Umferðaróhapp á Reykjanesbraut

Frá Reykjanesbraut.
Frá Reykjanesbraut. mbl.is/​Hari

Draga þurfti tvær bifreiðar af vettvangi eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut í Hafnarfirði á áttunda tímanum í morgun. Fjórum bifreiðum hafði þá lent saman en ekki urðu slys á fólki.

Einnig var tilkynnt um umferðaróhapp á Vesturlandsvegi til móts við Árbæ rétt rúmlega átta í morgun. Þar lentu tvær bifreiðar saman. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar fann til eymsla eftir áreksturinn og var hann fluttur á slysadeild til skoðunar.

Auk þess barst lögreglunni í Hafnarfirði tilkynning rétt fyrir klukkan sex í morgun um pilta sem fóru inn í mannlausa rútu og tóku úr henni slökkvitæki. Sprautuðu piltarnir úr tækinu fyrir utan rútuna og létu sig svo hverfa af vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert