Aukin nýting refsinga utan veggja fangelsa

Að sögn Páls E. Winkel fangelsismálastjóra eru lengri refsingar utan ...
Að sögn Páls E. Winkel fangelsismálastjóra eru lengri refsingar utan fangelsa nýttar meira. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum að sjá vinnu dómsmálaráðherra vera að skila sér en það mun auðvitað taka tíma að vinda ofan af þessum boðunarlistum sem eru uppsafnaður vandi,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, um fækkun fólks á boðunarlistum fangelsa hér á landi.

Að hans sögn spilar aukin nýting refsinga utan fangelsa þar stóran þátt auk þess sem dómar sem hægt er að afplána með samfélagsþjónustu eru lengri en áður.

Eins og áður hefur komið fram fækkaði fólki sem bíður þess að hefja afplánun í fangelsum hér á landi í ár og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá hruni. Nú bíða um 530 manns þess að hefja afplánun en þegar mest lét árið 2017 var fjöldinn 618. Spurður hvort rekja megi hluta fækkunar fólks á boðunarlistum til fjölgunar í fyrningum dóma kveður Páll nei við. Það sé þó enn eitthvað um að dómar fyrnist vegna plássleysis en þeim fari fækkandi. „Það er mjög lítill hluti af þessu vegna fyrningar, nánast ekki neitt. Við stefnum auðvitað á að þeim fækki enn frekar, en þetta er ekki mikill fjöldi í stóra samhenginu. Það sem er fagnaðarefni er að boðunarlistar eru að styttast auk þess sem þeir munu halda áfram að styttast gangi áætlanir eftir,“ segir Páll, en það sem af er ári hafa 20 dómar fyrnst. Árið 2017 voru þeir 28 en árið áður voru þeir 34 talsins og hefur því farið fækkandi síðustu ár.

Páll segir að breyting laga árið 2016, þar sem hámarksrefsing óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar sem heimilt er að fullnusta með samfélagsþjónustu var hækkuð úr níu mánuðum í tólf, hafi hjálpað til við að stytta boðunarlista. Þá ljúki einnig talsverður fjöldi fólks lengri refsingu með rafrænu eftirliti heima hjá sér.

Horfa verður til ýmissa þátta

Fjöldi veittra leyfa til afplánunar refsingar með samfélagsþjónustu það sem af er ári er 95, sem bendir til þess að þeim muni fjölga frá því í fyrra, þegar fjöldinn var 99. Þess utan hafa 95 manns afplánað vararefsingu fésektar með samfélagsþjónustu það sem af er ári, sem er sambærilegur fjöldi og allt árið í fyrra, eða 96.

Í skriflegu svari frá Fangelsismálastofnun kemur þó fram að þrátt fyrir að veittum leyfum til samfélagsþjónustu sé ekki að fjölga mikið eða jafnvel fækka frá árinu 2014 verði að taka tillit til ýmissa þátta. Þá verði að horfa til þess að nú sé hægt að afplána talsvert lengri dóma utan fangelsa en mögulegt var á þeim tíma. „Aukin nýting lengri refsinga utan fangelsa er að skila sér í styttri boðunarlistum, sem er mjög gott,“ segir Páll.

Spurður um í hverju starf fólks sem sinni samfélagsþjónustu felist segir Páll það geta verið margvíslegt. „Þetta er tímabundið og ólaunað starf sem kemur í stað fangelsisvistar. Þetta geta verið störf hjá íþróttafélögum, kirkjunni, sambýlum eða öðrum hjálparstofnunum. Auk þess að þetta hefi uppeldislegt gildi held ég að margir hafi á tilfinningunni að þeir séu að gera gagn. Þá eru margir sem halda áfram að vinna á þessum stöðum þegar afplánun lýkur,“ segir Páll.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Aðgerðahópurinn fundar í dag

10:31 Fundað verður í aðgerðahópi Starfsgreinasambandsins (SGS) í dag klukkan 14:00 að sögn Flosa Eiríkssonar, framkvæmdastjóra sambandsins, en SGS sleit viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í gær. Meira »

Engin „bráð hætta á ferð“

08:58 Bæði foreldrafélag Varmárskóla og fulltrúar Viðreisnar óskuðu eftir heildarúttekt á skólahúsnæði Varmárskóla á fundi bæjarstjórnar 14. mars. Erindinu var vísað til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og mun sú umsögn berast bæjarráði svo fljótt sem auðið er. Meira »

Brotthvarf Japans hefur engin áhrif

08:47 Brotthvarf Japans úr Alþjóðahvalveiðiráðinu mun ekki hafa áhrif á alþjóðlegar skuldbindingar Íslands um að stunda viðskipti með hvalaafurðir við Japan. Meira »

Vilja Íslandssléttbak að láni

08:18 Náttúruminjasafn Íslands hefur óskað eftir því að fá að láni til langs tíma beinagrind af Íslandssléttbak frá Dýrafræðisafni Danmerkur. Danir eiga tvær slíkar beinagrindur af fullorðnum dýrum sem voru veidd hér við land 1891 og 1904. Meira »

Stálu 6-8 milljónum úr spilakössum

08:12 Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum rannsakar nú innbrot í spilakassa á veitingastað í umdæminu sem átti sér stað nýlega. Meira »

Útfararstofa flúði mygluhús

07:57 „Við fluttum út úr húsnæðinu 1. desember sl., en starfsmenn glímdu margir hverjir við veikindi og alvarleg einkenni vegna myglu í húsinu, sem er mjög illa farið,“ segir Elín Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna. Meira »

Hegningarhúsið stendur enn autt

07:37 Enn hefur ekkert verið ákveðið um hvernig Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg verður ráðstafað, en síðasti fanginn gekk þaðan út fyrir tæpum þremur árum. Meira »

Fremur hvasst á landinu

07:00 Suðvestanátt í dag, víða 10-15 m/s og bætir heldur í vind síðdegis. Skúrir eða él, en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Meira »

Múr sundrar og skilur að fjölskyldur

07:00 „Að búa við múr sem sundrar og skilur að fjölskyldur hefur gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og ekki síst barna,“ segir Fathy Flefel, verkefnastjóri sálfræðiseturs palestínska Rauða hálfmánans. Meira »

Fast leiguverð í sjö ár

06:38 Alma er ný þjónusta á leigumarkaði þar sem leigjendum er gefinn kostur á leigu til allt að sjö ára á föstu leiguverði sem einungis er tengt vísitölu neysluverðs. Alma er í eigu Almenna leigufélagsins. Meira »

Fossvogsbúar kvarta undan útigangsmönnum

05:53 Íbúar í Fossvogshverfinu höfðu samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og kvörtuðu yfir erlendum útigangsmönnum á ferli í hverfinu. Meira »

Stolið úr búningsklefum

05:46 Dýrum úlpum, síma, greiðslukorti og fleiri hlutum var stolið úr búningsklefa í íþróttahúsi í hverfi 108 síðdegis í gær að sögn lögreglu. Samkvæmt dagbók lögreglunnar er mögulega vitað hverjir voru að verki og er málið í rannsókn. Meira »

Vinnutíminn eldfimur

05:30 SGS og SA slitu kjaraviðræðum hjá Ríkissáttasemjara í gær. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, segir vinnutímamál orsök slitanna en Halldór Benjamín Þorbergson, formaður SA, segir kjarasamninga margbrotna og erfitt að taka einstaka hluti út úr. Meira »

Áhyggjur af aukinni umferð um Dalveg

05:30 Yfir eitt hundrað íbúar í Hjallahverfi í Kópavogi hafa ritað undir mótmæli vegna fyrirhugaðra breytinga á deiliskipulagi við Dalveg, en þar á að rísa stór skrifstofubygging með 300 bílastæðum á mótum Breiðsholtsbrautar og Nýbýlavegar. Meira »

Vilja afturkalla reglugerð um hvalveiðar

05:30 Á aðalfundi Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, sem haldinn var á Húsavík um helgina, var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að afturkalla reglugerð sem gefin var út af sjávarútvegsráðherra í febrúar sl. Meira »

Óslóarvélin þurfti að lenda í Stokkhólmi

05:30 Farþegar Icelandair, sem voru á leið frá Ósló til Keflavíkur á sunnudagskvöld, þurftu á heimleiðinni að fara í vél sem var á leið til Stokkhólms og þaðan til Íslands. Flugi FI325 frá Ósló til Keflavíkur 17. mars var breytt en fara átti með Boeing Max-þotu. Meira »

Mótmælendur brutu skilmála borgarinnar

05:30 „Það er ekki fallegt um að litast á Austurvelli um þessar mundir. Grasið er eitt drullusvað og umgangur allur subbulegur. Þetta er svona eins og eftir slæma útihátíð,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Dómur MDE ný tegund óskapnaðar

05:30 „Að íhuguðu máli leyfi ég mér að efast um að afgreiðsla MDE [Mannréttindadómstóls Evrópu] sé réttarfarslegt gustukaverk, heldur tel ég að niðurstaðan sé ný tegund óskapnaðar, sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja fullveldi sitt.“ Meira »

Mótmælin farin að bitna á heilsunni

Í gær, 23:33 Hópur flóttamanna sem staðið hefur fyrir mótmælum við Alþingishúsið undanfarið ákvað í dag að færa mótmæli sín af Austurvellinum. Á Facebook-síðu mótmælenda er sagt að þetta sé gert vegna þess að veran við þinghúsið sé farin að bitna á heilsu mótmælenda. Meira »
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 77.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoðu...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...