Borgin semur við Borg um að smíða borðið

Borgarfulltrúar sátu við laus borð á fyrsta fundi eftir kosningar. …
Borgarfulltrúar sátu við laus borð á fyrsta fundi eftir kosningar. Nýja borðið verður væntanlega komið í salinn í desember eða fyrr. mbl.is/Kristinn Magnússon

Trésmiðjan Borg ehf. á Sauðárkróki mun smíða nýtt borð í borgarstjórnarsal Ráðhússins. Gengið var frá samningum í fyrradag.

Sem kunnugt er þarf að bæta við borði í salinn vegna fjölgunar borgarfulltrúa úr 15 í 23. Innréttingar í borgarstjórnarsalnum hafa fram til þessa verið óbreyttar allt frá því að Ráðhús Reykjavíkur var tekið í notkun árið 1992.

Smíði og uppsetning borðsins var boðin út og bárust tvö tilboð, að því er fram kemur í umfjöllun um borðsmíðina í Morgunblaðinu í dag. HBH byggir ehf. í Reykjavík bauð 45,5 milljónir, 165% yfir kostnaðaráætlun, sem var 27,5 milljónir. Trésmiðjan Borg ehf. bauð 17,7 milljónir en um var að ræða frávikstilboð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert