Fer maraþon á hjólabretti

Chris Koch fer maraþon á hjólabretti í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun.
Chris Koch fer maraþon á hjólabretti í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er sjötta maraþonið mitt. Ég er hérna til að hafa gaman og njóta andrúmsloftsins. Svo er þetta skemmtileg leið til að sjá borgina,“ segir Chris Koch, 39 ára ferðalangur og hlaupari. Chris tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun á hjólabretti, en hann fæddist bæði án handa og fóta.

Chris er frá Alberta í Kanda og átti hann þar, að eigin sögn, mjög hefðbundna æsku. Hann ólst upp á búgarði og hefur alla tíð unnið mikið við landbúnað. Þar fyrir utan er hann duglegur að stunda hinar ýmsu íþróttir.

„Ég reyni að vera eins virkur og ég get. Ég elska að fara á kajak og snjóbretti og ég er vanalega til í hvað sem er.“

Chris hefur farið fimm maraþon áður.
Chris hefur farið fimm maraþon áður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag notar Chris hjólabretti á nánast öllum sviðum daglegs lífs.  

„Þegar ég var yngri átti ég hjólabretti sem ég notaði til að komast leiðar minnar í skólanum. Svo var ég einu sinni í Flórída á námskeiði og keypti mér bretti upp á gamanið. Svo prófaði ég það og svona tíu mínútum seinna leit ég við og sá hvað ég hafði farið langt. Þá áttaði ég mig á því að ég kæmist lengra, hraðar og á skilvirkari hátt á brettinu en ég hafði nokkurn tímann komist með gervilimunum mínum. Ég hef bókstaflega ekki notað þá síðan þarna.“

Óttast ekki að gera mistök

„Ég segi fólki alltaf að ég óttast eftirsjá miklu meira en mistök. Ég tala stundum við fólk sem segist ekki vera hlauparar en hugsar svo með sér að það vildi að það væri það. Gerðu þetta bara. Ef þú klárar ekki maraþon í fyrstu tilraun, hverjum er ekki sama?

Chris Koch.
Chris Koch. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég vil aldrei líta til baka og hugsa með mér að ég hefði átt að gera eitthvað sem ég gerði aldrei. Ég vil líta til baka og vita að ég gerði eins mikið og ég mögulega gat. Ég skemmti mér konunglega og kannski fór ekki allt alveg eins og ég vildi en ég reyndi alla vega og gerði mitt besta. Fólk er oft svo hrætt við að gera mistök. Ég hvet fólk til að gera eins mörg mistök og það getur. Þú verður svo miklu sterkari fyrir vikið.“

Vill láta hlutina ráðast

Í dag hélt Chris fyrirlestur í Laugardalshöll í tilefni hlaupsins á morgun, en hann byrjaði fyrir nokkrum árum að halda erindi og kynningar um ferðalög sín og ævintýri víðs vegar um heiminn.

„Þetta gerðist mjög náttúrulega. Fyrir um átta árum fór ég einn að ferðast um Evrópu í þrjá mánuði. Ég var frekar hreykinn af því. Fram að því hafði ég verið í búskapnum og mikið í íþróttum en hey, fullt af fólki gerir það. En eftir Evrópuferðina fannst mér ég hafa góðan stað til að byrja á.“

Chris er staddur hérlendis fram á mánudag og hyggst reyna að kynnast landinu eftir fremsta megni eftir að hann lýkur hlaupinu þó svo að hann hafi ekkert ákveðið.

„Ég er ekki vanur að plana mikið fyrir fram. Ég bara læt hlutina ráðast. Þannig endar maður kannski á stöðum sem eru miklu magnaðri en það sem þú hefðir ákveðið.“

mbl.is

Innlent »

Ungbörn fjórðungur þeirra í garðinum

08:28 Fyrir um 200 árum dó um fjórðungur allra barna hér á landi áður en þau náðu eins árs aldri. Með nokkrum veigamiklum breytingum þegar kemur að hreinlæti og næringu breyttist þetta hins vegar mikið. Þessi mikli ungbarnadauði kemur vel í ljós þegar listi yfir látna í Víkurgarði er skoðaður. Meira »

Er ekki afsal á forræði auðlindarinnar

08:19 Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar segir fjarstæðukennt að halda því fram að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér að Íslendingar verði neyddir til þess að samþykkja sæstreng. Meira »

Dreifðu límmiðum á höfuðborgarsvæðinu

08:05 Ungir jafnaðarmenn fóru um höfuðborgarsvæðið í gær og dreifðu límmiðum með jákvæðum skilaboðum í garð flóttafólks og hælisleitenda sem vilja setjast að hér á landi. Er þessi gjörningur andspyrna við öfl sem hafa upp á síðkastið dreift hatursáróðri gegn þessum viðkvæmu hópum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið, segir í tilkynningu. Meira »

Ágætisveður fram undan

06:40 Spáin gerir ráð fyrir stífri suðaustanátt og dálítilli vætu sunnan- og vestanlands en úrkomuminna á morgun. Hæg suðaustlæg átt og yfirleitt léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Fremur hlýtt í dag, en hægir vindar, úrkomulítið og kólnar smám saman þegar líður á vikuna. Meira »

Blandi saman samstarfi og samkeppni

05:30 Sérfræðingur frá Nýja-Sjálandi segir þá klasa ná bestum árangri þar sem fyrirtæki eiga í harðri samkeppni sín á milli en gera sér um leið grein fyrir að á vissum sviðum sé best að vinna saman. Meira »

Eru bókstaflega á kafi í náminu

05:30 Ellefu nemar frá Landhelgisgæslu Íslands, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og sérsveit ríkislögreglustjóra eru nú á köfunarnámskeiði. Þeir stefna að útskrift 30. nóvember og hljóta þá B- og C-réttindi sem íslenskir atvinnukafarar. Meira »

Embættismenn borgarinnar skrái hagsmuni

05:30 Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður taka undir það í umsögnum sínum að tekin verði upp hagsmunaskráning æðstu embættismanna borgarinnar. Meira »

Óvenju mikil úrkoma í Reykjavík

05:30 Óvenju mikil úrkoma var í Reykjavík á tveimur sólarhringum, frá hádegi 16. nóvember til hádegis 18. nóvember. Samtals komu 83,2 mm í úrkomumælinn á Veðurstofutúni, að því er Trausti Jónsson veðurfræðingur skrifar í Hungurdiskum. Meira »

Ekki víst að allir fái matarhjálp

05:30 „Ég hef aldrei verið eins kvíðin og fyrir þessi jól. Ástandið hefur verið mjög slæmt og við gengum verulega á matarsjóðinn okkar í sumar. Ég efast um að við getum hjálpað öllum fyrir þessi jól.“ Meira »

Kulnun er jafnvel lífshættuleg

05:30 „Kulnun og í versta falli örmögnun er alvarleg og getur verið lífshættuleg,“ segir Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Meira »

Rannsókn hefst í fyrramálið

Í gær, 21:26 Tekist hefur að slökkva allan eld á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði auk þess að hreinsa úr húsnæðinu. Slökkviliðið lauk störfum á vettvangi klukkan 19.10 í kvöld en rannsókn á tildrögum eldsins hefst í fyrramálið. Meira »

Bráðabirgðaviðgerðir á Fjordvik hafnar

Í gær, 21:25 Nú standa bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik yfir, en enn er verið að meta hvaða viðgerðir þarf að ráðast í, að sögn Ásbjarnar Helga Árnasonar, verk­efna­stjóra Vélsmiðju Orms og Víg­lund­ar. Meira »

„Engin bygging reist í Víkurgarði“

Í gær, 21:12 Engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði og engar grafir verða lagðar undir hótel. Þetta segja forsvarsmenn fyrirtækisins Lindarhvols sem ætlar að byggja hótel á Landssímareitnum. Meira »

Vilja undanþágu frá innleiðingu

Í gær, 20:18 Í stjórnmálaályktun haustfundar miðstjórnar Framsóknar er varðar þriðja orkupakkann segir að varðandi að Ísland hafi enga tengingu við orkumarkað ESB og að Framsóknarflokkurinn telji slíka tengingu ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Meira »

Í hvað fara peningarnir?

Í gær, 19:32 „Fólkið lýsir búðunum sem öðru helvíti,“ segir Eva Dögg Þórsdóttir um ástandið í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos. Eva var fyrir skömmu við sjálfboðaliðastörf í tvær vikur ásamt vinkonu sinni á eyjunni. Meira »

Vælukjói á leiksviði

Í gær, 19:30 Píramus og Þispa, leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík, frumsýndi á fimmtudagskvöldið leikritið Vælukjóa í Samkomuhúsinu á Húsavík. Meira »

Minntust fórnarlamba umferðarslysa

Í gær, 19:17 Þyrla landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðilar stilltu sér upp í minningarathöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík þar sem minnst var fórnarlamba umferðarslysa. Meira »

Lengur að slökkva eldinn en búist var við

Í gær, 18:17 Slökkvistarf stendur enn yfir við Hvaleyrarbraut í Hafnafirði, þar sem eldur kviknaði á ellefta tímanum á föstudagskvöld.   Meira »

Stakk í gegn með traktornum

Í gær, 17:28 Aurskriða féll á heimreiðina að bæ Bergs Sigfússonar, bónda í Austurhlíð í Skaftártungu, honum til nokkurrar furðu. Þar mun ekki hafa fallið aurskriða í áttatíu ár. Meira »
flott innskotsborð með innlögðum rósum
er með falleg innskotsborð á 20,000 kr sími 869-2798...
veggklukka antik veggklukka
er með flotta veggklukku með mjúkum og þægilegum slætti á12,000 kr sími 869-279...
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...