Minna um biðlista eftir frístund á landsbyggðinni

Frá árlegu kassabílaralli frístundaheimilanna.
Frá árlegu kassabílaralli frístundaheimilanna. mbl.is/​Hari

Betur virðist ganga að finna starfsfólk á frístundaheimili landsbyggðarinnar en Reykjavíkur. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að enn ætti eftir að manna stöður á frístundaheimilum í Reykjavík en vonast er til þess að vandamálið verði leyst bráðlega.

Þrátt fyrir mikla fjölgun í sveitarfélaginu Árborg segir Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Árborgar, að mönnun gangi vel. „Við höfum ráðið starfsfólk í langflestar stöður. Það vantar eitthvað voða lítið upp á og öll börn fá þá vistun sem óskað er eftir fyrir þau. Það hefur alltaf verið þannig, þrátt fyrir mikla fjölgun barnafólks í sveitarfélaginu.“

Á Akureyri er sömu sögu að segja, en þar hafa alltaf komist inn öll börn sem óska eftir frístund og aldrei myndast biðlisti, að því er fram kemur í umfjöllun um ástandið á  frístundaheimilum á landsbyggðinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert