupið tuttugu og sex maraþon til viðbótar og á fjórða tug hálfmaraþon. „Ég held að þetta hafi bara tekist mjög vel,“ segir hann.

Áhugi Sigmundar á járnkarlinum kviknaði þegar hann tók þátt í maraþoni í Boston í Bandaríkjunum og hann varð var við kynningu á járnkarlinum.

„Þetta hafði nú blundað í mér lengi. Sem ungur maður var ég mikill sundmaður, keppnismaður í sundi. En þarna fór ég að hugsa með mér að þetta væri eitthvað sem ég gæti. Hljóp maraþon og var þokkalegur í sundi þótt ég þyrfti náttúrulega að þjálfa mig upp og svo kunnum við nú öll að hjóla. Þetta var grunnurinn sem ég lagði af stað með.“

Mikilvægt að fara róleg af stað 

Sigmundur segist alltaf hafa passað sig að fara rólega af stað í þau verkefni sem hann leggur fyrir sig.

„Það sem ég hef alltaf passað eftir að ég fæ þetta hjartaáfall er að fara aldrei í eitthvert rosalegt álag og sprengja mig. Ég hef alltaf verið öryggismegin.“

Það hefur þó ekki staðið í vegi fyrir Sigmundi og hefur hann náð að halda fínum hraða í hlaupum og öðrum þrekraunum.

„Í járnkarlinum komst ég í tvígang á verðlaunapall í mínum flokki. Bæði í Kalmar í Svíþjóð og í Kaupmannahöfn. Miðað við aldursflokk er ég svona með þeim hraðari á landinu og er meira að segja að reyna við Íslandsmetið í flokknum núna. Fyrst og fremst er þetta spurning um æfinguna og hugarfarið. Við getum þetta öll ef við ætlum okkur það.“

Mataræðið lykilþáttur 

Þá segir Sigmundur mataræði vera mikilvægan þátt í velgengni sinni.

Sigmundur hleypur maraþon á Kínamúrnum.
Sigmundur hleypur maraþon á Kínamúrnum. Ljósmynd/Aðsend

„Það er lykillinn að þessu. Upphaflega þegar ég byrja að hlaupa, fer ég af stað því ég greindist með B-týpu af sykursýki. Þá var ég yngri maður og fer að vinna á sykrinum sem maður gerir með stöðugri hreyfingu. Þetta hjálpaði geysilega mikið og heldur blóðsykrinum hjá mér í mjög góðu jafnvægi. Þetta er svona eins og gerist, þetta verður bara fíkn. Þetta er svo skemmtilegt.“

Sigmundur leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að fara rólega af stað og að láta veikindi ekki aftra sér svo framarlega sem maður ræður við það sem maður tekur sér fyrir hendur.

„Með þessu vil ég vekja athygli á því að við getum þetta öll þó að við lendum í því að fá hjartaáfall. Spurningin er bara að fara nógu hægt af stað og viljinn til að sigrast á þessu.

Þetta er ættarsaga hjá mér, að fá hjartaáfall. Ég var búinn að sjá þá sem stóðu mér nærri þar sem þeir voru eiginlega bara sjúklingar. Ég gat ekki hugsað mér það innan við fimmtugt að verða svoleiðis þannig ég ákvað bara að hlaupa þó að læknar hefðu ráðlagt mér að gera það ekki. Það eru hartnær tuttugu ár síðan þetta gerðist og það hefur ekki þurft að vera neitt inngrip síðan. Vonandi sleppur það og verður í góðum gír.“

mbl.is

Innlent »

Hafa ekkert með stjórn Gamma að gera

22:40 Samkeppniseftirlitið hefur enn ekki heimilað kaup Kviku á Gamma og bankinn er því ekki eigandi félagsins. Þetta segir Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, í svari við fyrirspurn mbl.is vegna þeirrar yfirlýsingar VR að félagið taki allt fé sitt úr eignastýringu hjá Kviku verði hækkun leigu hjá Almenna leigufélaginu ekki afturkölluð. Meira »

Kom sjálfum sér á óvart með söngnum

22:20 „Frumsýningin gekk eins og í sögu og það voru allir í sæluvímu eftir hana,“ segir Mímir Bjarki Pálmason, annar aðalleikarinn í söngleiknum Xanadú sem nemendur Verslunarskóla Íslands frumsýndu á dögunum. Meira »

Færa inngang og sleppa við friðlýsingu

22:03 Landssímareiturinn verður ekki friðlýstur geri Lindarvatn breytingu á hönnun byggingar sinnar, segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, í samtali við mbl.is. Lindarvatn muni þó sækja að fá tjón sitt vegna sex vikna tafa á framkvæmdum bætt. Meira »

Lilja: „Sigur fyrir söguna“

21:39 „Ég lít svo á að þessi lausn sé sigur fyrir söguna – fyrir sögu Víkurgarðs sem mun öðlast verðugan sess og fyrir okkur sem þjóð sem vill þekkja uppruna sinn,“ segir í Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra. Meira »

Fallast á verndun Víkurgarðs

21:05 Fallist hefur verið á sjónarmið Minjastofnunar um verndun Víkurgarðs og hefur stofnunin því dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Minjastofnun sendi frá sér nú í kvöld. Meira »

„Börn eiga alltaf rétt á stuðningi“

20:40 Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og aðstoð í samræmi við stöðu sína sem börn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Vekur hún þar athygli á frumvarpi sínu um að heildstætt mat verði frekar notað heldur en aldursgreiningar. Meira »

Ekkert sem bendir til ójafnvægis

20:10 „Það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið í einhverju ójafnvægi eða eitthvað slíkt,“ sagði Davíð Karl Wiium á K100 síðdegis í dag um hvarf bróður síns Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni. „Hvað varðar andlega heilsu Jóns þá er ekkert sem bendir til annars að hann hafi bara verið við góða heilsu.“ Meira »

„Vonin minnkar með hverjum deginum“

19:45 „Mér líst ekkert á þetta,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, spurður hvernig hann meti líkurnar á því að kvóti verði gefinn út fyrir loðnuveiðar á næstu vikum. Afleiðingarnar geti orðið gífurlegar fyrir mörg sjávarútvegsfyrirtæki, fólkið sem hjá þeim starfar og ríkissjóð. Meira »

Segja árás formanns VR ómaklega

19:16 Almenna leigufélagið segist fagna allri umræðu um leigumarkaðinn á Íslandi. Málflutningur Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um Almenna leigufélagið sé hins vegar óheppilegt innlegg í umræðuna. Meira »

Appelsína úr Hveragerði

19:00 Daginn er farið vel að lengja, snjór er yfir öllu bæði í byggð og uppi á hálendinu og því er kominn fiðringur í fjallamenn. Til þess að koma sér í gírinn og fá tilfinningu fyrir tækjunum mættu margir á hina árlegu jeppasýningu Toyota sem haldin var í Garðabæ á laugardag. Meira »

Munu styðja samkomulag við vinnumarkað

18:39 Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, myndi styðja breytingar á skattkerfinu líkt og verkalýðsfélögin hafa óskað eftir. Meira »

Veita 30 milljónir fyrir flóttafólk frá Venesúela

18:02 Utanríkisráðherra hefur ákveðið að verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Er það til viðbótar tuttugu milljóna króna framlagi sem var ráðstafað til hjálpar flóttafólki frá Venesúela í lok janúar. Meira »

Keyptu níu „svindl-bíla“ árið 2017

18:02 Rekstraraðilar bílaleigu sem keypti notaða bílaleigubíla af gerðinni Suzuki Jimny af bílaleigunni Procar árið 2017 voru undrandi og hálf slegnir er blaðamaður hafði samband og sagði þeim að átt hefði verið við kílómetramælana í a.m.k. níu bílum sem nú eru í eigu fyrirtækisins. Meira »

Þakkaði Karli Gauta góða yfirferð

17:22 Karl Gauti Hjaltason, þingmaður utan þingflokka, gagnrýndi í fyrirspurn sinni til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hafi verið fenginn til starfa í Reykjavík án þess að staða hans hafi verið auglýst, þar sem kveðið er á um að sýslumaður skuli vera í Eyjum. Meira »

Nektarmyndsendingar algengar í 10. bekk

17:00 Tæplega helmingur stúlkna í 10. bekk í grunnskóla hefur verið beðin um að senda einhverjum öðrum ögrandi mynd eða nektarmynd af sér í gegnum netið. Í tilfelli drengja er hlutfallið 28%. Þá hafa 27% stúlkna í sama bekk sent slíkar myndir og 21% drengja. Meira »

„4 milljóna króna laun eru ekki hófleg“

16:07 „Fjögurra milljóna króna laun eru ekki hófleg í neinum þeim veruleika sem við þekkjum til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Voru orð hennar svar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Meira »

Húsnæði fyrir flóttafólk mesta áskorunin

15:50 Stærsti fyrirvari Blönduósbæjar við móttöku sýrlenskra fjölskyldna á flótta er að finnist nægilegt húsnæði, segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, í samtali við mbl.is. Sveitarstjórn bæjarins samþykkti í síðustu viku að að taka við flóttafólki samkvæmt beiðni frá félagsmálaráðuneytinu. Meira »

Hóta að taka fé úr stýringu hjá Kviku

15:24 VR segist ekki sætta sig við að Almenna leigufélagið hafi hækkað leigu um tugþúsundir króna í einhverjum tilfellum og gefið leigjendum fjóra daga til að samþykkja hækkunina. Krefst VR þess að áformin séu dregin til baka, en að öðrum kosti ætli félagið að taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá Kviku banka, en um er að ræða 4,2 milljarða. Meira »

Mótmæla við Landsbankann

15:03 Hópur fólks er saman kominn fyrir utan húsnæði Landsbankans í Austurstræti til þess að mótmæla launum bankastjórans. Sjá má af skiltum fólksins að farið er fram á að laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur verði lækkuð. Meira »