Óánægja með veiðar í dragnót nálægt landi

Á dragnótarveiðum með pokann á síðunni.
Á dragnótarveiðum með pokann á síðunni. mbl.is/Árni Sæberg

„Þeir voru að veiða nálægt landi innarlega á firðinum og ég hef fengið símtöl út af þessu frá sjómönnum og öðrum bæjarbúum sem fannst bátarnir vera komnir fullnálægt.“

Þetta segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar, í Morgunblaðinu í dag um dragnótaveiðar tveggja báta við Sauðárkrók í gærmorgun.

Hann segir að þessar veiðar hafi áhrif á lífríkið í firðinum og menn hafi áhyggjur af uppeldisstöðvum fiskins. Þá verði lítið eftir handa þeim smábátum sem hafi verið að veiða á þessu svæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert