„Brutu trúnað til að ná fínni mynd“

Kristín Soffía Jónsdóttir.
Kristín Soffía Jónsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þetta er hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup sem ég hef orðið vitni að á mínum 8 ára ferli í pólitík,“ skrifar borgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir á Facebook. Þar á hún við það þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipu­lags- og sam­gönguráði Reykja­vík­ur­borg­ar gengu af fundi í morgun.

Kristín bætir því við að fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafi mætt með ljósmyndara sem beið eftir þeim við komuna út af fundinum. 

Fundurinn er fullkomlega löglegur en til þess að bregðast við þeim töfum sem urðu við útsendingu gagna er ákveðið að fullnaðarafgreiða ekkert á fundinum en halda inni kynningum enda mættur hér fjöldi ráðgjafa,“ skrifar Kristín.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks höfðu gagnrýnt tafðir við boðun fundar og fundargagna og segja fundinn af þeim sökum ólögmætan.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks voru að mati Kristínar Soffíu svo spenntir að …
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks voru að mati Kristínar Soffíu svo spenntir að komast í fréttirnar að þeir brutu trúnað. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þeim er gert fullkomlega ljóst að trúnaður ríkir um fundinn þar til honum er slitið en þau kjósa að brjóta þann trúnað - svo spennt að komast í fréttirnar,“ skrifar Kristín.

Til hamingju Reykvíkingar, þau brutu trúnað, skrópuðu í vinnunni og misstu af öllum kynningum til þess eins að fá þessa fínu mynd af sér.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert