Hlaupa og gleyma ekki gleðinni

Stefán Hrafnkelsson á hlaupaæfingu fyrir Reykjavíkurmaraþonið ásamt dyggum stuðningsmönnum.
Stefán Hrafnkelsson á hlaupaæfingu fyrir Reykjavíkurmaraþonið ásamt dyggum stuðningsmönnum.

„Pabbi, Stefán Hrafnkelsson, var greindur með alzheimer snemma í fyrrasumar eftir greiningarferli sem staðið hafði yfir í nokkurn tíma. Hann var 58 ára þegar hann greindist og þegar greiningin lá fyrir kynntumst við Alzheimersamtökunum,“ segir Arndís Rós Stefánsdóttir.

Hún bætir við að það hafi alltaf verið draumur föður hennar að taka þátt í maraþoni en tveir af bræðrum hans eru miklir hlaupagarpar. „Við systkinin höfðum öll tekið þátt í maraþoninu en aldrei hlaupið fyrir Alzheimersamtökin. Eftir greininguna hjá pabba ákváðum við ásamt fleirum úr fjölskyldunni að hlaupa með honum 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Alzheimersamtökunum en ég held að pabbi hafi verið fyrstur alzheimersjúklinga til þess að hlaupa til styrktar samtökunum,“ segir Arndís.

„Stofnaður var hlaupahópurinn „Gleymum ekki gleðinni“ til undirbúnings fyrir hlaupið í fyrra. Ákveðið var að virkja hópinn fyrir Reykjavíkurmaraþonið í ár og æfa fyrir það. Hluti hópsins ætlar í hálft maraþon og pabbi er þar á meðal.

Nafnið, Gleymum ekki gleðinni, er til þess að minna okkur á að gleðjast þrátt fyrir erfiða glímu á köflum. Í hópnum eru, auk okkar systkinanna þriggja, öll fimm systkini pabba sem hlupu með honum í fyrra og gera það aftur í ár, tengdabörn hans, eitthvað af systkinabörnum og vinir okkar. Í ár bætist mamma, Anna Ólafía Sigurðardóttir, í hópinn sem ætlar að labba 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu,“ segir Arndís í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert