Hipphopphátíðin orðin fastur liður

Menningarfrumkvöðlar Egill Orri, Úlfur, Jason Daði og Róbert Vilhjálmur, en …
Menningarfrumkvöðlar Egill Orri, Úlfur, Jason Daði og Róbert Vilhjálmur, en Snorri er staddur í útlöndum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hipphopphátíð Menningarnætur í Reykjavík verður haldin í þriðja skiptið á laugardaginn á Ingólfstorgi og mætti þar með segja að hún sé orðin fastur liður. Hún hefur frá upphafi verið afar vel sótt og það sem kemur e.t.v. mest á óvart er að hún var hugarfóstur manns sem fæddist árið 2001.

„Þegar ég fékk hugmyndina í byrjun hringdi ég strax í vini mína úr Hagaskóla sem hafa staðið að þessu með mér og okkur tókst að fá leyfi fyrir viðburðinum. Menn voru voða hissa þegar við mættum á fund hjá borginni, bjuggust eflaust við að hitta einhverja fullorðna, en svo komum bara við drengirnir,“ segir Snorri Ástráðsson, MH-ingur og sjálflærður plötusnúður, en Morgunblaðið tók hann tali þar sem hann var staddur erlendis.

Með honum í ár standa saman að hipphopphátíðinni þeir Jason Daði Guðjónsson, Róbert Vilhjálmur Ásgeirsson, Egill Orri Árnason og Úlfur Stígsson, fæddir árið 2000. Viðburðinn héldu þeir fyrst árið 2016 á Hverfisgötu við Vatnsstíg og sló hann heldur betur í gegn, en þar mættu um fjögur þúsund manns. Í fyrra sóttu þeir aftur um og fengu að vera á Ingólfstorgi og tókst hátíðin með slíkum ágætum að um sex þúsund manns mættu þegar mest var, að sögn Snorra, sem þakkar það m.a. mætti samfélagsmiðla. Aldurshópurinn sem mæti í stórum stíl sé frá tólf til um það bil 26 ára, en fólk á öllum aldri hafi mætt.

Sjá umfjöllun um hippopphátíðina í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert