Ágætis veðri spáð á Menningarnótt

Frá menningarnótt í fyrra.
Frá menningarnótt í fyrra. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Útlit er fyrir ágætis veður á Menningarnótt í Reykjavík á laugardaginn, að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings á Veðurstofunni.

„Spárnar gera ráð fyrir þurru og björtu veðri á laugardaginn. Það dregur ef til vill upp um kvöldið en þó verður alveg ágætis veður yfirleitt,“ segir Haraldur í samtali við Morgunblaðið.

Aðspurður segist hann vongóður um að spáin rætist. „Laugardagurinn gæti orðið einn af þessum fáu sólardögum í sumar,“ segir Haraldur léttur í lund.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert