Farbann yfir Sigurði staðfest

Sigurður Kristinsson.
Sigurður Kristinsson. mbl.is/Hari

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Kristinsson skuli sæta farbanni til 6. september.

Héraðsdómur úrskurðaði um farbannið 9. ágúst og var dóminum áfrýjað til Landsréttar.

Sigurður hefur verið í farbanni frá 20. apríl. Hann er grunaður um að vera viðriðinn inn­flutn­ing á 5 kíló­um af am­feta­míni til lands­ins.

Hann var hand­tek­inn þegar hann kom til lands­ins frá Spáni í lok janú­ar en mála­ferli standa yfir vegna ákæru um meirihátt­ar skatta­laga­brot.

mbl.is