55 dekk ónýt eftir flugeldasýningu

Flugeldasýning á Fiskideginum mikla. Myndin er úr safni.
Flugeldasýning á Fiskideginum mikla. Myndin er úr safni. Ljósmynd/Bjarni Eiríksson

Við flugeldasýninguna sem var haldin í lok Fiskidagsins mikla á laugardaginn komst eldur í dekkjaþybbur á Suðurgarði við Dalvíkurhöfn.

Talið er að um 55 dekk séu ónýt. Skipta þarf um dekkjastæður á um 60 metra kafla, að því er segir í fundargerð veitu- og hafnarráðs Dalvíkurbyggðar.

Ráðinu barst póstur frá formanni björgunarsveitar Dalvíkur þar sem kemur fram að þeim þyki leitt að svona hafi farið. Bjóðast þeir til að greiða kostnaðinn af viðgerðum vegna óhappsins.

„Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að ræða við formann björgunarsveitarinnar um hver aðkoma hennar gæti orðið til lagfæringar á þybbunum,“ segir í fundargerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert