Alvarlegur utanvegaakstur á Fjallabaki

Bifhjól í utanvegaakstri unnu miklar skemmdir á gróðri á stóru svæði á Fjallabaki, við veginn að Hófsvaði og Ljótapolli, í gærmorgun. Landvörður á svæðinu segir þetta alvarlegast tilfellið í sumar, en engar vísbendingar hafa borist um hverjir gætu hafa verið þarna að verki.

Förin liggja meðal annars frá vegi 208, eftir línuveginum að Ljótapolli og niður að Tungnaá. Svipuð för eru einnig á Dyngjuleið.

Nína Aradóttir landvörður á Fjallabaki birti myndir af skemmdunum í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í gær í þeirri von um að fólk myndi hafa augun opin fyrir bifhjólahópum á svæðinu. Í samtali við mbl.is segir hún greinilegt að um létt bifhjól hafi verið að ræða, líklega um fjögur til tólf talsins.

Förin sjást greinilega.
Förin sjást greinilega. Ljósmynd/Nína Aradóttir

Hún segir fólkið hafa verið að verki á milli klukkan ellefu og tólf í gærmorgun, því hún var sjálf á svæðinu fyrr um morguninn. Þá ræddi hún við rútubílsstjóra sem keyrði um svæðið um ellefuleytið og þá voru förin ekki komin. Um tólfleytið þegar hún snéri aftur voru hjólförin hins vegar mjög greinileg. Það sé greinilegt að stór hópur bifhjólamanna hafi farið út af veginum og keyrt um svæðið og svo einhverjir haldið áfram í minni hópum inn á gróðursvæði.

„Ég sá fjögur för sem fóru lengra og meðal annars yfir viðkvæmt mosasvæði þar sem voru miklar skemmdir á gróðri. Ég náði ekki að fylgja öllum förunum eftir þannig ég veit ekki alveg hve miklar skemmdirnar eru. Þetta var það mikið.“

Ljósmynd/Nína Aradóttir


Nína segir í raun engar ábendingar hafa borist um hverjir gætu hafa verið þarna að verki. Hún ræddi við hóp bifhjólamanna sem keyrði um svæðið á svipuðum tíma, en sá hópur gat sýnt fram á það með GPS tækjum að hann hafði farið aðra leið. „Ég átti mjög gott samtal við þau um málið,“ segir Nína sem telur því útilokað að þeir einstaklingar hafi verið að verki.

Hún segir förin sem mynduðust við utanvegaaksturinn nánast vera eins og nýjan slóða og geti haft þau áhrif á aðrir fari að fylgja honum. Alvarlegasti þátturinn sé þó gróðurskemmdirnar. „Svona skemmdir geta valdið jarðvegsrofi sem er mjög slæmt. Það var farið yfir viðkvæman mosa og maður sér strax að hann er farinn að deyja í kring.“

Nína tilkynnti lögreglu um málið ef ske kynni að einhverjar ábendingar bærust og svo hægt væri að fylgjast með málinu. „Síðan hafði ég samband við landverði í kring þannig að aðrir gætu haft augun opin. Það var líka ástæðan fyrir því að ég birti þetta í Baklandinu, til að fólk gæti haft augun opin fyrir hópum bifhjóla.“

Ljósmynd/Nína Aradóttir

Nína segir það reglulega koma fyrir að fólk valdi skemmdum með utanvegaakstri á svæðinu, en þetta sé mjög alvarlegt tilfelli. „Þetta er alvarlegasta tilfellið á okkar svæði í sumar. Þetta kemur af og til fyrir en mestmegnis eru þetta minni brot sem við sjáum. Fólk er að fara út af veginum til að stoppa og taka mynd eða eitthvað slíkt og áttar sig oft ekki á að það er að keyra utanvega.“

Hún segir þó almennt hafa dregið úr utanvegaakstri og telur góða fræðslu vera að skila sér. „Við höfum aukið fræðslu og erum að tækla vandamálið áður en það kemur upp með því að fræða fólk. Það var meðal annars það sem ég var að gera þarna í gærmorgun. Ég var í vegalandvörslu, talaði við alla sem komu inn á svæði, kynnti það fyrir þeim og kannaði hvert fólk var að fara. Svo enda ég alltaf á því að tala um utanvegaakstur og fræða fólk um þau mál. Við getum því sagt að landavarsla á landinu er að skila sér í fræðslu til ferðamanna og þá í minni utanvegaakstri.“

Ljósmynd/Nína Aradóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Algjört skilningsleysi" stjórnvalda

16:52 Bæjarráð Vesturbyggðar hefur sent frá sér ályktun í ljósi fréttaflutnings af fyrirhugaðri samgönguáætlun. Þar segist það harma „algjört skilningsleysi stjórnvalda á brýnni þörf svæðisins fyrir mannsæmandi vegum til og frá svæðinu“. Meira »

Tillaga um rafræna fylgiseðla samþykkt

16:35 Tilraunaverkefni um innleiðingu rafrænna fylgiseðla með lyfjum hefst hér á landi í byrjun næsta árs.  Meira »

Engar rafrettur til barna undir 18 ára

16:30 Félag atvinnurekenda hefur að gefnu tilefni kannað hjá félagsmönnum sínum, sem flytja inn og selja rafrettur og skyldar vörur, hvort þeir selji eða afhendi börnum undir 18 ára slíkar vörur. Meira »

Dagur þorsksins í Húsi sjávarklasans

16:04 Á miðvikudag í næstu viku, 3. október næstkomandi, verður í Húsi sjávarklasans efnt til Dags þorsksins í þriðja sinn. Hús sjávarklasans verður þá opnað öllum áhugasömum og fjöldi íslenskra fyrirtækja mun kynna þær fjölmörgu afurðir sem framleiddar eru úr þorskinum hér á landi og þá tækni sem þróuð hefur verið til að hámarka nýtingu og gæði afurðanna. Meira »

Aðför mistækra karla að kvennastétt

15:51 Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, gagnrýndi Icelandair harðlega á Alþingi í dag. Hann sagði skilaboð frá yfirstjórn til flugfreyja og flugþjóna vera einföld: „Annað hvort farið þið í fullt starf eða verðið rekin. Þið hafið fjóra daga til þess að svara.“ Meira »

Álagning veiðigjalda færist nær í tíma

15:30 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt fram á Alþingi nýtt frumvarp til laga um veiðigjald. Meginmarkmið frumvarpsins er að færa álagningu veiðigjalda nær í tíma, þannig að gjaldtakan sé meira í takt við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Meira »

Bíll valt á hliðina á Öxnadalsheiði

15:21 Betur fór en á horfðist þegar bíll fór á hliðina á Öxnadalsheiðinni rétt eftir hádegi í dag. Slæm færð er á heiðinni vegna krapa á veginum og missti ökumaður bílsins stjórn á bílnum. „Hann fór á hliðina og aftur á hjólin,“ segir Snorri Geir Snorrason, lögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Meira »

„Það er ekki bara eitt hótel í Nuuk“

14:47 „Það hlýtur að vera grafalvarlegt mál ef það birtast rangar upplýsingar á vef Alþingis,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins á þingi í dag. Guðmundur ræddi ferð Íslandsdeildar Norðurlandaráðs til Nuuk en áður hafði honum blöskrað hversu dýr ferðin var. Meira »

Úr klórpytti í draumaaðstöðuna

14:46 Ein helsta þríþrautar-, járnkarls- og hjólreiðakona landsins, Karen Axelsdóttir, slasaðist alvarlega fyrir sex árum þar sem hún var við hjólreiðaæfingar á Spáni. Í dag útilokar hún ekkert. Meira »

Kynnir nýtt frumvarp um veiðigjöld

14:43 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 15.15, um nýtt frumvarp til laga um veiðigjald. Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að fundurinn muni fara fram á fyrstu hæð í húsakynnum ráðuneytisins að Skúlagötu 4. Meira »

Upptökur leyfðar við dómsuppkvaðningu

14:21 Hæstiréttur ætlar að leyfa upptökur í hljóði og mynd þegar dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, en almennt eru slíkar upptökur ekki leyfðar þegar þinghald fer fram. Meira »

Landsréttur mildaði nauðgunardóm

14:05 Landsréttur mildaði í síðustu viku dóm héraðsdóms yfir 28 ára karlmanni sem dæmdur hafði verið fyrir að nauðga stúlku eftir starfsmannafögnuð á vinnustað þeirra árið 2015. Var stúlkan þá 17 ára og maðurinn 24 ára. Meira »

Íslendingar „grátt leiknir“

13:36 Hannes Hólmsteinn Gissurarson afhenti fjármálaráðherra skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins í fjármálaráðuneytinu í dag. Hannes hefur unnið að skýrslunni í fjögur ár og hefur útgáfa hennar dregist talsvert. „Skýrslan sýnir hversu grátt Íslendingar voru leiknir af grannþjóðunum, segir Hannes. Meira »

Áhættan sem fylgir flugrekstri óljós

13:28 Aukin samkeppni í flugsamgöngum og hátt olíuverð eru meðal nýrra áskorana sem flugþjónusta á Íslandi stendur frammi fyrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í árlegri úttekt sendinefndar AGS á Íslandi á íslenskum efnahagsmálum sem kynnt var í dag. Meira »

Alls veiddust 146 hvalir á 98 daga vertíð

13:05 Hvalur 9 kom með tvo síðustu hvali sumarsins í Hvalstöðina í Hvalfirði í fyrrinótt. Alls veiddust 146 langreyðar, en af þeim greindust tveir blendingar langreyðar og steypireyðar. Meira »

Ekkert ferðaveður fyrir norðan

12:57 Ekkert ferðaveður er í umdæmi lögreglunnar á Húsavík nema á bifreiðum útbúnum fyrir vetrarakstur. Veginum um Námaskarð hefur verið lokað vegna ófærðar og verður hann lokaður eitthvað áfram. Slæm færð er um Öxnadalinn vegna krapa á veginum að sögn lögreglunnar á Norðausturlandi. Meira »

Dyravörður brást fagmannlega við árás

12:25 „Hann var að vísa manninum út af skemmtistað og þá slær maðurinn hann í andlitið,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, einn eigenda ISR Matrix á Íslandi. Ráðist var á einn iðkenda þar um helgina þar sem Tobbi, eins og hann er kallaður, var við störf sem dyravörður. Meira »

Tíu úrskurðir og dómar í sama málinu

12:19 Aurum-málið hefur nú verið í samtals sex ár fyrir dómstólum hér á landi og gæti tekið lengri tíma fari það á ný fyrir Hæstarétt. Úrskurðir og dómar í tengslum við rekstur málsins eru samtals orðnir tíu og hafa þar af níu þeirra fengið úrlausn Hæstaréttar. Meira »

Ræddu ógnir á netinu

12:16 Þróun ógna á netinu og viðbrögð grannríkja þar að lútandi var meðal þess sem rætt var á fyrsta fundi nýskipaðs netöryggisráðs en alls sitja 25 aðal- og varafulltrúar í ráðinu. Meira »
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...