Kólnandi veður í kortunum

Það viðrar ágætlega til útivistar næstu daga.
Það viðrar ágætlega til útivistar næstu daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hægur vindur í dag og víða dálítil rigning eða skúrir, en norðaustan 8-13 m/s á Vestfjörðum. Hiti 8 til 15 stig, mildast suðvestan til.

Norðan 3-8 á morgun og áfram væta á Norður- og Austurlandi, en birtir til sunnanlands og þar kemst hitinn líklega í 16 til 18 gráður.

Á föstudag er útlit fyrir ákveðnari norðlæga átt, með rigningu um tíma í flestum landshlutum og heldur kólnandi veður, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspá næstu daga

Norðaustan 8-13 á Vestfjörðum, annars hægari. Dálítil rigning eða skúrir í flestum landshlutum og hiti 8 til 15 stig, mildast SV-til.
Norðan 3-8 á morgun, skýjað og lítils háttar rigning fyrir norðan og austan. Bjart með köflum S-lands og hiti að 18 stigum, en stöku síðdegisskúrir.

Á fimmtudag:
Norðan 3-8 og dálítil rigning á N- og A-landi, en skýjað með köflum í öðrum landshlutum og stöku síðdegisskúrir. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast S-lands. 

Á föstudag:
Norðan 8-15, skýjað og víða dálítil rigning um tíma. Heldur kólnandi. 

Á laugardag:
Norðvestanátt og léttir víða til, en rigning fram eftir degi NA-lands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á S-landi. 

Á sunnudag og mánudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, skýjað og lítils háttar væta öðru hverju. Hiti 9 til 15 stig að deginum. 

Á þriðjudag:
Útlit fyrir svipað veður áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert