Fiskidagurinn litli í boði þess mikla

Boðið var upp á fiskiborgara og súpu.
Boðið var upp á fiskiborgara og súpu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það gekk dásamlega. Mjög skemmtileg og falleg stund. Það var mikil veðurblíða og fólkið á heimilinu horfði á Fiskidagstónleikana frá því í fyrra í morgun. Svo var súpa og fiskborgarar og KK spilaði og þetta var virkilega skemmtileg stund. Mjög skemmtilegt uppbrot fyrir heimilisfólkið. KK ætlaði ekki að geta hætt að spila því þau vildu alltaf meira,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla. Fiskidagurinn litli var haldinn í Mörkinni í dag.

Í Mörkinni búa um 250 manns og þar starfa um 200 starfsmenn. Þar að auki var vinum og ættingjum heimilisfólks boðið.

Júlíus segir að hugmyndin að Fiskideginum litla hafi kviknað á fimm ára afmæli Markarinnar fyrir fjórum árum. „Aðallega því að það er fólk á heimilinu sem hefur komið oft á Fiskidaginn. Það var ótrúlega skemmtileg „lítil Fiskidagsstemning“ sem myndaðist.“

Fiskidagurinn mikli sendir Fiskidagsblöðrur, merki, Fiskidagsblaðið og mynddisk með tónleikum Fiskidagsins. Þá mætti Friðrik V, yfirkokkur Fiskidagsins, og tók þátt í gleðinni ásamt Júlíusi og kátu heimilisfólki, starfsmönnum og aðstandendum.

Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir frá viðburðinum.

Frá Fiskideginum litla í dag.
Frá Fiskideginum litla í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Fiskidagurinn mikli sendir skreytingar og fleira.
Fiskidagurinn mikli sendir skreytingar og fleira. mbl.is/Kristinn Magnússon
KK spilaði á Fiskideginum litla.
KK spilaði á Fiskideginum litla. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert