Alvarlegur utanvegaakstur á Fjallabaki

Bifhjól í utanvegaakstri unnu miklar skemmdir á gróðri á stóru svæði á Fjallabaki, við veginn að Hófsvaði og Ljótapolli, í gærmorgun. Landvörður á svæðinu segir þetta alvarlegast tilfellið í sumar, en engar vísbendingar hafa borist um hverjir gætu hafa verið þarna að verki.

Förin liggja meðal annars frá vegi 208, eftir línuveginum að Ljótapolli og niður að Tungnaá. Svipuð för eru einnig á Dyngjuleið.

Nína Aradóttir landvörður á Fjallabaki birti myndir af skemmdunum í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í gær í þeirri von um að fólk myndi hafa augun opin fyrir bifhjólahópum á svæðinu. Í samtali við mbl.is segir hún greinilegt að um létt bifhjól hafi verið að ræða, líklega um fjögur til tólf talsins.

Förin sjást greinilega.
Förin sjást greinilega. Ljósmynd/Nína Aradóttir

Hún segir fólkið hafa verið að verki á milli klukkan ellefu og tólf í gærmorgun, því hún var sjálf á svæðinu fyrr um morguninn. Þá ræddi hún við rútubílsstjóra sem keyrði um svæðið um ellefuleytið og þá voru förin ekki komin. Um tólfleytið þegar hún snéri aftur voru hjólförin hins vegar mjög greinileg. Það sé greinilegt að stór hópur bifhjólamanna hafi farið út af veginum og keyrt um svæðið og svo einhverjir haldið áfram í minni hópum inn á gróðursvæði.

„Ég sá fjögur för sem fóru lengra og meðal annars yfir viðkvæmt mosasvæði þar sem voru miklar skemmdir á gróðri. Ég náði ekki að fylgja öllum förunum eftir þannig ég veit ekki alveg hve miklar skemmdirnar eru. Þetta var það mikið.“

Ljósmynd/Nína Aradóttir


Nína segir í raun engar ábendingar hafa borist um hverjir gætu hafa verið þarna að verki. Hún ræddi við hóp bifhjólamanna sem keyrði um svæðið á svipuðum tíma, en sá hópur gat sýnt fram á það með GPS tækjum að hann hafði farið aðra leið. „Ég átti mjög gott samtal við þau um málið,“ segir Nína sem telur því útilokað að þeir einstaklingar hafi verið að verki.

Hún segir förin sem mynduðust við utanvegaaksturinn nánast vera eins og nýjan slóða og geti haft þau áhrif á aðrir fari að fylgja honum. Alvarlegasti þátturinn sé þó gróðurskemmdirnar. „Svona skemmdir geta valdið jarðvegsrofi sem er mjög slæmt. Það var farið yfir viðkvæman mosa og maður sér strax að hann er farinn að deyja í kring.“

Nína tilkynnti lögreglu um málið ef ske kynni að einhverjar ábendingar bærust og svo hægt væri að fylgjast með málinu. „Síðan hafði ég samband við landverði í kring þannig að aðrir gætu haft augun opin. Það var líka ástæðan fyrir því að ég birti þetta í Baklandinu, til að fólk gæti haft augun opin fyrir hópum bifhjóla.“

Ljósmynd/Nína Aradóttir

Nína segir það reglulega koma fyrir að fólk valdi skemmdum með utanvegaakstri á svæðinu, en þetta sé mjög alvarlegt tilfelli. „Þetta er alvarlegasta tilfellið á okkar svæði í sumar. Þetta kemur af og til fyrir en mestmegnis eru þetta minni brot sem við sjáum. Fólk er að fara út af veginum til að stoppa og taka mynd eða eitthvað slíkt og áttar sig oft ekki á að það er að keyra utanvega.“

Hún segir þó almennt hafa dregið úr utanvegaakstri og telur góða fræðslu vera að skila sér. „Við höfum aukið fræðslu og erum að tækla vandamálið áður en það kemur upp með því að fræða fólk. Það var meðal annars það sem ég var að gera þarna í gærmorgun. Ég var í vegalandvörslu, talaði við alla sem komu inn á svæði, kynnti það fyrir þeim og kannaði hvert fólk var að fara. Svo enda ég alltaf á því að tala um utanvegaakstur og fræða fólk um þau mál. Við getum því sagt að landavarsla á landinu er að skila sér í fræðslu til ferðamanna og þá í minni utanvegaakstri.“

Ljósmynd/Nína Aradóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Maður sex kynslóða fyrir vestan

Í gær, 23:22 Vilberg Valdal Vilbergsson, heiðursborgari Ísafjarðarbæjar frá því í fyrra, er svo sannarlega maður kynslóðanna. Hann byrjaði að spila á harmoniku á böllum á Flateyri, þegar hann var á fermingaraldri, og spilar enn, tæplega 80 árum síðar. Meira »

Eyþór vill ummælin til forsætisnefndar

Í gær, 23:01 Eyþór Arnalds segir rangt að borgarfulltrúar hafi fengið áminningu frá siðanefnd Sambands sveitarfélaga og hefur óskað eftir því að ummæli æðstu embættismanna borgarinnar um kjörna fulltrúa í lokuðum Facebook-hóp borgarstarfsmanna verði tekin til skoðunar hjá forsætisnefnd. Meira »

Sundlaugum lokað vegna eldingahættu

Í gær, 22:18 Grípa þurfti til ráðstafana vegna veðurfarsins í höfuðborginni í kvöld, en þar var mikið um þrumur og eldingar. Loka þurfti sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu vegna eldingahættu, að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ekki „verkstjóri eða siðameistari“

Í gær, 22:16 „Ef maður les þetta nákvæmlega þá má finna þarna hótanir,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, um skrif Stefáns Eiríkssonar borgarritara í lokaðan hóp starfsfólks Reykjavíkurborgar í dag. Meira »

Verkakonur í verkfall 8. mars

Í gær, 21:52 Samninganefnd Eflingar samþykkti á fundi sínum í kvöld að láta fara fram almenna atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar. Þá samþykkti Verkalýðsfélag Grindavíkur að veita formanni þess umboð til þess að skipuleggja verkfallsaðgerðir. Meira »

Magapest tekur á allan líkamann

Í gær, 21:32 Sjálfsagt hafa allir lent í því að fá niðurgang sem oft fylgja uppköst. Þetta er óskemmtileg vanlíðan sem tekur á allan líkamann. Yfirleitt er þetta kallað að fá magapest og oftast er þetta merki um veirusýkingu í þarmi, en fleira kemur til greina. Meira »

Segir hegðun borgarfulltrúa fordæmalausa

Í gær, 21:20 „Margt starfsfólk hefur komið til mín vegna framgöngu borgarfulltrúa,“ segir Stefán Eiríksson borgarritar í samtali við mbl.is. Hann skrifaði pistil í lokaðan hóp starfsmanna Reykjavíkur á Facebook í dag þar sem hann segir fáeina borgarfulltrúa ítrekað hafa vænt starfsfólk borgarinnar um óheiðarleika. Meira »

Verkfallsaðgerðir í eðli sínu alvarlegar

Í gær, 21:04 „Þetta er náttúrulega alvarleg staða og ég hvet aðila til þess að nýta þann tíma sem er framundan að reyna sitt ýtrasta til að ná samningum, því verkfallsaðgerðir eru í eðli sínu alvarlegar og getur ekki verið óskastaða neins,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is. Meira »

Öll skilyrði fyrir góðri niðurstöðu

Í gær, 20:22 „Það hefur lengi verið ljóst að það væri alvarleg staða, langt á milli aðila í langan tíma og það er erfitt að segja að það komi á óvart að við höfum ratað á þennan stað,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við mbl.is inntur álits á stöðunni á vinnumarkaði. Meira »

Feimnismál í fyrstu en nú sjálfsagt mál

Í gær, 20:05 Skráning á kyni viðmælenda var feimnismál í fyrstu en er nú sjálfsagt mál. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Steinunnar Þórhallsdóttur, framkvæmdastjóra framleiðslu og ferla hjá RÚV, í tilefni af Fjölmiðladegi Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), sem er í dag. Meira »

Stjónvöld og SA láti af hroka

Í gær, 19:53 Framsýn stéttarfélag skorar á stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins að láta af þeim hroka sem endurspeglast í tillögum þeirra um skattamál, velferðarmál og launahækkanir til lausnar á kjaradeilunni. Meira »

Þrumur og eldingar í djúpri lægð

Í gær, 19:30 „Þetta virðist vera fylgifiskur þessarar djúpu lægðar sem er hérna vestur af landinu,“ segir Elín Björk Jónsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is um þrumur og eldingar sem fólk hefur orðið vart við á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Meira »

Vitlaus klukka hefur áhrif á marga

Í gær, 18:20 Það að að seinka sólarupprás og sólsetri getur leitt til þess að líkamsferlum getur seinkað. „Það er bara þannig. Það hefur verið sýnt fram á þetta í fjölmörgum rannsóknum á mönnum, dýrum og plöntum. Þú getur fundið þetta hvar sem er í lífríkinu,“ segir Björg Þorleifsdóttir, lektor við læknadeild Háskóla Íslands. Meira »

Neitar því ekki að hafa átt við mæla

Í gær, 18:00 Framkvæmdastjóri bílaleigunnar Green Motion segir að þeir sem hafi keypt bíla af fyrirtækinu hafi haft vissu um rétta kílómetrastöðu bílanna en neitar því ekki að bílaleigan hafi fært niður kílómetrastöður. Hann segir fólk ekki hrifið af of mikið keyrðum bílum. Meira »

Kona slasaðist í Hrafnfirði

Í gær, 17:55 Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur slösuðum einstaklingi verið komið um borð í þyrlu gæslunnar sem er á leið til Reykjavíkur. Þyrlan var fyrst kölluð út klukkan 15:19, en mótvindur gerir það að verkum að lengri tíma tekur að fljúga suður. Meira »

Öflugri blóðskimun nauðsynleg

Í gær, 17:50 Reynslan af því að hverfa frá algjöru banni við blóðgjöfum karla, sem stunda kynlíf með öðrum körlum, og heimila þær af því gefnu að gjafi hafi ekki stundað kynmök í sex til 12 mánuði hefur ekki gefið tilefni til þess að efast um öryggi blóðgjafarinnar. Meira »

„Engin heilsa án geðheilsu“

Í gær, 17:35 „Það er mik­il aðsókn í sál­fræðiþjón­ustu og mín trú er sú að hún eigi bara eft­ir að aukast,“ segir Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, við mbl.is eftir að greint var frá úthlutun 630 milljóna króna til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Meira »

Hagsmuna Íslands ekki gætt

Í gær, 17:12 „Valdastaða á íslenskum markaði er drifin áfram af fjársterkum fyrirtækjum. Við því er ekkert annað svar en samstaða og sókn,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands á Facebook-síðu sinni í dag. Meira »

„Við viljum fá meiri festu í þetta“

Í gær, 16:38 „Við erum að vísa til sáttasemjara og vorum búin að vera lengi í þessum viðræðum og viljum færa þetta á næsta stig,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við mbl.is. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...