Skipulagsmál í höfn

Virkjanasvæði Hvalárvirkjunar í Árneshreppi á Ströndum.
Virkjanasvæði Hvalárvirkjunar í Árneshreppi á Ströndum. mbl.is/Golli

Skipulagsstofnun gerir aðeins minniháttar tæknilegar athugasemdir við drög að deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun á Ströndum sem Árneshreppur gerir.

Svar frá Skipulagsstofnun við innsendri tillögu barst fyrir nokkrum dögum og er þar óskað eftir því að skerpt verði á ákveðnum en minniháttar atriðum í greinargerð og uppdráttum áður en deiliskipulagið verður auglýst í Stjórnartíðindum til gildistöku.

„Næstu skref eru væntanlega þau að verktakinn mun sækja um framkvæmdaleyfi varðandi þær breytingar sem samþykktar voru á aðalskipulaginu fyrr í sumar,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert