Ákærð fyrir 25,2 milljóna skattbrot

Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu.
Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Kona á fimmtugsaldri hefur verið ákærð af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Er hún ákærð fyrir 25,2 milljóna króna skattbrot, bæði fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda.

Konan var stjórnandi og prókúruhafi verktakafyrirtækis og samkvæmt ákæru stóð hún ekki skil á 16,2 milljónum í virðisaukaskatt á árunum 2010 til 2012. Á sama tímabili er talið að hún hafi ekki staðið skil á staðgreiðslu, sem var haldið eftir af launum starfsmanna félagsins, samtals að upphæð 9 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert