Alvarlegur utanvegaakstur á Fjallabaki

Bifhjól í utanvegaakstri unnu miklar skemmdir á gróðri á stóru svæði á Fjallabaki, við veginn að Hófsvaði og Ljótapolli, í gærmorgun. Landvörður á svæðinu segir þetta alvarlegast tilfellið í sumar, en engar vísbendingar hafa borist um hverjir gætu hafa verið þarna að verki.

Förin liggja meðal annars frá vegi 208, eftir línuveginum að Ljótapolli og niður að Tungnaá. Svipuð för eru einnig á Dyngjuleið.

Nína Aradóttir landvörður á Fjallabaki birti myndir af skemmdunum í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í gær í þeirri von um að fólk myndi hafa augun opin fyrir bifhjólahópum á svæðinu. Í samtali við mbl.is segir hún greinilegt að um létt bifhjól hafi verið að ræða, líklega um fjögur til tólf talsins.

Förin sjást greinilega.
Förin sjást greinilega. Ljósmynd/Nína Aradóttir

Hún segir fólkið hafa verið að verki á milli klukkan ellefu og tólf í gærmorgun, því hún var sjálf á svæðinu fyrr um morguninn. Þá ræddi hún við rútubílsstjóra sem keyrði um svæðið um ellefuleytið og þá voru förin ekki komin. Um tólfleytið þegar hún snéri aftur voru hjólförin hins vegar mjög greinileg. Það sé greinilegt að stór hópur bifhjólamanna hafi farið út af veginum og keyrt um svæðið og svo einhverjir haldið áfram í minni hópum inn á gróðursvæði.

„Ég sá fjögur för sem fóru lengra og meðal annars yfir viðkvæmt mosasvæði þar sem voru miklar skemmdir á gróðri. Ég náði ekki að fylgja öllum förunum eftir þannig ég veit ekki alveg hve miklar skemmdirnar eru. Þetta var það mikið.“

Ljósmynd/Nína Aradóttir


Nína segir í raun engar ábendingar hafa borist um hverjir gætu hafa verið þarna að verki. Hún ræddi við hóp bifhjólamanna sem keyrði um svæðið á svipuðum tíma, en sá hópur gat sýnt fram á það með GPS tækjum að hann hafði farið aðra leið. „Ég átti mjög gott samtal við þau um málið,“ segir Nína sem telur því útilokað að þeir einstaklingar hafi verið að verki.

Hún segir förin sem mynduðust við utanvegaaksturinn nánast vera eins og nýjan slóða og geti haft þau áhrif á aðrir fari að fylgja honum. Alvarlegasti þátturinn sé þó gróðurskemmdirnar. „Svona skemmdir geta valdið jarðvegsrofi sem er mjög slæmt. Það var farið yfir viðkvæman mosa og maður sér strax að hann er farinn að deyja í kring.“

Nína tilkynnti lögreglu um málið ef ske kynni að einhverjar ábendingar bærust og svo hægt væri að fylgjast með málinu. „Síðan hafði ég samband við landverði í kring þannig að aðrir gætu haft augun opin. Það var líka ástæðan fyrir því að ég birti þetta í Baklandinu, til að fólk gæti haft augun opin fyrir hópum bifhjóla.“

Ljósmynd/Nína Aradóttir

Nína segir það reglulega koma fyrir að fólk valdi skemmdum með utanvegaakstri á svæðinu, en þetta sé mjög alvarlegt tilfelli. „Þetta er alvarlegasta tilfellið á okkar svæði í sumar. Þetta kemur af og til fyrir en mestmegnis eru þetta minni brot sem við sjáum. Fólk er að fara út af veginum til að stoppa og taka mynd eða eitthvað slíkt og áttar sig oft ekki á að það er að keyra utanvega.“

Hún segir þó almennt hafa dregið úr utanvegaakstri og telur góða fræðslu vera að skila sér. „Við höfum aukið fræðslu og erum að tækla vandamálið áður en það kemur upp með því að fræða fólk. Það var meðal annars það sem ég var að gera þarna í gærmorgun. Ég var í vegalandvörslu, talaði við alla sem komu inn á svæði, kynnti það fyrir þeim og kannaði hvert fólk var að fara. Svo enda ég alltaf á því að tala um utanvegaakstur og fræða fólk um þau mál. Við getum því sagt að landavarsla á landinu er að skila sér í fræðslu til ferðamanna og þá í minni utanvegaakstri.“

Ljósmynd/Nína Aradóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Einn fékk 27 milljónir

19:28 Einn spilari var með allar tölurnar réttar í Lottó í kvöld og renna 27,2 milljónir til hans. Er miðinn í áskrift. Þá var einn með bónusvinninginn og fékk sá 464 þúsund í sinn hlut. Meira »

17,3° gráður á Ólafsfirði

19:19 Hitinn fór mjög hátt í Fjallabyggð í dag, þrátt fyrir mikið rok og rigningu. Á Ólafsfirði hefur hann náð upp í 17,3° og á Siglufirði 17°. Meira »

„Þetta er allt ævistarfið“

18:47 „Þetta er bara skelfilegt. Annað skipti sem brennur hjá mér, allt til kaldra kola,“ segir Jónas Sigurðsson, eigandi og framkvæmdastjóri SB Glugga, í samtali við mbl.is. Meira »

Bíl hvolfdi við Arnarnesveg

18:37 Fólksbifreið hvolfdi við Arnarnesveg í Kópavogi á sjöunda tímanum í dag er hún skall við aðra. Þrír slösuðust og viðbúnaður viðbragðsaðila er nokkur, en tilkynning um slysið barst um kl. 18.20. Meira »

Vona að þetta verði komið fyrir miðnætti

18:19 „Við skulum vona að þetta verði komið fyrir miðnætti, ef ekki þá höldum við bara áfram,“ segir Eyþór Leifsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsmenn eru enn að í Hafnarfirði eftir að stórbruni varð þar í iðnaðarhúsnæði í nótt. Meira »

Hagvaxtarstefnan að „líða undir lok“

17:28 „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir á fundi VG og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um kjara­mál fyrr í dag. Meira »

Styrktartónleikar fyrir Söndru

17:25 Stuðlabandið, Stebbi Hilmars, Páll Rózinkrans, Ívar Daníelsson, Hlynur Ben, Úlfur úlfur og fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram á styrktartónleikum miðvikudaginn þann 21. nóvember kl. 20:00. Meira »

Vill nýta undanþágur frá orkupakkanum

17:08 „Er ekki leiðin að nýta þær undanþágur sem við gerðum upphaflega?“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, um innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Koma þurfi á fót upplýsingamiðstöð

17:04 Auka þarf upplýsingaflæði og tryggja að innflytjendur fái fréttir af innlendum vettvangi, til að efla lýðræðisþátttöku fólks af erlendum uppruna. Þetta er meðal þess sem fram kom í umræðum á fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar, sem haldið var í fimmta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Meira »

Öllu innanlandsflugi aflýst

16:39 Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect ættu aflýstar flugferðir ekki að hafa nein áhrif á flugdagskrá morgundagsins. Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veðrinu muni slota í nótt. Meira »

„Skaðlegar staðalímyndir“ í bók Birgittu

16:26 Sólveig Auðar Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, birti í morgun ljósmynd af síðu í nýrri barnabók eftir Birgittu Haukdal, þar sem hún gagnrýnir „skaðlegar staðalímyndir“ af starfi hjúkrunarfræðinga sem sýnd er í bókinni. Meira »

Raskanir hafa keðjuverkandi áhrif

15:31 Ellefu af tólf landgöngubrúm á Keflavíkurflugvelli voru teknar í notkun á nýjan leik klukkan eitt í dag þegar lægði nægilega mikið. Farþegar í þrem­ur flug­vél­um sem lentu á Kefla­vík­ur­flug­velli í morg­un höfðu þá beðið í nokkrar klukkustundir eftir að kom­ast úr vél­un­um vegna vonskuveðurs. Meira »

Stödd í „grafalvarlegum stéttaátökum“

15:20 „Við ætlum vissulega að semja um krónur og aura, en við ætlum líka að semja um lífsskilyrði í þeirra víðasta skilningi,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar á fundi Vinstri grænna og verkalýðshreyfingarinnar um kjaramál nú í hádeginu. Meira »

Húsið að mestu leyti ónýtt

14:04 Húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði er nánast alveg ónýtt eftir að eldur kom þar upp í gærkvöldi, að sögn Eyþórs Leifssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það er spurning með þessa steyptu veggi, hvort þeir geti haldið sér, en húsið er annars að mestu ónýtt og þetta er mikið eignatjón.“ Meira »

Kannski sem betur fer ég

13:25 María Dungal framkvæmdastjóri er með nýrnabilun á lokastigi. Hér heima gekk hún á milli lækna og var sagt að taka vítamín og hætta að ímynda sér hluti en yfirþyrmandi þreyta hefur umturnað lífi hennar. 11 manns hafa boðið Maríu nýra án þess að það hafi gengið. Meira »

Kastar handsprengjum á ríkisstjórnarheimilið

13:19 Miðflokkurinn er að reyna að kasta handsprengjum inn á ríkisstjórnarheimilið að mati Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Sagði Logi í þættinum Víglínunni á Stöð 2 að afstaða Miðflokksins til þriðja orkupakkans væri poppúlísk. Málið væri stormur í vatnsglasi. Meira »

„Erfitt að kveðja skip eins og Vilhelm“

12:54 Landað var úr Vilhelm Þorsteinssyni EA 570 í Neskaupstað í vikunni og var það síðasta löndun skipsins í íslenskri höfn undir merkjum Samherja. Skipið hefur verið selt til Rússlands, en kom nýtt til landsins árið 2000. Meira »

Vita lítið um umfang tjónsins

12:50 Eigendur neðri hæðar Hvaleyrarbrautar 39, Dverghamrar ehf., hafa lítið fengið að vita um stöðu mála eftir að eldur kom upp á efri hæð hússins í gærkvöldi. Meira »

Ætlaði að redda uppeldinu

12:15 Það er ekki á hverjum degi sem systur eru á sama tíma með bók í jólabókaflóðinu. Júlía Margrét og Kamilla Einarsdætur koma úr bókelskri rithöfundafjölskyldu og eru helstu stuðningsmenn hvor annarrar. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
VELLÍÐAN OG DEKUR.
Stress er þáttur í daglegu lífi. slökun og meðferð við stressi- áralöng reynsl...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk 205/55 R16.. Verð kr 12000... Sími 8986048....
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...