Dálítil rigning í kortunum

Milt en dálítið vætusamt veður er í kortunum.
Milt en dálítið vætusamt veður er í kortunum. mbl.is/Hari

Dálítil rigning eða súld verður í flestum landshlutum næsta sólarhringinn, en úrkomulítið á Suðvesturlandi. Gera má ráð fyrir norðaustanátt, 8-13 metrum á sekúndu, á Vestfjörðum, en annars hægari vindi.

Á morgun, fimmtudag, verður norðanátt, 3-10 metrar á sekúndu og lítils háttar rigning fyrir norðan og austan, annars bjart með köflum, en stöku síðdegisskúrir. Annað kvöld bætir svo í vind á Vesturlandi. Hiti verður á bilinu 8 til 17 stig, hlýjast syðst.

Á föstudag gera spár ráð fyrir norðan- og norðaustanátt, 8-13 metrum á sekúndu, en hvassari við suðurströndina framan af degi. Víða dálítil rigning eða skúrir, en léttir til sunnan- og vestanlands um kvöldið. Hiti 6 til 14 stig, svalast á annesjum norðanlands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert